Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 6. febrúar 2025

Björgunarsveitir um allt land hafa sinnt mörg hundruð útköllum í óveðrinu síðasta sólahringinn. Miklar truflanir hafa orðið á rafmagni. Innanlandsflug hefur legið niðri og vegum hefur verið lokað.

Stöðfirðingar segjast aldrei hafa upplifað veður eins og það sem var í nótt. Vindhraði fór upp í 57 metra á sekúndu í hviðum og talið er foktjón hlaupi á tugum milljóna króna.

Árásarmaðurinn í Örebro í Svíþjóð fannst látinn með þrjú skotvopn sér við hlið á vettvangi árásarinnar á þriðjudag. Sýrlenskir ríkisborgarar voru á meðal þeirra tíu sem hann myrti.

Borgarfulltrúar Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar taka ekki undir fullyrðingar borgarstjóra um það hrikti í meirihlutasamstarfinu í borginni vegna Reykjavíkurflugvallar

Innanhússtillaga ríkissáttasemjara er enn á borðinu í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög. Ekkert formlegt tilboð er til umræðu, áfram verður fundað í dag.

Lilja Ingólfsdóttir kvikmyndaleikstjóri hlaut í gær hæfileikaverðlaun Nordisk Film fyrir myndina Elskling.

Heimsmeistaramótið í alpagreinum í Austurríki byrjaði í dag. Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir keppti í risasvigi en kláraði ekki keppni.

Frumflutt

6. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,