Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 13. nóvember 2025

Örlög tillögu um Ísland og Noregur fái ekki undanþágu frá verndartollum Evrópusambandsins ráðast sennilega á morgun . Utanríkisþjónustan leggur allt kapp á tala við aðildarríki ESB.

Forstjóri Elkem-Íslands segir mikla óvissu um áhrif ákvörðunar ESB. Í versta falli þurfi draga úr framleiðslu ef Ísland fær ekki undanþágu frá tollunum.

Fulltrúi Sjálfstæðisflokks í utanríkismálanefnd segir kolröng skilaboð skrifa undir fyrirhugaða samstarfsyfirlýsingu við Evrópusambandið í varnarmálum á meðan sambandið brjóti gegn EES-samningnum.

Framkvæmdastjóri samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu segir stjórnvöld og sveitarfélögin þurfa komast samkomulagi um hvernig eigi skipta. allt 14 milljarða króna kostnaðaraukningu vegna lögfestingar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Bandaríska fulltrúadeildin greiðir í næstu viku atkvæði um frumvarp um birtingu allra skjala sem tengjast máli barnaníðingsins Jeffreys Epstein. Auk þess þarf samþykki öldungadeildarinnar.

Menningarráðherra skoðar herða viðurlög við dreifingu ólöglegra efnisveitna. Almenningur þurfi átta sig á því efni geti verið illa fengið.

Dyngjujöklull í norðanverðum Vatnajökli hefur hlaupið fram. Það gerðist síðast um aldamótin. Framhlaupið tengist ekki eldsumbrotum. Ekki ætti vera á ferð á jöklinum.

Frumflutt

13. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,