Karlmaður sem ákærður er í stærsta kókaínsmyglmáli Íslandssögunnar segist hvorki þekkja þá sem dæmdir hafa verið í málinu né vita hvers vegna ýmis gögn tengja hann við þá.
Um sjö hundruð grískir slökkviliðsmenn berjast við skógarelda sem ógna bæjum nálægt Aþenu, höfuðborg Grikklands. Þúsundir íbúa hafa þurft að yfirgefa heimili sín, og sjúkrahús hafa verið rýmd.
Rússnesk stjórnvöld hafa skipað enn fleiri íbúum landamærahéraða við Úkraínu að yfirgefa heimili sín, eftir að Úkraínuher víkkaði út gagnsókn sína yfir landamærin. Næstum hundrað þúsund manns hefur verið sagt að flýja.
Skjálftavirkni við Sundhnúks-gígaröðina eykst enn og búist er við eldgosi. Jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að svo virðist sem að með hverjum atburði lengist tíminn milli gosa.
Venesúelabúar hér á landi kvíða því að vera sendir til baka, segir teymisstjóri hjá Rauða krossinum. Þótt fólkið fari sjálfviljugt sé það vegna þess að eigi engra annarra kosta völ.
Lítið vatn er í miðlunarlónum Landsvirkjunar og staðan lakari en í fyrra. Kaupendur á ótryggri raforku mega búast við áframhaldandi skerðingu í vetur.
Þórkatla hefur keypt fasteignir í Grindavík fyrir 65 milljarða króna.