Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 19. október 2025

Ekki hefur verið boðað til fundar í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA og því allt útlit fyrir verkfall skelli á í kvöld. Flugfélögin hafa gert ráðstafanir til þær valdi sem minnstri röskun.

Ísraelsher sakar Hamas-samtökin um brot á vopnahléssamkomulagi og forsætisráðherra Ísraels hótar hefndum. Ásakanir ganga á víxl.

Prófessor í stjórnmálafræði segir Framsókn í snúinni stöðu því augljósustu formannskostir flokksins eiga ekki sæti á Alþingi. Hann segir þó margt geta breyst fram formannskjöri í febrúar.

Níu munum úr skartgripasafni Napóleons var stolið af Louvre safninu í París, í Frakklandi, í morgun. Ránið tók sjö mínútur og virðist hafa verið þaulskipulagt.

Móðir drengs sem lést í bruna á Stuðlum í fyrra gagnrýnir ráðherra fyrir gefa í skyn íslenskar meðferðarstofnanir uppfylli staðla sem erlendar stofnanir gera ekki. Ár er í dag frá brunanum en lögregla hefur ekki enn lokið rannsókn.

Milljónir komu saman í öllum ríkjum Bandaríkjanna í gær til mótmæla konungstilburðum Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta. Hann brást við með því birta myndir af sér í konungsskrúða með hjálp gervigreindar.

Veggjalýs hafa fundist í skálum Útivistar í Básum og Ferðafélags Íslands í Þórsmörk. Skálunum hefur verið lokað og meiri háttar endurbætur hófust um helgina í Básum.

Atvinnuvegaráðherra segir ýmsa uppbyggingarmöguleika á Bakka við Húsavík, bæði hvað varðar heilsársferðaþjónustu og fiskeldi. Bættar samgöngur og aukið framboð á orku séu lykilatriði.

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta leikur í dag sinn annan leik í undankeppni EM 2026 þegar liðið mætir Portúgal ytra.

Frumflutt

19. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,