Vopnahlé á Gaza stendur tæpt. Hamas saka Ísraela um árásir og ætla ekki að láta gísla lausa um helgina. Bandaríkjaforseti segir að fjandinn verði laus verði gíslunum ekki sleppt.
Oddvitar vinstri flokkanna í borgarstjórn sitja á óformlegum fundi; að óbreyttu er eini möguleikinn fimm flokka vinstri stjórn.
Enginn fundur er boðaður í dag í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga og víðtækari verkföll ekki útilokuð. Verkfallsboðun í fimm framhaldsskólum stendur.
Íslenski velgerðasjóðurinn Aurora dró sig út úr verkefni í sjávarútvegi í Sierra Leone vegna spillingar. Framkvæmdastjóri sjóðsins segir að ráða- og áhrifamenn í Afríkuríkinu hafi viljað fá greitt undir borðið til að liðka fyrir viðskiptum.
Hættumat vegna jarðhræringanna á Reykjanesi er óbreytt. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir kviku í kvikuhólfinu undir Svartsengi komna að neðri mörkum. Gosið gæti í þessari eða næstu viku.
Utanríkisráðherra mælir fyrir bókun 35 á alþingi í dag, um vægi EES-gerða gagnvart íslenskum lögum, á fyrsta hefðbundna starfsdegi þingsins síðan í nóvember.
Um 50 tré verð felld í Öskjuhlíð í vikunni til að auka flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli.