Yfir 30 manns voru drepin í árás Ísraelsmanna í miðri Gaza í nótt. Bardagar fara harðnandi í mið- og norðurhluta héraðsins sem er þegar talið á valdi Ísraelshers.
Um áttatíu skjálftar hafa mælst í kvikuganginum við Sundhnúksgíga á Reykjanesskaga síðastliðinn sólarhring. Það er örlítið meiri jarðskjálftavirkni en verið hefur undanfarna daga.
Djúp lægð gengur yfir landið í dag og varar Veðurstofan við hvassviðri og hríðarveðri. Útlitið er betra á morgun og er fólki því ráðlagt að bíða með ferðalög í dag.
Formaður Neytendasamtakanna óttast að opinberir starfsmenn veigri sér við því að tjá sig eftir að Matvælastofnun var dæmd til að greiða bætur vegna athugasemda um Brúnegg.
Bæjarstjóri Ölfus sakar bæjarfulltrúa minnihlutans um brot á trúnaði vegna áforma um uppbyggingu mulningsversmiðju í sveitarfélaginu.
Eggjavertíðin á Langanesi stendur nú sem hæst en heimamenn sækja tugi þúsunda af svartfuglseggjum í björgin á hverju vori. Þeir segja að sjaldan eða aldrei hafi verið jafnmikið af svartfugli á Langanesi og í ár.
Jurgen Klopp stýrir Liverpool í síðasta sinn í dag þegar úrslitin ráðast í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.