Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 1. september 2024

Ungmenni, sem varð fyrir hnífaárás á bæjarhátíðinni Í túninu heima í Mosfellsbæ, slasaðist ekki. Árásarmaðurinn náðist ekki og lögregla hefur ekki upplýsingar um hver hann er.

Kjósendur í tveimur sambandsríkjum Þýskalands ganga kjörborðinu í kosningum sem gætu orðið sögulegar. Harðlínu-hægri flokkurinn Alternative fur Deutschland gæti orðið stærsti flokkurinn í Thuringen og næst stærstur í Saxlandi.

Stjórnmálafræðingur segir ræðu Bjarna Benediktssonar á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær hafa verið varnarræðu. Þá hafi forsætisráðherrann opnað á það í fyrsta sinn hann muni hugsanlega ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður.

Nýr biskup verður vígður í Hallgrímskirkju í dag. Fjölmargir taka þátt í vígslunni sem verður í beinni útsendingu á RÚV.

Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar falla hver af annarri úr gildi í dag, þær síðustu síðdegis. Næsta lægð er þó væntanleg á fimmtudag. Gosmengun er ekki eins mikil og síðustu daga.

Átakið Gulur september var opnað í ráðhúsi Reykjavíkur í hádeginu. Það er vitundarvakning um geðrækt og sjálfsvígsforvarnir og í ár er sérstök áhersla á geðrækt í skólum.

Már Gunnarsson og Thelma Björg Björnsdóttir, sundfólk, komust bæði í úrslit í sínum greinum á Ólympíumótinu í París í morgun. Úrslitin verða síðdegis í dag.

Frumflutt

1. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,