Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 7. janúar 2024

Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir það Vinstri grænna bregðast við áliti umboðsmanns Alþingis til matvælaráðherra sem birt var fyrir helgi. Brot matvælaráðherra séu alvarleg.

Sex létu lífið í árás Ísraelshers á Vesturbakkanum í nótt. Síðustu vikur, samhliða árásum á Gaza, hefur her ráðist inn í flóttamannabúðir í Jenín og komið hefur til átaka hersins við Palestínumenn.

Starfsfólk leikskólans Króks í Grindavík er afar óánægt með bæjaryfirvöld vegna ákvörðunar um ráða ekki allt starfsfólkið til starfa þegar bærinn tekur leikskólann yfir. Leikskólastjórinn segir starfsfólkið í áfalli.

Farið verður brenna olíu nýju á næstu vikum í fiskimjölsverksmiðjunni á Höfn í Hornafirði. Þá verður kveikt upp í nýjum olíukatli, níu árum eftir rafvæðingu verksmiðjunnar.

Björgunarsveitir í Japan fundu í gærkvöld konu á tíræðisaldri á lífi í rústum tveggja hæða húss sem hrundi í jarðskjálfta á nýársdag. Kólnað hefur í veðri á hamfarasvæðunum og leitað er í kappi við tímann.

Lögregla rannsakar eldsvoða í Kópavogi í gærkvöld. Maður gekk á milli bíla fyrir utan bílaverkstæði og kveikti í þeim.

Margir með langvinn eftirköst covid finna fyrir þreytu, vanlíðan og verkjum í langan tíma eftir hafa stundað líkamsrækt og einkennin geta komið fram eftir aðeins eina æfingu. Vísindamenn segjast vita hvers vegna.

Karlalandsliðið í handbolta mætir Austurríki á morgun í seinni vináttuleik liðanna fyrir EM. Ísland vann fyrri leikinn í gær en Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðþjálfari, segir liðið geti bætt sig fyrir átökin á EM.

Frumflutt

7. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,