Útgjöld til utanríkis- og varnarmála aukast hlutfallslega mest í fyrstu fjármálaáætlun ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Mikið fé fer í heilbrigðis-, félags- og samgöngumál. Tekjur af kílómetragjaldi, veiðum, laxeldi og ferðamönnum eiga að standa undir auknum útgjöldum.
Franski stjórnmálaleiðtoginn Marine Le Pen var í morgun sakfelld fyrir fjármálamisferli. Hún má ekki bjóða sig fram í opinbert embætti næstu fimm árin, sem þýðir að áform hennar um forsetaframboð eftir tvö ár eru í uppnámi. Hópur annarra úr Þjóðfylkingunni, flokki Le Pen, voru einnig sakfelldir.
Heilbrigðisstofnanir á Mjanmar ráða ekki við álagið eftir jarðskjálftana á föstudag. Fleiri en tvö þúsund hafa fundist látin, hundraða er enn saknað og björgunarfólk vinnur í kappi við tímann.
Atvinnuvegaráðherra vonar að framboð á leiguhúsnæði aukist með breytingum á lögum um heimagistingu. Nauðsynlegt hafi verið að koma skikki á málaflokkinn
Útvarp, rafhlöður, kerti og skyndihjálpartaska er meðal þess sem Rauði krossinn mælir með að fólk eigi í viðlagakassa ef neyðarástand skapast.
Körfuknattleikssamband Íslands kynnir nýjan landsliðsþjálfara kvennalandsliðsins í körfubolta í hádeginu.