Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 21. október 2023

Bílalest með neyðaraðstoð fyrir íbúa var loks hleypt inn á Gaza í morgun. Birgðirnar eru aðeins dropi í hafið samkvæmt hjálparsamtökum.

skýrsla varpar ljósi á stríðsglæpi rússneskra stjórnvalda á þeim svæðum í Úkraínu sem Rússar hafa hertekið. Sannað þykir Rússar hafi beitt pyntingum, framið morð af ásetningi og stundað nauðganir svo fátt eitt nefnt.

Fólk leitar sér aðstoðar hjá úrræðinu Taktu skrefið í hverri viku. Það er ætlað fólki sem hefur áhyggjur af kynferðislegri hegðun sinni eða hefur beitt kynferðisofbeldi. Áttatíu einstaklingar hafa leitað sér aðstoðar þar frá því í byrjun síðasta árs, aðallega karlar.

Um sjö hundruð og níutíu þúsund erlendir ferðamenn komu til landsins um Keflavíkurflugvöll í sumar, um fimmtungi fleiri en í fyrrasumar.

Hjúkrunarheimili á Húsavík, sem er þremur árum á eftir áætlun, er loks komið í útboð. Ef allt gengur óskum verður það tekið í notkun eftir fjögur ár.

Guðni Th Jóhannesson, forseti Íslands, hefur dvalið í Noregi síðustu daga og tekið þátt í hátíðarhöldum vegna 100 ára afmælis Íslendingafélagsins í Ósló. Forsetinn kallar þetta opinbera heimsókn til landsmanna sinna sem núna eru fleiri í Noregi en er í heilum héruðum á Íslandi.

Frumflutt

21. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,