Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 13. september 2025

Hlé er á viðræðum um vopnahlé í Úkraínu, segir talsmaður stjórnvalda í Rússlandi. Hann gefur fjölmiðlum ekki upp hvort tímasetning næstu viðræðna hafi verið ákveðin.

Á bilinu 120 til 140 einstaklingum er vísað til transteymis fullorðinna á ári hverju. Heilbrigðisráðherra segir töluvert skorta á þekkingu fólks á heilbrigðsþjónustu við trans fólk.

Hert hefur verið enn frekar frelsi fólks í Norður-Kóreu. Dæmi eru um aftökur fyrir það eitt horfa á erlent sjónvarpsefni.

Formaður Landverndar segir loftslagsmarkmið ríkisstjórnarinnar sannfærandi en segir þó mikilvægt fagna ekki of snemma. Vinna þurfi hratt á skömmum tíma ef Ísland á kolefnishlutleysi árið 2040.

Ekkja íhaldssama áhrifavaldsins Chalie Kirk, sem var myrtur á miðvikudag, ávarpaði stuðningsmenn í gærkvöld. Hún hét því leyfa arfleifð hans ekki deyja út og hvatti fólk til ganga til liðs við samtökin sem hann stofnaði.

Sterkasta stelpa í heimi er áttatíu ára í ár. Af því tilefni blæs Norræna húsið til veislu í dag - og leikritið Lína Langsokkur verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu.

Heimsmeistaramótið í frjálsíþróttum hófst í Tókíó í Japan í nótt. Þrír Íslendingar keppa á mótinu í ár.

Frumflutt

13. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,