Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 3. apríl 2025

Víðtækir tollar sem Bandaríkjaforseti kynnti í gær, eiga eftir hafa mikil áhrif á viðskipti um allan heim. Lagður verður 10 prósenta tollur á Ísland, en 20% á Evrópusambandið. Leiðtogar aðildarríkja þess hafa einn af öðrum lýst yfir vonbrigðum með ákvörðun Trumps. Fjármálaráðherra segir ekki liggja fyrir hvort Ísland svari með hefndartollum.

Nýr sigdalur hefur myndast yfir kvikuganginum á Reykjanesskaga við Litla Skógfell. Kvika er á aðeins eins kílómetra dýpi en ólíklegt hún nái upp á yfirborð. Nýjar gervitunglamyndir sýna kvikugangurinn náði ekki eins nálægt Reykjanesbraut og jarðskjálftar höfðu gefið til kynna.

Skiptastjóri iðnaðarfyrirtæksins Kamba segir reynt verði halda áfram starfsemi, þrátt fyrir eigendur hafi sóst eftir gjaldþrotaskiptum.

Ungur karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Honum er gert sök hafa stungið mann minnst fjórum sinnum á Akureyri í fyrrasumar.

Vestfirðir lenda á milli í pólitískum hráskinnaleik ríkisins og stórútgerðarinnar segir formaður Fjórðungssambands Vestfjarða. Hækkun veiði- og fiskeldisgjalds, og innviðagjald á skemmtiferðaskip, séu Vestfjarðaskattar,

Frumflutt

3. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,