Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 30. apríl 2025

Ríkislögreglustjóri segir rannsaka þurfi aðkomu lögreglumanna sem njósnuðu fyrir einn auðugasta mann landsins. Formaður nefndar um eftirlit með störfum lögreglu segir málið alvarlegt og forstjóri Persónuverndar íhugar hefja frumkvæðisrannsókn

Unglingur var handtekinn í Svíþjóð í gær, grunaður um hafa orðið þremur bana í miðborg Uppsala. Lögregla telur fleiri verði handteknir.

Landsvirkjun er talin hafa misnotað ráðandi stöðu sína á orkumarkaði og neitað afhenda tilteknum fyrirtækjum orku. ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hefur ákveðið hefja ítarlega rannsókn

Þingmenn stjórnarandstöðunnar í stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis þjörmuðu forsætisráðherra vegna erindis um Ásthildi Lóu Þórsdóttur á opnum fundi nefndarinnar í morgun.

Forstjóri Play telur ekki ástæðu til sækja aukið hlutafé í rekstur flugfélagsins. Félagið tapaði um þremur og hálfum milljarði króna á fyrstu þremur mánuðum ársins.

Frumflutt

30. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,