Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 20. apríl 2025

Úkraínumenn og Rússar saka hvorir aðra um brot á þrjátíu klukkustunda vopnahléi sem Pútín Rússlandsforseti boðaði í gær. Úkraínuforseti hvatti í morgun þjóð sína halda baráttunni áfram.

Lögregla og sjúkraflutningamenn voru kallaðir heimahúsi í uppsveitum Árnessýslu í morgun vegna konu með skerta meðvitund og áverka. Aðalvarðstjóri segir atvikið rannsakað sem slys svo stöddu en útilokar ekki eitthvað saknæmt hafi átt sér stað.

Biskup Íslands segir ekki pólitíska afstöðu fordæma barnamorð á Gaza, árásir á almenna borgara í Úkraínu og hungurdauða í Súdan. Ákall um meiri kærleika í samfélaginu og kirkjur landsins séu ákveðið svar við ástandinu.

Þrátt fyrir sífellt fleiri útskrifist með sveinspróf hér á landi er hundruðum umsókna í iðn- og verknám hafnað á ári hverju. Hætt er við enn fleiri þurfi frá víkja í haust þegar einn fjölmennasti árgangur íslandssögunnar færist úr grunnskólum í framhaldsskóla.

Frans páfi veifaði mannfjöldanum af svölum Péturskirkjunnar í Róm í morgun, þrátt fyrir slaka heilsu. Í ávarpi sem var lesið fyrir hans hönd fordæmdi hann gyðingahatur og harmaði ástandið á Gaza. Í ávarpi sínu fordæmdi hann gyðingahatur og ástand íbúa Gaza.

Ekki hafa allir foreldrar efni á gefa börnum sínum páskaegg. Hjálparstofnun kirkjunnar stóð fyrir söfnun, þar sem um tvöhundruð börn fengu páskaegg.

Karlalið Grindavíkur í fótbolta ætlar spila heimaleiki sína í Grindavík í sumar. Þjálfari liðsins segir það mikilvægt fyrir bæjarbúa geta hist í heimabænum og séð lið sitt spila.

Frumflutt

20. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,