Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 17. okbóber 2025

Ríkisstjórnin hefur samþykkt aðgerðaáætlun vegna framtíðaruppbyggingar á Bakka á Húsavík. Enn er óvissa um framtíð kísilvers PCC.

Forseti Úkraínu freistar þess, á fundi með forseta Bandaríkjanna í dag, afhentar langdrægar eldflaugar. Flaugarnar myndu gera Úkraínumönnum kleift gera árásir djúpt inni í Rússlandi.

Hlutabréfaverð í fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækinu Sýn tók skarpa dýfu í morgun eftir afkomuviðvörun. Tilkynnt var um uppsagnir hjá fyrirtækinu á starfsmannafundi.

Öryrkjabandalagið kom fyrir FÁ-TÆK-TARgildru fyrir framan Alþingishúsið í morgun. Formaður ÖBÍ sagði markmiðið vekja athygli á aðstæðum þeirra sem búa við fátækt.

Óvæginn tónn í samfélagsumræðu í Svíþjóð hefur orðið til þess margir stjórmálamenn hafa stigið fram og sagt breytinga þörf. Formaður stjórmálaflokks fékk nóg og sagði af sér.

Varaþingkona Miðflokksins fordæmir orð landsfundarfulltrúa flokksins, sem hún segir fara fram með hatri gegn trans fólki. Hún skorar á félaga í flokknum láta sig málið varða.

Frambjóðendur til borgarstjóra New York tókust á um Trump, framfærslukostnað og Gaza í kappræðum í gær. Úrslit kosninganna gætu haft áhrif á frambjóðandaval Demókrata í næstu forsetakosningum.

Ullarframleiðandinn Ístex skuldar enn yfir þúsund bændum og framleiðendum vegna ullarkaupa. Framkvæmdastjóri segir allra lausna leitað til gera upp skuldirnar.

Frumflutt

17. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,