Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 3. mars 2025

Vopnahléið á Gaza er í uppnámi og framhaldið óljóst. Sameinuðu þjóðirnar og Arabaríki fordæma ísraelsk stjórnvöld fyrir stöðva flutning hjálpargagna til Gaza.

Milljónatjón varð á Fiskislóð í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem sjór gekk á land. Rekstraraðili segir Faxaflóahafnir ítrekað hafa verið varaðar við veikleikum í brimgarði en ekkert aðhafst. Björgunarsveitir sinntu tugum útkalla í nótt vegna óveðursins sem gekk yfir landið.

Tuttugu og þremur af tuttugu og átta starfsmönnum sláturhússins á Blönduósi var sagt upp á föstudag. Uppsagnirnar eru sorgarfréttir fyrir samfélagið segir sveitarstjóri. Framkvæmdastjóri Kjarnafæði Norðlenska segir uppsagnirnar lið í nauðsynlegum hagræðingaraðgerðum.

Kvikmyndin Anora var sigurvegari næturinnar á Óskarsverðlaunahátíðinni. Mikey Madison var valin besta leikkonan og Adrien Brody besti karlleikarinn

Í dag er bolludagur og landsmenn belgja sig út af bollum af öllum stærðum og gerðum.

Dregið var í undanúrslit bikarkeppninnar í körfubolta í dag, bæði í karla- og kvennaflokki. Sigursælustu karlalið keppninnar voru í pottinum en hjá konunum segja óreyndari lið mæti í úrslitavikuna.

Frumflutt

3. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,