Þrjú börn liggja enn á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar á leikskóla fyrir viku og er eitt þeirra í öndunarvél. Mörg önnur sem sýktust þurfa að mæta nær daglega á spítalann í meðferð.
Kemi Badenoch er nýr leiðtogi Íhaldsflokksins í Bretlandi. Hún tekur við af Rishi Sunak sem sagði af sér eftir ósigur flokksins í þingkosningum í sumar.
Dómsmálaráðherra segir engan siðferðislegan mun á svokölluðum fit-to-fly læknisvottorðum og almennum læknisvottorðum. Hún segist ekki skilja afstöðu lækna, sem segja slík vottorð stríða gegn siðareglum og mannréttindasáttmálanum.
Prófessor í stjórnmálafræði telur að formaður Framsóknarflokksins hafi slegið nýjan tón í umræðum um útlendingamál þegar leiðtogar stjórnmálaflokka mættust í sjónvarpssal í gær. Með þessu vilji hann skilja sig frá málflutningi Miðflokks og Sjálfstæðismanna.
Allir íbúar Norður-Gaza eru í lífshættu og Ísrael þarf að hætta árásum á starfsfólk hjálparsamtaka. Þetta kemur fram í ákalli yfirmanna allra helstu stofnanna Sameinuðu þjóðanna.
Frambjóðendur Demókrata og Repúblikana keppast nú við að hvetja fólk á kjörstað á þriðjudaginn. Þau Kamala Harris og Donald Trump koma fram á samtals um tuttugu viðburðum í dag og næstu daga, nánast eingöngu í ríkjunum sjö þar sem úrslitin ráðast.
Kaldur október er að baki. Á nokkrum veðurstöðvum á landinu mældist lægsti meðalvindur á öldinni.