Stúlka sem lést eftir að hafa farið í sjóinn við Reynisfjöru í gær var níu ára, frá Þýskalandi. Þyrla Landhelgisgæslunnar fann hana í sjónum um tveimur klukkustundum eftir að tilkynning barst.
Hamas-samtökin hafna því að þau séu tilbúin að leggja niður vopn. Starfsmenn Rauða hálfmánans í Palestínu segja að höfuðstöðvar samtakanna á Gaza hafi verið eyðilagðar í árásum Ísraelshers í nótt.
Hitabylgjur í Evrópu hafa leitt til þess að íbúar nota loftkælingu mun meira en áður. Þetta hefur hækkað orkuverð og skapað álag á dreifikerfi.
Mikil stemning var á Þjóðhátíð í nótt og veður mun skárra en á föstudag. Hátíðarhöld gengu heilt yfir vel á landinu en nokkuð var um minni háttar líkamsárásir í gær.
Ísland er í tíunda sæti á lista yfir þau vegabréf sem veita greiðastan aðgang að öðrum löndum heims.
Heiðlóa verpti í Surtsey í ár í fyrsta sinn síðan 2009. Fjöldi fuglategunda sem verpir í eynni er með mesta móti í ár.