Forseti Úkraínu ætlar að ræða öryggistryggingar og refisiaðgerðir gegn Rússum við forseta Bandaríkjanna í næstu viku. Þrír voru drepnir í drónaárásum Rússa á Úkraínu í nótt.
Á annað hundrað skip voru svipt haf-færisskírteinum á miðnætti því óvíst var hvort björgunarbúnaður þeirra væri í lagi. Rannsókn á banaslysi í sumar varð til þess að ábending barst frá rannsóknarnefnd samgönguslysa, en slíkt er afar sjaldgæft.
Netárás hefur valdið miklum töfum á þremur af helstu flugvöllum Evrópu það sem af er degi. Tafirnar eru mestar í Brüssel þar sem minnst tíu flugferðum hefur verið aflýst.
Forysta Viðreisnar verður að öllum líkindum óbreytt eftir landsþing flokksins um helgina. Þingmaður flokksins leggur til að nafni flokksins verði breytt í Viðreisn-frjálslyndir demókratar.
Ýmislegt varðandi nýlegar og fyrirhugaðar breytingar á útlendingamálum er áhyggjuefni. Þetta segir talsmaður Rauða krossins sem segir innviðaskuld hafa myndast í íslenskukennslu fyrir útlendinga.
Baskasetur Íslands verður opnað við hátíðlega athöfn á Djúpavík á Ströndum í dag.
Kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir kastaði í undankeppni á HM í frjálsum íþróttum í Tókýó í nótt. Hún kastaði lengst sextán komma áttatíu og sjö metra og var langt frá sínu besta.