Margt er jákvætt í aðgerðum ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum en ráðast þarf betur að rót vandans að mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Fasteignasalar fagna því að óvissu um ráðstöfun séreignarsparnaðar sé eytt.
Spáð er norðaustan hvassviðri eða stormi á morgun og hefur gefin út gul viðvörun fyrir stóran hluta landsins. Hætt er við að glerhált verði á mörgum vegum þegar hlýnar í nótt og á morgun.
Bandaríkjaforseti segir fund með forseta Kína hafa gengið afar vel. Bandaríkin ætli að lækka tolla á Kína sem ætli að aflétta takmörkunum á útflutningi á dýrmætum málmi.
Enginn fundur er boðaður í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og félags flugumferðarstjóra, sem hefur ekki ákveðið hvort boðuð verði fleiri verkföll.
Hrina svikahringinga úr leyninúmerum hefur gengið yfir síðustu daga. Netöryggissérfræðingur segir að fólk þurfi ekki að óttast þótt það svari í símann, en markmið svikahrappanna sé að komast yfir upplýsingar.
Marga mánuði gæti tekið að mynda ríkisstjórn í Hollandi, eftir þingkosningar í gær. Úrslitin eru áfall fyrir Frelsisflokk harðlínu-hægri mannsins Geerts Wilders, sem tapar sennilega ellefu þingsætum.
Ísland leikur áfram í A-deild í undankeppni HM kvenna í fótbolta 2027.