Forsætisráðherra flytur Alþingi í dag yfirlýsingu ríkisstjórnar sinnar þar sem stefna stjórnarflokkanna verður áréttuð og rædd. Formaður Flokks fólksins undirbýr vantrauststillögu á ríkisstjórnina alla.
Leysa þarf úr deilum um fjármögnun þjónustu við fatlað fólk, að mati formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga. Um tvö hundruð ungir fatlaðir einstaklingar eru á hjúkrunarheimilum vegna úrræðaleysis.
Neyðarástand er enn í suðurhluta Rússlands vegna mikilla flóða. Þúsundir hafa hrakist að heiman. Sjaldgæf mótmæli gegn stjórnvöldum brutust út fyrr í vikunni.
Norrænir fjölmiðlar hafa tekið tugi greina eftir danskan blaðamann úr birtingu vegna rangfærslna og ritstuldar. Jótlandspósturinn krefur hann um skaðabætur.
Stór vettvangur til að kynna og spila íslenska tónlist er horfinn í bili. Þar sem ekki er hægt að spila íslenska tónlist sem heyrir undir Öldu music á samfélagsmiðlinum Tiktok.
Starfsmaður nýlistasafns í München í Þýskalandi var rekinn fyrir að setja eigið verk á sýningu.
Forsetahjónin heimsóttu Grindavík í morgun á 50 ára kaupstaðarafmæli. Forseti segir Grindvíkinga kjarkmikla en raunsæja um leið.