Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 03. nóvember 2023

Sjö menn eru í haldi lögreglu í tengslum við skotárás í Úlfarárdal í gær. Einn maður fékk skot í kálfa. Hann hefur verið útskrifaður af spítala.

Snarpir skjálftar norðvestur af Þorbirni í nótt og morgun skutu mörgum skelk í bringu. öflugasti varð laust eftir átta, 4,3 stærð. Búast mátti við svo stórum skjálftum því kvikuinnskot er myndast þarna á fjögurra til fimm kílómetra dýpi. Grindvíkingar eru farnir gera ráðstafanir.

Það er enn nær stöðugur sprengjugnýr á Gaza. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna ræddi við ráðamenn í Ísrael í morgun. Hann vill Ísraelsher breyti aðferðum sínum til draga úr miklu mannfalli meðal almennra borgara á Gaza.

Myndir af sködduðum laxi í kvíum í Tálknafirði eru óhugnanlegar, segja matvælaráðherra og formaður atvinnuveganefndar Alþingis. stefna um fiskeldi og lagafrumvarp um lúsasmit eru væntanleg í vetur.

Minnst tólf hafa látist í óveðri sem gengið hefur yfir stóran hluta Evrópu undanfarin dægur. Meira en milljón Frakkar hafa verið án rafmagns og á Spáni hefur fólk þurft yfirgefa heimili sín í dag vegna skógarelda sem stormurinn hefur magnað upp.

Lögreglan á Norðurlandi eystra varar við hálku í landshlutanum. Nokkuð hefur verið um umferðaróhöpp og meiðsli í hálkunni.

Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, er hæstánægður með æfingaviku íslenska landsliðsins og fer fögrum orðum um nýjan þjálfara liðsins, Snorra Stein Guðjónsson.

Frumflutt

3. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,