Leikskólastarfsmaður, sem var handtekinn í síðustu viku, var í fyrra undir sérstöku eftirliti á Múlaborg, eftir að tilkynning um sérkennilegt háttalag hans í kringum börn barst leikskólastjóra.
Evrópusambandið hefur frestað gildistöku tolla sem leggja átti á járnblendi frá Íslandi og Noregi. Tollarnir áttu að taka gildi á morgun.
Fundar forseta Úkraínu og annara leiðtoga í Evrópu með Bandaríkjaforseta í dag, er beðið í ofvæni, en engu að síður telja fáir að bundinn verði þar endi á stríðið. Trump segir Zelensky geta lokið stríði í Úkraínu, vilji hann það, en Zelensky segir að það sé Rússa.
Norskir kafarar koma til landsins á morgun til að leita strokulaxa. Beðið er niðurstöðu erfðarannsóknar á meintum eldislöxum áður en frekari aðgerðir verða ákveðnar.
Háskólar og framhaldsskólar landsins hófust í morgun með tilheyrandi umferðarþunga.
Dagskrá Menningarnætur lýkur klukkutíma fyrr en áður. Reykjavíkurborg fór í forvarnarátak í aðdraganda hátíðarinnar.