Ísraelsher gerði árásir á Rafah í nótt og drap yfir tuttugu manns. Óttast er að þetta sé undanfari allsherjarinnrásar. Herinn hefur náð landamærastöð í borginni á sitt vald, og þar með einu leiðinni til Egyptalands.
Fjármálaráðherra telur ekkert því til fyrirstöðu að seðlabankinn lækki stýrivexti á morgun. Hann segir vísbendingar um að hávaxtastefna bankans komi í veg fyrir að verðbólgan hjaðni.
Framlag Íslands í Júróvision verður flutt á fyrri undanúrslitum í Malmö í Svíþjóð í kvöld. Keppnin er umdeild vegna þátttöku Ísraela og stríðsreksturs þeirra á Gaza. Auglýsingasala á RÚV í aðdraganda keppninnar hefur verið dræm.
Landris er stöðugt í Svartsengi og enn töluverð óvissa um hvenær dregur til tíðinda. Áfram er hætta á hraunflæði í Grindavík.
Flugfélög og ríkið greinir mjög á um hvað kostar að halda úti innanlandsflugi. Stjórnarformaður Ernis og Mýflugs segir ekki koma lengur til greina að félögin niðurgreiði innanlandsflug með annarri starfsemi.
Tuttugu og þrír hafa greinst með kíghósta á árinu og líklegt að smitin verði fleiri. Kíghósti getur verið sérstaklega hættulegur ungum börnum.
Rafrænni kosningu til biskups er nýlokið og niðurstaða ætti að liggja fyrir innan stundar.