Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 16. janúar 2024

Of snemmt er lýsa yfir goslokum á Reykjanesskaga. Engin gosvirkni er sjáanleg. Síðast sáust hraunspýjur koma upp úr nyrðri sprungunni klukkan eitt í nótt. Sprungur suðvestanvert við Grindavík hafa stækkað töluvert. Áfram er mikil hætta.

Starfsmönnum HS Orku tókst í gærkvöld koma heitu vatni frá Svartsengi til Grindavíkur yfir hrauntunguna. Á miðnætti fór heitt vatn streyma um dreifikerfið í vesturhluta bæjarins en í austurhlutanum er enn heitavatnslaust. Almannavarnir biðja íbúa vesturhluta Grindavíkur skila lyklum húsum sínum svo pípulagningamenn geti kannað stöðuna.

Alvarlegt umferðarslys varð á Hvalfjarðarvegi í morgun þar sem fólksbíll og flutningabíll lentu saman. Þrennt var í bílunum og flutt á sjúkrahús.

Íranar vörpuðu sprengjum á skotmörk í Írak og Sýrlandi í nótt. Stjórnvöld í Íran segja þeim hafi meðal annars verið beint bækistöðvum hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki.

Barátta Donalds Trumps fyrir verða forsetaefni Repúblikanaflokksins á byrjar vel. Hann vann yfirburðasigur þegar kosið var í fyrsta ríkinu í forvalinu í gær.

Sjónvarpsþáttaröðin Succession kom og sigraði á Emmy-verðlaunahátíðinni í gærkvöld. Tónlistarmaðurinn Elton John hlaut þann fádæma heiður verða svokallaður EGOT-hafi.

Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Ungverjalandi á Evrópumótinu í Þýskalandi í kvöld. Undir er sigur í riðlinum og góð staða fyrir milliriðil.

Frumflutt

16. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,