Kennara samþykktu í atkvæðagreiðslu sem lauk á hádegi nýgerða kjarasamninga við ríki og sveitarfélög.
Bandaríkjaforseti hefur stöðvað alla hernaðaraðstoð til Úkraínu og ætlar þannig að þvinga fram viðræður um vopnahlé. Alþjóðlegt tollastríð er í uppsiglingu eftir að Bandaríkjastjórn hækkaði tolla á Kanada, Kína og Mexíkó.
Icelandair ætlar að hætta áætlunarflugi til Ísafjarðar á næsta ári. Formaður bæjarráðs segir flugið nauðsynlegt. Samgönguráðherra vill skoða innanlandsflug í heild.
Talsvert tjón varð á hafnarmannvirkjum og íbúðarhúsnæði í Sandgerði vegna ofsaveðurs sem gekk yfir landið um helgina.
Tillögur um hagræðingu í ríkisrekstri verða kynntar í dag.
Veitingamaður á Vitanum á Akureyri reiknar með yfir þúsund gestum í sprengidagsmat í hádeginu þar sem boðið verður upp á saltkjöt í tilefni dagsins.