Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Ítrekað hefur verið ráðist að orkuinnviðum í Evrópu undanfarin ár, ekki bara í tengslum við stríðið í Úkraínu. Skemmdarverk hafa líka aukist á Norðurlöndunum. Náttúruhamfarir hafa haft mikil áhrif hér á landi. Öryggi ómissandi innviða hér á landi og hvernig þau mál standa voru til umræðu þegar Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra Veitna og stjórnarformaður Samorku, kom á Morgunvaktina.
Arthúr Björgvin Bollason var á sínum stað. Hann ræddi við Auðun Atlason, sendiherra Íslands í Þýskalandi, um Konrad Adenauer, fyrsta kanslara Sambandslýðveldisins þýska. 150 ár voru í síðustu viku liðin frá fæðingu hans.
Hálf öld er í dag síðan jarðskjálftinn mikli varð á Kópaskeri: Kópaskersskjálftinn. Mikið tjón varð á húsum og innviðum, og fólk þurfti að yfirgefa bæinn í flýti. Lovísa Óladóttir frá Kópaskeri rifjaði upp 13. janúar 1976 og dagana á eftir.
Tónlist:
Finnur Bjarnason, Gerrit Schuil - Liederkreis op. 25 : Berg und Burgen schau'n herunter.
Markéta Irglová - Vegurinn heim.

07:30

08:30

Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Samtalið fræðsla er ekki hræðsla er forvarnarverkefni með það að markmiði að efla fræðslu og forvarnir gegn ofbeldi og vanrækslu barna. Verkefnið nær til barna, starfsfólks skóla og frístundastarfs, uppalenda og allra áhugasamra sem vilja bæta framtíð barna. Arnrún María Magnúsdóttir leikskólakennari hefur mótað og þróað verkefnið frá aldamótum, en það hefur hlotið fjölda tilnefninga til foreldraverðlauna Heimilis og skóla undanfarin ár. Við fengum Arnrúnu Maríu til að segja okkur betur frá því í þættinum.
Krossgátur eru fyrirbæri sem kom fram á 19.öld og þær urðu gríðarlega vinsælar á þriðja áratug síðustu aldar, í bókaformi, tímaritum og dagblöðum. Krossgátur hafa einnig verið vinsælar hér á landi lengi og við rákum augun í eina slíka í Skessuhorni, fréttaveitu Vesturlands og í texta við hana stóð að hún væri eftir Einar G. Pálsson í Borgarnesi, þetta var hans fyrsta krossgáta en hann var sem sagt að taka við af Erlu Guðmundsdóttur sem hafði samið krossgátur í Skessuhorn frá því þær birtust fyrst þar. Einar átti erindi í höfuðborgina í dag og við nýttum tækifærið og fengum hann til að segja okkur aðeins frá krossgátuáhuga sínum og því að semja krossgötur.
Og svo í lokin var það fyrsta Heilsuvakt ársins með Helgu Arnardóttur. Við heyrðum sögu Júlíu Þorvaldsdóttur í síðustu Heilsuvakt ársins 2025 þar sem hún sagði frá þrekraun sinni þegar hún keppti í hálfum járnkarli (eða þríþraut) í Portúgal í fyrra. Þar hjólaði hún 90 km, hljóp hálft maraþon og synti 1,9 kílómetra. Við heyrðu í dag seinni hluta vitalsins við Júlíú, í honum segir hún frá undirbúningnum fyrir svona líkamlegt afrek og hvernig hún hefur umbylt lífi sínu að nánast öllu leyti og byrjað fyrir alvöru að gera hreyfingu að stórum hluta í sínu lífi. Júlía þjáist einnig af miklu svefnleysi og hefur gert í nánast aldarfjórðung en segir hreyfingu breyta allri sinni líðan og svefnheilsu.
Tónlist í þættinum:
Bíldudals grænar baunir / Baggalútur (Valgeir Guðjónsson)
Enginn eins og þú / Mannakorn (Magnús Eiríksson)
Tico Tico / Les Baxter (Les Baxter)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Yfirlit hádegisfrétta kl. 12 virka daga.
Útvarpsfréttir.
Eldur kom ítrekað upp í leikmunageymslu í Gufunesi sem brann í gærkvöld. Lögregla rannsakar vettvanginn. Skemman var í eigu Reykjavíkurborgar, sem segist enga ábyrgð bera á ástandi hússins. Bruninn gæti haft áhrif á kvikmyndagerð hér á landi.
Talið er að þúsundir manna hafi verið drepnir í mótmælum í Íran, sem geisa enn. Sérfræðingur í sögu Mið-Austurlanda segir klerkastjórnina veikari en nokkru sinni.
Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi íslenska ríkið brotlegt gegn konu sem höfðaði mál á grundvelli óréttlátrar málsmeðferðar á kynferðisbrotamáli. Ríkið var sýknað í málum fjögurra annarra kvenna.
Stjórnmálaskýrandi DR býst við að spenna eigi eftir að ríkja á fundi óttast erfiðan fund utanríkisráðherra Danmerkur, Grænlands og Bandaríkjanna á morgun. Varaforseti Bandaríkjanna verður líka á fundinum.
Rannsókn á bruna í íbúð á Hjarðarhaga í Reykjavík í fyrra leiddi í ljós að kveikt var í. Enginn verður sóttur til saka því sá sem er grunaður um íkveikju lést í eldsvoðanum.
Betri útbúnaður björgunarsveita, endurnýjun ljósleiðara og Hvalárvirkjun væru álitlegir kostir fyrir uppbyggingu varnarinnviða á Vestfjörðum. Formaður fjórðungssambands Vestfjarða segir áfallaþol samfélagsins mikilvægara en loftvarnarbyrgi, ekki síst í ljósi fjölþáttaógna.
Draumur Marine Le Pen um að verða forseti Frakklands veltur á niðurstöðu áfrýjunardómstóls sem tók til starfa í París í dag. Le Pen sækist eftir því að ógilda dóm frá því í fyrra, sem fól í sér fimm ára bann við framboði í opinbert embætti.
Englendingurinn Michael Carrick stýrir Manchester United út tímabilið. Hann hefur áður sinnt sama hlutverki en þá í einungis þremur leikjum.
Daglegur þáttur um stór og lítil fréttamál í umsjón Inga Freys Vilhjámssonar og Ingvars Þórs Björnssonar.
Eftir að bandaríski herinn gerði loftárás á höfuðborg Venesúela og handtók einræðisherrann Nicolas Maduro hefur skapast ákveðin óvissa um hver það er sem fer með völdin í landinu. Stýrir eftirmaður Maduros, Delcy Rodriguez, Venesúela eða Donald Trump Bandaríkjaforseti?
Yfirvöld í Caracas handtóku blaðamenn í kjölfar árásarinnar og stöðvuðu fólk á götum úti til að skoða símana þeirra og athuga hvort það hefði lýst yfir velþóknun á handtöku Maduros. Á sama tíma hafa yfirvöld í landinu sleppt pólitískum föngum og andstæðingum stjórnarinnar í Caracas úr fangelsi.
Orðin sem hafa verið notuð til að lýsa ástandinu í landinu eru meðal annars mótsagnir og mótsagnakennt af því að ákvarðanir sem hafa verið teknar eru þess eðlis. Hvað er eiginlega í gangi þarna og stefnir landið í lýðræðisrátt?
Rætt er við Vensúelabúa á sextugsaldri sem býr í olíuborginni Maracaibo í Vesturhluta Venesúela um stöðuna í landinu. Einnig er rætt sögukennarann Stefán Ásgeir Guðmundsson sem hefur verið fararstjóri á Kúbu í 20 ár.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Surtseyjarfélagið gaf nýverið út ritið Surtsey Research í sextánda sinn. Ritið er safn vísindagreina um eyna, jarðfræði hennar og lífríki. Tíu manna handvalinn hópur heimsækir Surtsey í júlí ár hvert og sinnir þar rannsóknum sem síðar rata í ritið.
Í þætti dagsins spjöllum við við Hólmfríði Sigurðardóttur formann Surtseyjarfélagsins og Bjarna Diðrik Sigurðsson ritstjóra Surtsey Research og gjaldkera félagsins.
Og í lok þáttar ræðir Páll Líndal vellíðan og farsældarhyggju í sínum reglubundna pistli. En við byrjum á Surtseyjarrannsóknum.
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Áfram er gluggað í magnaða frásögn skáldsins Bólu-Hjálmars um ævi Höskuldar Jónssonar bónda og sjómanns sem bjó á Siglufirði og í nágrannasveitum á fyrri hluta 19. aldar. Eftir miklar raunir sem fjölskylda hans lenti í vegna snjóflóða tekur almenn lífsbarátta við, en stundum þarf Höskuldur ekki síður að hafa áhyggjur af nágrönnum sínum en náttúruöflunum.

Útvarpsfréttir.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Saga múslima á Íberíuskaga spannar níu aldir, en lauk árið 1614 þegar hundruð þúsunda múslima höfðu verið flutt nauðungaflutningum frá Spáni. Áhrif þessa tíma má sjá um gervallann skagann, bæði á Spáni og í Portúgal, en þrátt fyrir það hefur ekki alltaf ríkt sátt um umfang þessara áhrifa eða þýðingu. Nýlega kom út hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur smáritið Al-andalus, saga múslima á Íberíuskaga. Höfundur bókarinnar, Þórir Jónsson Hraundal, lektor í Mið-Austurlandafræðum og arabísku við Háskóla Íslands, er gestur þáttar. Einnig heimsækjum við Listamenn gallerí við Skúlagötu til að ræða við myndlistarmanninn Helga Hjaltalín um einkasýningu hans, Skuggi sem mælieining. Þar fer Helgi í hugmyndaferðalag um hernumin svæði Evrópu, trúarbrögð, allskonar elda og stórkarlalegan hugsunarhátt.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Una Þorleifsdóttir var í hópi þeirra sem kom á fót nýju BA-námi í sviðslistum sem hét þá fræði og framkvæmd, en heitir í dag sviðshöfundabraut. Á morgun verður kynnt nýtt meistarnám í sviðslistum í Listaháskólanum og að því tilefni kom Una og ræddi sviðslistir, nám og samfélagslegt mikilvægi sviðslistaverka.
Þórir Baldursson, tónlistarmaður, hefur unnið með fjölda þekktra tónlistarmanna. Hann á sér merkilega sögu sem Jóhann Sigmarsson sá að tilefni var til að segja í heimildarmynd. Sú mynd hefur litið dagsins ljós og heitir Maðurinn sem elskar tónlist. Jóhann og Þórir ræða við Jóhannes Bjarka.
Fréttir
Fréttir
Grænland stendur á eigin fótum og vill ekki vera hluti af Bandaríkjunum. Danmörk og Grænland ganga sameinuð á fund Bandaríkjanna á morgun.
Vorþing hefst á morgun. Samgönguáætlun er í forgangi segir forsætisráðherra.
Fiskimjölsverksmiðjur landsins nota flestar rafmagn í ár í stað olíu, sem stórminnkar losun frá bræðslunum. Formaður Félags fiskimjölsframleiðenda segir þó öfugsnúið að rafmagn til verksmiðjunnar í Eyjum sé verðlagt út af markaðnum með háum flutningsgjöldum.
Fimm ár eru í dag síðan Guðmundur Felix Grétarsson fékk grædda á sig nýja handleggi í aðgerð sem markaði tímamót í læknavísindum. Guðmundur segir síðustu fimm ár hafa verið baráttu - en vel þess virði.
Óvenju þurrt hefur verið í höfuðborginni fyrstu daga ársins. Veðurfræðingur segir mögulegt að fyrri helmingur janúar verði sá þurrasti í Reykjavík í 90 ár.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Magnús Þorkell Bernharðsson prófessor og sérfræðingur í málefnum Miðausturlanda segir líkurnar á falli klerkastjórnarinnar í Íran meiri en oft áður. Umfang mannskæðra mótmæla undanfarna daga koma honum verulega á óvart og viðbrögð stjórnvalda líka. Þau hafi vissulega verið mjög hörð, segir hann, en ekki jafn skjót og ákveðin og oft áður.
VIð stöndum í miðju stormsins sagði Jens-Frederik Nielsen formaður grænlensku landsstjórnarinnar, með Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur sér við hlið á blaðamannafundi þar sem enn var ítrekað að Grænland væri ekki falt. Stormbálið sem geisar vegna yfirlýsinga og ásælni Bandaríkjanna í Grænland snerist ekki aðeins um eyjuna sjálfa heldur um skipan heimsmála og ef hún félli þá stæði Grænland og heimurinn frammi fyrir ögrun sem yrði erfitt að mæta.
Samtök um karlaathvarf voru í hópi þeirra sem fengu milljóna styrk frá þáverandi félags-og húsnæðismálaráðherra í lok nóvember þrátt fyrir að matsnefnd hefði talið að þau væru ekki réttu aðilarnir.

Nokkur vel valin lög

frá Veðurstofu Íslands
Tónleikur er þáttur um tónlistarstefnur og tónlistarfræði, tónlistarmenn, tónskáld og tónlistarflytjendur.
Umsjón: Ingibjörg Eyþórsdóttir
Áður á dagskrá veturinn 2008-2009
Í þessum þætti verður leikin tónlist sem er vel til þess fallin að veita birtu og yl í hjörtu og líkama hlustenda, tangóar og tónlist ættuð frá ýmsum heimshornum verður leikin, flytjendur eru Astor Piassolla og kvintett hans, og Kronos kvartettinn.
Tónlistarhljóðrit frá ýmsum tímum úr safni útvarpsins
Tónlistarhljóðrit frá ýmsum tímum úr safni útvarpsins
Tónlistin í þættinum:
I. þáttur: Adagio sostenuto - Presto úr Sónötu op. 47 nr. 9 (Kreutzer sónötunni) eftir Ludwig van Beethoven. Sif Margrét Tulinius leikur á fiðlu og Richard Simm á píanó. Upptaka fór fram í Salnum í Kópavogi í júlí 2025
Konsert fyrir selló og hljómsveit (1983) eftir Jón Nordal.
Bryndís Halla Gylfadóttir leikur á selló. Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur með undir stjórn Petri Sakari. Hljóðritun gerð á vegum Ríkisútvarpsins 2009.
Grafskrift eftir Eirík Stephensen.
Flytjendur eru Asbjørn Bruun, Emil Friðfinnsson, Maximilian Riefellner og Stefán Jón Bernharðsson sem leika á horn; og á básúnur leika: David Bobroff, Jón Arnar Einarsson og Sigurður Þorbergsson. Stjórnandi er Högni Egilsson.
Heiti plötu: Eirrek (2025)
An Die Musik, D 547 eftir Franz Schubert. Textinn er úr ljóði eftir Franz von Schober. Jóna G. Kolbrúnardóttir sópran syngur, Ástríður Alda Sigurðardóttir leikur á píanó. Hljóðritun gerð á ljóðatónleikum í Hannesarholti 2025 sem báru yfirskriftina Draumsýn.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Surtseyjarfélagið gaf nýverið út ritið Surtsey Research í sextánda sinn. Ritið er safn vísindagreina um eyna, jarðfræði hennar og lífríki. Tíu manna handvalinn hópur heimsækir Surtsey í júlí ár hvert og sinnir þar rannsóknum sem síðar rata í ritið.
Í þætti dagsins spjöllum við við Hólmfríði Sigurðardóttur formann Surtseyjarfélagsins og Bjarna Diðrik Sigurðsson ritstjóra Surtsey Research og gjaldkera félagsins.
Og í lok þáttar ræðir Páll Líndal vellíðan og farsældarhyggju í sínum reglubundna pistli. En við byrjum á Surtseyjarrannsóknum.

frá Veðurstofu Íslands
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Samtalið fræðsla er ekki hræðsla er forvarnarverkefni með það að markmiði að efla fræðslu og forvarnir gegn ofbeldi og vanrækslu barna. Verkefnið nær til barna, starfsfólks skóla og frístundastarfs, uppalenda og allra áhugasamra sem vilja bæta framtíð barna. Arnrún María Magnúsdóttir leikskólakennari hefur mótað og þróað verkefnið frá aldamótum, en það hefur hlotið fjölda tilnefninga til foreldraverðlauna Heimilis og skóla undanfarin ár. Við fengum Arnrúnu Maríu til að segja okkur betur frá því í þættinum.
Krossgátur eru fyrirbæri sem kom fram á 19.öld og þær urðu gríðarlega vinsælar á þriðja áratug síðustu aldar, í bókaformi, tímaritum og dagblöðum. Krossgátur hafa einnig verið vinsælar hér á landi lengi og við rákum augun í eina slíka í Skessuhorni, fréttaveitu Vesturlands og í texta við hana stóð að hún væri eftir Einar G. Pálsson í Borgarnesi, þetta var hans fyrsta krossgáta en hann var sem sagt að taka við af Erlu Guðmundsdóttur sem hafði samið krossgátur í Skessuhorn frá því þær birtust fyrst þar. Einar átti erindi í höfuðborgina í dag og við nýttum tækifærið og fengum hann til að segja okkur aðeins frá krossgátuáhuga sínum og því að semja krossgötur.
Og svo í lokin var það fyrsta Heilsuvakt ársins með Helgu Arnardóttur. Við heyrðum sögu Júlíu Þorvaldsdóttur í síðustu Heilsuvakt ársins 2025 þar sem hún sagði frá þrekraun sinni þegar hún keppti í hálfum járnkarli (eða þríþraut) í Portúgal í fyrra. Þar hjólaði hún 90 km, hljóp hálft maraþon og synti 1,9 kílómetra. Við heyrðu í dag seinni hluta vitalsins við Júlíú, í honum segir hún frá undirbúningnum fyrir svona líkamlegt afrek og hvernig hún hefur umbylt lífi sínu að nánast öllu leyti og byrjað fyrir alvöru að gera hreyfingu að stórum hluta í sínu lífi. Júlía þjáist einnig af miklu svefnleysi og hefur gert í nánast aldarfjórðung en segir hreyfingu breyta allri sinni líðan og svefnheilsu.
Tónlist í þættinum:
Bíldudals grænar baunir / Baggalútur (Valgeir Guðjónsson)
Enginn eins og þú / Mannakorn (Magnús Eiríksson)
Tico Tico / Les Baxter (Les Baxter)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Una Þorleifsdóttir var í hópi þeirra sem kom á fót nýju BA-námi í sviðslistum sem hét þá fræði og framkvæmd, en heitir í dag sviðshöfundabraut. Á morgun verður kynnt nýtt meistarnám í sviðslistum í Listaháskólanum og að því tilefni kom Una og ræddi sviðslistir, nám og samfélagslegt mikilvægi sviðslistaverka.
Þórir Baldursson, tónlistarmaður, hefur unnið með fjölda þekktra tónlistarmanna. Hann á sér merkilega sögu sem Jóhann Sigmarsson sá að tilefni var til að segja í heimildarmynd. Sú mynd hefur litið dagsins ljós og heitir Maðurinn sem elskar tónlist. Jóhann og Þórir ræða við Jóhannes Bjarka.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Guðrún Dís Emilsdóttir og Atli Fannar Bjarkason.
Í dag fer fram ráðstefnan Framtíðin er heima – mikilvæg skref fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu. Á meðal fyrirlesara eru Helga Dagný Sigurjónsdóttir hjá Icepharma Velferð og fjallar hún um mismunandi lausnir til að aðstoða fólk heima og hvernig er hægt að gera fólki kleift að búa lengur heima með velferðartækni. En hvar standa Íslendingar í fjarheilbrigðislausnum miðað við til dæmis hin Norðurlöndin? Gætum við gert meira heima? Helga Dagný kíkti í Morgunútvarpið.
Það styttist í sveitarstjórnakosningarnar og það má gera ráð fyrir því að samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu verði eitt af stóru málunum á suðvesturhorni landsins í aðdraganda kosninga. Geir Finnson fyrrum varaborgarfulltrúi ritað áhugaverða grein sem birtist á Vísi í gær þar sem hann biðlaði til frambjóðenda þvert á flokka að sýna kjósendum þá virðingu að taka mið af greiningarvinnu séfræðinga í sínum málflutningi í stað þess að ala á reiði og ótta. Geir kom til okkar og ræddi málin.
Í Morgunútvarpinu í gær viðraði Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, yfirlæknir heilsugæslu á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, áhyggjur af því að ný tungumálastefna Landspítalans sé ekki nægilega vel útfærð. Á Landspítalanum er stefnan hins vegar sögð bæði vel hugsuð og vel útfærð. Hún á ekki að útiloka ráðningar á erlndum læknum og setur þær skyldur á starfsemina að útvega starfsfólki góða íslenskukennslu. Ólafur Skúlason, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, er maðurinn á bakvið stefnuna og hann kom til okkar.
Í síðustu viku bárust þær fréttir að Hafþór Júlíus Björnsson ætli að taka þátt í hinum svokölluðu steraleikum, sem fara fram í Las Vegas í Bandaríkjunum í vor. Á Steraleikunum eru engin lyfjapróf en þar keppa íþróttamenn sem nota árangursbætandi efni fyrir opnum tjöldum í ýmsum íþróttagreinum. Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands, segir ýmislegt bogið við mótið og hann mætti í spjall.
Reykjavíkurborg auglýsti á dögunum eftir sérfræðingi í viðverustjórnun og á hann að vera hluti af teymi sem vinnur að lægra veikindahlutfalli í borginni. Starfsfólk Reykjavíkurborgar hefur tekið fleiri veikindadaga siðustu þrjú ár en árin á undan. Auglýsingin vakti athygli meðal annars Snorra Mássonar varaformanns Miðflokksins sem gerði grín að því að þegar allir væru hættir að mæta í vinnunna þá væri það eina í stöðunni að ráða inn nýjan starfsmann og það sérfræðing. En hvað gerir sérfræðingur í viðverustjórnun ? Mental ráðgjöf hefur boðið stjórnendum upp á sækja námskeið í viðverustjórnun og Hilja Guðmundsdóttir sem þar starfar kom til okkar á eftir og fræddi okkur um það.
Nú fyrir helgi ræddum við við Stefán Brodda Guðjónsson sveitarstjóra Borgarbyggðar. Ástæðan var langtímabúseta flóttafólks á Bifröst en í upphafi Úkraínustríðsins var gerður samningur milli ríkisins, sveitarfélagsins og Háskólans á Bifröst um að koma á fót móttökustöð fyrir flóttamenn sem vara átti í þrjá mánuði. Skammtímaúrræðið er orðið að langtímaúrræði og viðraði Stefán Broddi áhyggjur sínar af fólkinu sem þarna býr og þá sérstaklega áhyggjur sínar af öllum þeim fjölda barna sem þar dvelur. Börnin hafi lítið við að vera og ná ekki að tengjast jafnöldrum sínum og aðlagast íslensku samfélagi. En hver er staða þessara barna og hver eru réttindi þeirra. Salvör Nordal umboðsmaður barna kom til okkar.

07:30

08:30
Létt spjall og lögin við vinnuna.
Afmælisbörn dagsins voru Suggs úr Madness og Wayne Coyne úr The Flaming Lips, GDRN Tómas R eiga plötu vikunnar, nýtt frá Hjálmum og hlustendur völdu lönd og borgir sem Þriðjudagsþemað, útkoman var auðvitað gasaleg!
Tónlist frá útsendingarlogg 2026-01-13
RETRO STEFSON – Glow
MADNESS – It Must Be Love
BUBBI MORTHENS, FRIÐRIK DÓR JÓNSSON – Til hvers þá að segja satt?
BEASTIE BOYS – Intergalactic
CURTIS HARDING – The Power
JACK JOHNSON – Sitting, Waiting, Wishing
PAUL McCARTNEY & WINGS – Band On The Run
GEESE – Cobra
ELLA EYRE – Hell yeah
BRANDI CARLILE – Returning To Myself
PÁLL ÓSKAR – Ísland er í lagi
LED ZEPPELIN – Immigrant song
DURAN DURAN – Rio [US Edit]
STUÐMENN – Ferðalag
STRAX – Havana
SIMON AND GARFUNKEL – America
THE BEACH BOYS – Surfin' U.S.A
ALICIA KEYS & JAY-Z – Empire State Of Mind
BRUCE SPRINGSTEEN – Streets of Philadelphia
TOTO – Africa
ARCADE FIRE – Haiti
DAVID BOWIE – China Girl
HAM – Austur
THE CLASH – London Calling
ÞÚ OG ÉG – Í Reykjavíkurborg
OF MONSTERS & MEN – Ordinary Creature
THE FLAMING LIPS – She Don't Use Jelly
KRISTMUNDUR AXEL, GDRN – Blágræn
TÓMAS R. EINARSSON, GDRN – Segðu frá
STEVIE WONDER – Sir Duke
VALDIMAR – Karlsvagninn
BIRNIR, FLONI – Lífstíll
HONEY DIJON, CHLOE – The Nightlife
HJÁLMAR – Upp í sveit
ROBYN – Dopamine
THE CURE – Six Different Ways
ÓTÍMI – Móðusjón
FLORENCE AND THE MACHINE – Shake it Out
BRÍET – Sweet Escape
STEALERS WHEEL – Stuck In The Middle With You
PÁLL ÓSKAR HJÁLMTÝSSON, BENNI HEMM HEMM – Undir álögum
BECK - Guess Im Doing Fine

Yfirlit hádegisfrétta kl. 12 virka daga.
Útvarpsfréttir.
Eldur kom ítrekað upp í leikmunageymslu í Gufunesi sem brann í gærkvöld. Lögregla rannsakar vettvanginn. Skemman var í eigu Reykjavíkurborgar, sem segist enga ábyrgð bera á ástandi hússins. Bruninn gæti haft áhrif á kvikmyndagerð hér á landi.
Talið er að þúsundir manna hafi verið drepnir í mótmælum í Íran, sem geisa enn. Sérfræðingur í sögu Mið-Austurlanda segir klerkastjórnina veikari en nokkru sinni.
Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi íslenska ríkið brotlegt gegn konu sem höfðaði mál á grundvelli óréttlátrar málsmeðferðar á kynferðisbrotamáli. Ríkið var sýknað í málum fjögurra annarra kvenna.
Stjórnmálaskýrandi DR býst við að spenna eigi eftir að ríkja á fundi óttast erfiðan fund utanríkisráðherra Danmerkur, Grænlands og Bandaríkjanna á morgun. Varaforseti Bandaríkjanna verður líka á fundinum.
Rannsókn á bruna í íbúð á Hjarðarhaga í Reykjavík í fyrra leiddi í ljós að kveikt var í. Enginn verður sóttur til saka því sá sem er grunaður um íkveikju lést í eldsvoðanum.
Betri útbúnaður björgunarsveita, endurnýjun ljósleiðara og Hvalárvirkjun væru álitlegir kostir fyrir uppbyggingu varnarinnviða á Vestfjörðum. Formaður fjórðungssambands Vestfjarða segir áfallaþol samfélagsins mikilvægara en loftvarnarbyrgi, ekki síst í ljósi fjölþáttaógna.
Draumur Marine Le Pen um að verða forseti Frakklands veltur á niðurstöðu áfrýjunardómstóls sem tók til starfa í París í dag. Le Pen sækist eftir því að ógilda dóm frá því í fyrra, sem fól í sér fimm ára bann við framboði í opinbert embætti.
Englendingurinn Michael Carrick stýrir Manchester United út tímabilið. Hann hefur áður sinnt sama hlutverki en þá í einungis þremur leikjum.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack.

Útvarpsfréttir.
Þau Hrafnhildur Halldórsdóttir, Rúnar Róbertsson og Margrét Marteinsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Hver er staðan á fasteignamarkaði í nýju ári? Eru hinar ýmsu hækkanir um áramót að fara að hafa áhrif á verðbólguna og þar með vaxtaákvörðun Seðlabankans og í kjölfarið þá fasteignamarkaðinn. Páll Heiðar Pálsson fasteignasali hjá Pálsson fasteignasölu kom til okkar.
Nú hefur staðið yfir vinna frá því í haust hjá fjarskiptafyrirtækjunum að loka farsímasendum sem styðja við úrelt kerfi sem eru 2G og 3G. En þar sem mörg tæki og tól nota þessa tækni ennþá, eins og bómuhlið í sumarbústaðahverfum og svo hafa bændur notað slík kerfi lengi, leikur okkur forvitni á að vita hvernig lokunin gangi og hvort eitthvað hafi komið uppá. Logi Karlsson, framkvæmdastjóri tækniþróunar hjá Símanum, fór yfir málið með okkur.
Við fjöllum reglulega um heilsu – allskyns heilsu hér í sdú og í dag ætlum við að fræðast um beinheilsu – því það er svo að eftir fimmtugt má önnur hver kona og fjórði hver karl búast við að beinbrotna vegna beinþynningar og hún er algerlega þögul beinþynningin þar til fólk brýtur bein. Það finnur sumsé engin einkenni. Sigríður Björnsdóttir, innkirtla og efnaskiptalækni og Lars Óli Jessen, íþróttafræðingur komu til okkar á eftir og ræddu um beinheilsu.
Félagið Eyjagöng hefur verið stofnað til að fara í jarðrannsóknir sem undanfara á kostnaðarmati á jarðgangnagerð til Vestmannaeyja. Að félaginu standa einstaklingar, fyrirtæki og sveitarfélög sem vilja með stofnun félagsins stefna að því að draga úr óvissu um umfang, tæknilega framkvæmd og kostnað mögulegrar vegtengingar og þannig stuðla að faglegri ákvarðanatöku um eitt stærsta innviðaverkefni svæðisins. Haraldur Pálsson hjá Eyjagöngum var á línunni hjá okkur.
Magnús Scheving ætlar að líta við hjá okkur í létt spjall en Latibær fagnar 30 ára afmæli með nýju fólki í afmælissýningu sem fram fer um helgina.
Helga Rakel Rafnsdóttir, kvikmyndagerðarkona sem einnig er með menntun í leiklist skrifaði status á Facebook í gær sem vakti athygli en þar biður hún fólk um að ímynda sér að héðan í frá þurfi leikhúsgestir sem heita nafni sem byrjar á ,,S” að standa úti í horni með rauða skotthúfu til hliðar við aðra gesti og horfa þannig á sýninguna. Helga Rakel sem notar hjólastól segist búin að fá nóg af niðurlægingunni og leiðindunum sem hún þurfi að þola í leikhúsi þar sem ekki sé almennilega gert ráð fyrir hjólastólum. Hún er því farin í leikhúsbann!
Helga Rakel kom í Síðdegisútvarpið.
Fréttir
Fréttir
Grænland stendur á eigin fótum og vill ekki vera hluti af Bandaríkjunum. Danmörk og Grænland ganga sameinuð á fund Bandaríkjanna á morgun.
Vorþing hefst á morgun. Samgönguáætlun er í forgangi segir forsætisráðherra.
Fiskimjölsverksmiðjur landsins nota flestar rafmagn í ár í stað olíu, sem stórminnkar losun frá bræðslunum. Formaður Félags fiskimjölsframleiðenda segir þó öfugsnúið að rafmagn til verksmiðjunnar í Eyjum sé verðlagt út af markaðnum með háum flutningsgjöldum.
Fimm ár eru í dag síðan Guðmundur Felix Grétarsson fékk grædda á sig nýja handleggi í aðgerð sem markaði tímamót í læknavísindum. Guðmundur segir síðustu fimm ár hafa verið baráttu - en vel þess virði.
Óvenju þurrt hefur verið í höfuðborginni fyrstu daga ársins. Veðurfræðingur segir mögulegt að fyrri helmingur janúar verði sá þurrasti í Reykjavík í 90 ár.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Magnús Þorkell Bernharðsson prófessor og sérfræðingur í málefnum Miðausturlanda segir líkurnar á falli klerkastjórnarinnar í Íran meiri en oft áður. Umfang mannskæðra mótmæla undanfarna daga koma honum verulega á óvart og viðbrögð stjórnvalda líka. Þau hafi vissulega verið mjög hörð, segir hann, en ekki jafn skjót og ákveðin og oft áður.
VIð stöndum í miðju stormsins sagði Jens-Frederik Nielsen formaður grænlensku landsstjórnarinnar, með Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur sér við hlið á blaðamannafundi þar sem enn var ítrekað að Grænland væri ekki falt. Stormbálið sem geisar vegna yfirlýsinga og ásælni Bandaríkjanna í Grænland snerist ekki aðeins um eyjuna sjálfa heldur um skipan heimsmála og ef hún félli þá stæði Grænland og heimurinn frammi fyrir ögrun sem yrði erfitt að mæta.
Samtök um karlaathvarf voru í hópi þeirra sem fengu milljóna styrk frá þáverandi félags-og húsnæðismálaráðherra í lok nóvember þrátt fyrir að matsnefnd hefði talið að þau væru ekki réttu aðilarnir.
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.

Fréttastofa RÚV.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Daníel Jón Baróns Jónsson.
Danni fór út um allar trissur í þætti kvöldsins, nýtt og spennandi í bland við gamalt og gott.
Lagalistinn:
Jón Jónsson & Silvía Nótt - Einhver þarf að segja það (Lokalag Áramótaskaupsins 2025)
The Cranberries - Dreams
Lily Allen - Pussy Palace
The Strokes - Evening Sun
Valdimar- Karlsvagninn
The Beatles - Something
Geese - Au Pays du Cocaine
Fontaines D.C. - Cello Song
Royel Otis - Who's your boyfriend
Máni Orrason - Fed all my days
Digital Ísland - Eh plan?
Amor Vincit Omnia - Rvk Amour
New Order - Temptation
Tame Impala - Dracula
Styles, Harry - As it was
Hjálmar - Upp í sveit
David Byrne & Hayley Williams - What Is The Reason For It
Electric Light Orchestra - Telephone line
Oliver Sim - Telephone Games
Oasis - Some might say
Gorillaz ft. Idles - The God of Lying
Flesh Machine - F is for failing
Mumford and Sons ft. Hozier - Rubber Band Man
Talking Heads - Burning down the house
The Cribs - Never The Same
Nólseyingar - Ormurinn langi
The Pretty Reckless - For I Am Death
Pétur Ben - White tiger
Robyn - Dopamine
Daft Punk ft. Julian Casablancas - Instant crush
Spacestation - Hver í fokkanum?
Spoon - Chateau Blues
Cigarettes After Sex - The Crystal Ship
Alex Cameron & Angel Olsen - Stranger's kiss
Mannakorn - Braggablús
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson