Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 25.mars 2024

Aldrei hefur mælst meiri gosmengun í byggð en á laugardaginn í Grindavík. Lokun Bláa lónsins hefur verið framlengd um tvo daga. Vísbendingar eru um aðeins hafi dregið úr gosinu í nótt.

Fjórir menn sitja í gæsluvarðhaldi í Moskvu, grunaðir um hryðjuverk á föstudag. Þeir voru leiddir fyrir dómara í gær, blóðugir og lemstraðir.

Engar langtímabirgðir eru til af olíu í landinu og eftirspurn hefur verið meiri en gert var ráð fyrir segir forstjóri Skeljungs. Brennsla olíu vegna orkuskorts er mikil og teikn á lofti um dragi úr.

Barnaþrælkun og giftingar stúlkna undir lögaldri, tíðkast á sykur-ökrum í Indlandi, þar sem bæði Pepsi og Coca Cola stunda viðskipti. Konur eru oft þvingaðar í legnám, svo þær missi síður úr vinnu.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna greiðir atkvæði í dag um ályktun um tafarlaust vopnahlé á Gaza. Allt kapp er lagt á orðalag verði þannig Bandaríkin beiti ekki neitunarvaldi.

Búist er við tillaga um vantraust á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra verði lögð fram þegar hún snýr aftur á þing úr veikindaleyfi.

Raki og mygla hafa stórskemmt íbúðir aldraðra í Neskaupstað. Íbúar leituðu til Heilbrigðiseftirlits fyrir bráðum þremur árum og Fjarðabyggð vinnur úrbótum.

Reisa á átta smáhýsi fyrir fólk í geð- og fíknivanda sem er án heimilis í Reykjanesbæ. Vonast er til fyrstu íbúar flytji inn fyrir lok árs.

Frumflutt

25. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,