Þjóðarleiðtogar í Evrópu segja nauðsynlegt að Úkraínumenn séu með í ráðum þegar framtíð þeirra er rædd. Leiðtogarnir minna á mikilvægi þess að alþjóðlega viðurkennd landamæri séu virt.
Fyrrverandi forstjóri Skipulagsstofnunar gagnrýnir fyrirhugaða sameiningu Skipulagsstofnunar og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og hefur áhyggjur af því að skipulagsmál fái með þessu minni athygli í stjórnkerfinu. Sameiningaráformin eru til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.
Slökkviliðið á Akranesi hefur ráðið niðurlögum elds sem kviknaði í húsi í miðbæ Akraness fyrir hádegi. Engum varð meint af.
Búast má við allt að 45 stiga hita í Frakklandi og Spáni á morgun. Veðurfræðingur segir skýringuna klárlega loftslagsbreytingar.
Enginn leitaði á bráðadeild Landspítalans síðastliðinn sólarhring vegna ofbeldis tengt skemmtanalífinu. Þetta er óvanalegt eftir laugardagskvöld, að sögn yfirlæknis bráðadeildar, en enn gleðilegra því tugþúsundir voru í miðborginni í gær að fagna fjölbreytileikanum.
Undanfarinn mánuð hefur verið mikið um rottu-umgang á höfuðborgarsvæðinu að sögn meindýraeyðis. Mestmegnis séu þetta tilkynningar frá iðnaðarhverfum, en þó beri eitthvað á rottum inni hjá íbúum.
Verkefni Þjóðskjalasafns Íslands verða umfangsmeiri eftir lokun Borgarskjalasafns og Héraðsskjalasafns Kópavogs. Ljóst er að núverandi húsnæði safnsins dugir starfseminni ekki mikið lengur og það verður að flytja sig um set.
Kolþerna, fugl sem er náskyldur kríu nema svartur að lit, hefur skotið upp kollinum á Ströndum. Kolþerna er algengur flækingur en kemur ekki hingað á hverju ári.
Íslandsmeistarar verða krýndir í golfi í dag. Fjórði og síðasti hringur Íslandsmótsins er leikinn á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði í dag.