Ein af hverjum fimm unglingsstúlkum á Akureyri hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi. Þetta er á meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar. Meirihluti stúlkna í 10. bekk á landinu öllu hafa verið beðnar um að senda af sér nektarmyndir.
Innviðaráðherra vonast til að Grindvíkingar geti haldið jól í eigin húsnæði eða húsnæði sem þeir hafi yfir að ráða, óvissan sé þó enn mikil og fólk verði að vera viðbúið hverju sem er.
Háskóla- og nýsköpunarráðherra hefur ákveðið að styðja sérstaklega við kennaranám í ljósi PISA könnunarinnar. Hún vill líka hleypa fleirum að í læknis- og hjúkrunarfræði.
Ísraelar gerðu árás á hús nálægt spítala og höfuðstöðvum Rauða hálfmánans í suðurhluta Gaza í morgun og fórust nokkrir. Sameinuðu þjóðirnar segja ekki lengur hægt að veita mannúðaraðstoð í suðurhlutanum.
Allar umsagnir sem bárust um frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um slit á ÍL-sjóði eru neikvæðar. Verði sjóðnum slitið á það eftir að hafa áhrif á lífeyrisgreiðslur fjölmargra lífeyrisþega í framtíðinni.
Lögfræðingur ASÍ segir frumvarp til laga um breytingar á skráningu fólks til heimilis vera til bóta, en ekki leysa stóran vanda. Nærri fjögur þúsund einstaklingar séu skráðir í ótilgreind hús hér á landi og tvö þúsund búi í atvinnuhúsnæði.
Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny hefur blásið til herferðar gegn Pútín, og hvetur kjósendur til að kjósa alla aðra frambjóðendur en hann. Forsetakosningar verða í mars og búist við að Pútín sitji sem fastast í embætti.
Ritstjóri nýs íslensks fréttamiðils kveðst hafa trú á að hægt sé að fjármagna fjölmiðla með sölu áskrifta. Vefmiðillinn FF7 opnaði í morgun á grunni vefsins túristi punktur is.
Sjö þúsund unglingar funduðu í morgun með borgarstjóra um að skólinn byrji seinna á morgnana. Tíundubekkingar sem fréttastofa ræddi við telja að það myndi bæta námsárangur og koma öllum til góða.