Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 9. september 2025

157 mál eru á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir tiltekt, verðmætasköpun og öryggi vera leiðarstef vetrarins.

Rauðgræna blokkin, með Jonas Gahr Støre leiðtoga norska verkamannaflokksins í fararbroddi, hélt naumlega meirihluta í þingkosningum í Noregi í gær. Støre verður áfram forsætisráðherra.

Utanríkisráðherra segir ríkisstjórnina ekki hafa skoðað banna hergagnaflutning til Ísraels um íslenska lofthelgi. Spánverjar tilkynntu slíkt bann í gær.

Formaður VR óttast aðhald sem ríkisstjórnin boðar í nýju fjárlagafrumvarpi verði hluta til sótt í vasa launafólks.

Forsætisráðherra Frakklands biðst lausnar eftir afhroð í atkvæðagreiðslu um traustsyfirlýsingu á franska þinginu í gær. Þrýst er á forseta Frakklands skipa nýjan forsætisráðherra sem fyrst.

Stjórnendur Alcoa Fjarðaráls funda með samninganefndum fagfélaga síðdegis, en starfsfólk hefur verið samningslaust í rúmt hálft ár. óbreyttu stefna fagfélögin atkvæðagreiðslu um verkföll fyrir vikulok.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vonar athugasemdir um reglur um leigubílaakstur verði teknar fyrir á Alþingi í vetur. Einn leigubílstjóri á yfir höfði sér sekt eftir umfangsmikið eftirlit lögreglu um helgina.

Útvarpsstjóri segir mögulegt Ísland dragi sig úr keppni í Eurovision ef Ísrael tekur þátt á næsta ári.

Fáir virðast hafa trú á íslenskum sigri í kvöld þegar íslenska karlalandsliðið í fótbolta sækir Frakka heim til Parísar í undankeppni heimsmeistaramótsins sem haldið verður næsta sumar.

Frumflutt

9. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,