Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 18. janúar 2025

Ótímabundið verkfall gæti hafist í nokkrum framhaldsskólum eftir mánuð ef kjarasamningar nást ekki. Formaður félags framhaldsskólakennara segir pattstöðu í viðræðunum.

Ríkisstjórn Ísreals samþykkti í nótt vopnahléssamning við Hamas sem tekur gildi á morgun. Samkomulagið felur meðal annars í sér lausn ísraelskra gísla og palestínskra fanga.

Norðaustan hvassviðri gengur yfir landið og gul viðvörun er í gildi norðan- og vestanlands. Heiðar gætu lokast með skömmum fyrirvara.

Fjármálaráðherra segir stöðu fyrstu kaupenda og tekjulægri hópa í forgangi á íbúðamarkaði og aðgerðum í þágu þeirra verði haldið áfram.

Umdeild próf, sem notuð voru til meta hvort taka ætti börn af foreldrum sínum, verða aflögð á Grænlandi. Prófin þóttu vera miðuð dönskum foreldrum og ekki taka nægt tillit til Grænlendinga og menningu þeirra.

Samfélagsmiðlarisinn Meta tilkynnti nýlega hætt yrði leiðrétta staðreyndavillur á facebook og instagram til koma í veg fyrir ritskoðun. Dósent í fjölmiðlarétti segir segir það tímaskekkju tjáning á samfélagsmiðlum eigi ekki lúta neinum reglum.

Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Kúbu í öðrum leik sínum á HM í Króatíu í kvöld. Leikmenn Íslands segja liðið ætla gera enn betur en gegn Grænhöfðaeyjum í fyrradag.

Frumflutt

18. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,