Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Þórður Snær Júlíusson blaðamaður ræddi um fjárlagafrumvarpið og um vaxtahækkanir bankanna síðustu daga í spjalli um efnahag og samfélag.
Arthur Björgvin Bollason ræddi við okkur um kosningarnar í Brandenburg um helgina, mikla hylli AfD meðal ungra Þjóðverja, og um íslenskan bókmenntaviðburð í Berlín á dögunum.
Landsmenn eru harmi slegnir eftir fjölda hræðilegra atburða að undanförnu. Hvernig tekst samfélagið á við svona, hvað segjum við við börn og unglinga? Ragnheiður Helga Sæmundsdóttir sálfræðingur hjá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni, var gestur okkar.
Tónlist:
Sigrún Hjálmtýsdóttir - Barnagæla úr Silfurtunglinu (Hvert örstutt spor).
Gunnar Gunnarsson Píanóleikari - Orða vant.
Björn Thoroddsen - I'll follow the sun.
Júníus Meyvant - Rise up.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins.
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Helga Arnardóttir
Halldís Ólafsdóttir talmeinafræðingur flutti hingað til lands fyrir nokkrum árum til að starfa sem talmeinafræðingur. Hún er menntuð í Danmörku og hefur starfað bæði þar og í Noregi. Hún hefur sérhæft sig í raddmeinum en raddmein geta stafað af margvíslegum toga og haft mikil áhrif á líf fólks hvort sem það hefur atvinnu af röddinni eða ekki. Hver er líffræðin á bak við góða raddbeitingu og hvaða æfingar er hægt að gera til að stuðla að góðri raddbeitingu. Halldís kom til okkar í dag.
Alþjóðlegur dagur geðheilbrigðis er 10.október næstkomandi og þema dagsins í ár er Geðheilbrigði á vinnustað. Mental ráðgjöf, í samstarfi við aðra, stendur fyrir átaki þar sem ætlunin er að vekja máls á mikilvægi þess að vinnustaðir hlúi að andlegri heilsu starfsfólks og stuðli að geðheilbrigðu vinnuumhverfi. Helena Jónsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi Mental ráðgjafar kom í þáttinn og sagði okkur meira frá þessu átaki í dag.
Einar Sveinbjörnsson kom svo til okkar í veðurspjallið í dag. Hann ræddi við okkur fyrst um flóð sem herjað hafa á víða um heimsbyggðina í sumar, m.a. í mið-Evrópu síðustu daga og á svæðum Sahel í Afríku, sem alla jafna eru þurr svæði. Svo ræddum um veðrið hér heima, lágan hita það sem af er september og grófar horfur út mánuðinn. Hann ætlar svo að fræða okkur á næstunni um veðurathugunarstöðvarnar á landinu og að þessu sinni sagði hann okkur frá Litlu-Ávík á Reykjanesi í Árneshreppi.
Tónlist í þættinum:
Ekki vill það batna / Ríó tríó (Gunnar Þórðarson, texti Jónas Friðrik Guðnason)
Hvað er að? / Ellý Vilhjálms og Hljómsveit Svavars Gests (Jón Múli Árnason, texti Jónas Árnason)
Walk on By / Dionne Warwick (Burt Barcharach & Hal David)
Skítaveður / Bogomil Font (Bragi Valdimar Skúlason)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Ráðherra greinir á um hvort falla eigi endanlega frá brottvísun Yazans Tamimis. Málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Forsætisráðherra segir að stjórnarslitum hafi ekki verið hótað.
Ef ekki verður búið að senda Yazan Tamimi og fjölskyldu til Spánar á laugardag færist ábyrgð yfir á íslensk stjórnvöld. Þá rennur út hálfs árs frestur sem Dyflinnarreglugerðin kveður á um.
Enn er til rannsóknar hvar tíu ára stúlka var myrt á sunnudag. Faðir hennar situr í gæsluvarðhaldi en hefur ekki verið yfirheyrður síðan í fyrrakvöld.
Flóð og aurskriður hafa orðið á þriðja hundrað að bana í Mjanmar. Átján hafa látist í flóðum í Evrópu, í Póllandi hafa þúsundir hermanna verið sendir á vettvang hamfaranna.
Björgunarsveitir leita að manni búsettum í Vík í Mýrdal við krefjandi aðstæður. Mannsins hefur verið saknað í rúman sólarhring.
71 árs franskur karlmaður játaði fyrir dómi í morgun að hafa í rúman áratug byrlað eiginkonu sinni ólyfjan, nauðgað henni og boðið ókunnugum að gera slíkt hið sama. Hann segist sjá eftir öllu og biður um fyrirgefningu.
Fyrstur kemur fyrstur fær mun ekki gilda þegar opnað verður að nýju fyrir hlutdeildarlán sem auðvelda tekjulágum að eignast húsnæði. Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun undirbýr að draga úr potti umsókna verði eftirspurnin umfram fjárheimildir
Víkingar tylltu sér á topp Bestu deildarinnar eftir stórsigur á Fylki í gærkvöld. Víkingur fær því heimaleik gegn Breiðabliki í lokaumferð úrslitakeppninnar.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Stéttarfélagið Efling stóð fyrir mótmælum fyrir framan veitingastaðinn Ítalíu í lok síðustu viku. Tilgangurinn var að mótmæla launaþjófnaði gegn starfsfólki sem stéttarfélagið segir að fari fram þar. Samkvæmt heimildum þá hefur Efling opnað rúmlega 20 mál fyrir hönd félagsmanna sinna gegn Ítalíu og öðrum veitingahúsi sem er í eigu sama fyrirtækis, Antico. Í Þetta helst í dag ræðir Ingi Freyr Vilhjálmsson við Slóvakann Erik Kristovco sem starfaði á veitingahúsinu Antico. Hann segist ekki hafa fengið greidd laun fyrir síðasta mánuð sinn þar auk þess sem hann hafi fengið 500 þúsund skattaskuld í bakið vegna ofnýtts persónuafsláttar. Einnig er rætt við Halldór Oddsson, sviðsstjóra vinnuréttarmála hjá ASÍ, um málið og réttindabrot í íslenskri ferðaþjónustu og hvað sé til ráða.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Samfélagið sendir út frá alþjóðlegu Mývatnsráðstefnunni - Mývatn Conference 2024 - sem haldin er í félagsheimilinu Skjólbrekku í Mývatnssveit. Lífríki Mývatns er einstakt og hefur verið rannsakað í þaula í hálfa öld og kannski má segja að þessi ráðstefna sé uppskeruhátíð. Hér er fjöldi vísindamanna saman kominn frá ýmsum löndum, Íslandi, Bretlandi, Finnlandi og eflaust fleirum - og í erindunum er farið vítt og breitt. Hornsíli koma meðal annars við sögu, fuglarnir, kúluskíturinn og að sjálfsögðu mýið. Við byrjum þáttinn á að ræða við Bjarna Kristófer Kristjánsson, prófessor við Háskólann á Hólum og Guðna Guðbergsson, sviðsstjóra ferskvatns- og eldissviðs á Hafró.
Næst fáum við pistil frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi, sem ætlar að fjalla um loftslagskvíða.
Í lok þáttar færum við okkur svo inn á svið hugvísindanna, án þess að skilja náttúruvísindin alveg eftir. Við fáum til okkar Auði Aðalsteinsdóttur, forstöðumann Rannsóknarseturs Háskóla Íslands í Þingeyjarsveit, og Sigurlínu Tryggvadóttur, verkefnastjóra hjá náttúruhugvísindasetrinu Huldu, til að spjalla um náttúru- og umhverfishugvísindi.
Tónlist úr þættinum:
ARLO PARKS & PHOEBE BRIDGERS - Pegasus.
Pálmi Gunnarsson - Á áfangastað.
Dina Ögon - Oas.
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Þau Eiríkur Orri Ólafsson, Róberta Andersen og Magnús Trygvason Eliassen stofnuðu jazztríóið Hist og til að spila á einum tónleikum fyrir sjö árum. Það var bara svo gaman að spila að plöturnar eru orðnar þrjár og frekari upptökur framundan.
Lagalisti
holy ghost of - Öll hljóð
Days of Tundra - Arpah
Days of Tundra - Cataract
hits of - Skattaframtal
hits of - Tardigrade
holy ghost of - Umlíðun
holy ghost of - Laskað lánshæfi
hits of - White Eyes
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.
,,Gaman að kynnast þér" er yfirskrift tónleika sem fara fram í Mengi í kvöld. Þar mætast sex tónlistarmenn með mjög ólíkan bakgrunn og ólík hljóðfæri; barokkhljóðfæri, víetnömsk hljóðfæri og gervigreindarhljóðfæri. Halla Steinunn Stefánsdóttir, barokkfiðluleikari Nordic Affect, og Nicola Privato, sem leikur á snjallhljóðfærið Stacco segja okkur frá tilraunaverkefninu, sem unnið er í samstarfi við Intelligent Instruments Lab í Reykjavík og víetnamsk-sænska tónlistarhópinn Six Tones.
Einnig heyrum við ritdóm frá Grétu Sigríði Einarsdóttur. Hún var að lesa Hildi, skáldsögu eftir Satu Remö, sem kom út í Finnlandi 2022 en kom nýverið út í íslenskri þýðingu Erlu Elíasdóttur Völudóttur.
En við byrjum á Akureyri, í menningarhúsinu Flóru í Sigurhæðum. Þetta er undurfagurt og einstakt hús sem er í eigu Akureyrarbæjar og hýsir ótrúlega fjölbreytta menningarstarfi. Halla hitti Kristínu Þóru Kjartansdóttur, verkefnastjóra og staðarhaldara í Sigurhæðum, sem leiddi hana um húsið.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Sænska bókin Þessir djöfulsins karlar í þýðingu Þórdísar Gísladóttur kom út hjá Benedikt bókaútgáfu snemma í september. Djöfulsins karlar er uppgjör við brösulegt uppeldi í boði 68-kynslóðarinnar og sannsöguleg uppvaxtarsaga þar sem skáldað er í eyðurnar.
Sjónvarpsþættirnir Shogun voru sigursælir á Emmy-verðlaunahátíðinni á sunnudag. Shogun er 10 þátta sería sem byggir á sögulegri skáldsögu James Clavell um valdabrölt meðal stríðsherra Japans um aldamótin 1600. Við pælum í Shogun og menningu samúræja með Unni Bjarnadóttur.
Katrín Pálma Þorgerðardóttir, doktorsnemi í heimspeki, veltir fyrir sér samþykki og setur það í samhengi við mál Yazans Tamimi.
Kvöldfréttir útvarps
Yazan Tamimi fékk ekki viðeigandi stuðning þegar flytja átti hann og fjölskyldu hans úr landi, þetta segir réttindagæslumaður fatlaðs fólks. Gæta þurfi að mannvirðingu í málum eins og þessum.
Þúsundir særðust og níu létust í Líbanon þegar símboðar liðsmanna Hezbollah sprungu. Svo virðist sem símboðarnir hafi verið sprengdir í samstilltri árás og Hizbollah segir Ísrael hafa verið að verki.
Síðustu bensín- og dísilbílarnir verða afskráðir 2050 samkvæmt orkuspá Landsnets, en orkuskiptin ganga hægar en ráðgert var.
Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðismanna þríklofnaði við afgreiðslu á uppfærðum samgöngusáttmála í dag.
Barátta tónlistarkennara í Skagafirði fyrir að fá greidd laun fyrir akstur milli bæja fer að óbreyttu til Landsréttar. Sveitarfélagið var dæmt í héraði til að greiða kennurum meira en sjö milljónir króna, en byggðaráð hefur ákveðið að áfrýja.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Áfram ríkir talsverð óvissa um hver örlög hins ellefu ára gamla Yazans Tamimi frá Palestínu verða. Til stóð að fljúga með hann og foreldra hans til Spánar í gærmorgun en brottflutningi þeirra var frestað eftir að dómsmálaráðherra barst beiðni þar um frá félagsmálaráðherra. Málið var síðan rætt á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun þar sem ráðherrarnir gáfu óljós svör um næstu skref. Á laugardag færist ábyrgð á máli Yazans alfarið yfir á Ísland og ekki verður lengur hægt að senda hann til Spánar. Yfirlögfræðingur réttindagæslu fatlaðs fólks gagnrýnir verklag lögreglu þegar átti að flytja Yazan úr landi.
Læsi er það stór þáttur í lífi hvers einstaklings að nái börn ekki tökum á lestri getur það haft áhrif á allt þeirra líf. Sérfræðingar hjá Miðstöð skólaþróunar í Háskólanum á Akureyri segja því nauðsynlegt að viðhalda læsisþjálfun í eldri árgöngum grunnskóla og jafnvel lengur. Þá sé fjölgun nemenda með annað tungumál en íslensku mikil áskorun og dæmi um grunnskóla þar sem allt að helmingur nemenda eru tvítyngdir.
Umsjón: Fríða María Ásbergsdóttir.
Í tilefni sprengidagsins bauð Fríða Sprengju Kötu til sín í spjall. Hún hefur verið virk í Sprengjugenginu svokallaða og kann allskonar skemmtilegar brellur með efnablöndur og slím. Er efnafræði hættuleg? Hvernig er besta leiðin til að búa til slím heima hjá sér?
Viðmælandi: Katrín Lilja Sigurðardóttir
Umsjón: Fríða María Ásbergsdóttir
Veðurstofa Íslands.
Tónleikahljóðritanir með innlendum og erlendum flytjendum.
Hljóðritun frá 50 ára afmælistónleikum Kammersveitar Reykjavíkur sem fram fóru í Norðurljósum, Hörpu 8. september sl.
Á efnisskrá:
*Tríósónata úr Tónafórninni BWV 1079 eftir Johann Sebastian Bach.
*Kristallar 2(000) eftir Pál Pampichler Pálsson.
*Kvartett fyrir klarinett, horn selló og sneriltrommu eftir Bohuslav Martinů.
*Concerto grosso op. 6 nr. 4 eftir Arcangelo Corelli.
*La Folia eftir Francesco Geminiani.
Umsjón: Melkorka Ólafsdóttir.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Samfélagið sendir út frá alþjóðlegu Mývatnsráðstefnunni - Mývatn Conference 2024 - sem haldin er í félagsheimilinu Skjólbrekku í Mývatnssveit. Lífríki Mývatns er einstakt og hefur verið rannsakað í þaula í hálfa öld og kannski má segja að þessi ráðstefna sé uppskeruhátíð. Hér er fjöldi vísindamanna saman kominn frá ýmsum löndum, Íslandi, Bretlandi, Finnlandi og eflaust fleirum - og í erindunum er farið vítt og breitt. Hornsíli koma meðal annars við sögu, fuglarnir, kúluskíturinn og að sjálfsögðu mýið. Við byrjum þáttinn á að ræða við Bjarna Kristófer Kristjánsson, prófessor við Háskólann á Hólum og Guðna Guðbergsson, sviðsstjóra ferskvatns- og eldissviðs á Hafró.
Næst fáum við pistil frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi, sem ætlar að fjalla um loftslagskvíða.
Í lok þáttar færum við okkur svo inn á svið hugvísindanna, án þess að skilja náttúruvísindin alveg eftir. Við fáum til okkar Auði Aðalsteinsdóttur, forstöðumann Rannsóknarseturs Háskóla Íslands í Þingeyjarsveit, og Sigurlínu Tryggvadóttur, verkefnastjóra hjá náttúruhugvísindasetrinu Huldu, til að spjalla um náttúru- og umhverfishugvísindi.
Tónlist úr þættinum:
ARLO PARKS & PHOEBE BRIDGERS - Pegasus.
Pálmi Gunnarsson - Á áfangastað.
Dina Ögon - Oas.
eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Þórhallur Sigurðsson les. Sagan fjallar um Íslending sem hvarf að heiman um dimma nótt frá fjölskyldu sinni og vinum og endaði sem einkaþjónn hjá bandaríska auðkýfingnum William Randolph Hearst eftir fyrri heimsstyrjöld. Hvers vegna yfirgaf hann konu sína og börn, blómlegt fyrirtæki og trausta stöðu í Reykjavík? Hvernig lenti hann í höll Hearsts blaðakóngs í Kaliforníu? (Áður á dagskrá 2010)
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins.
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Helga Arnardóttir
Halldís Ólafsdóttir talmeinafræðingur flutti hingað til lands fyrir nokkrum árum til að starfa sem talmeinafræðingur. Hún er menntuð í Danmörku og hefur starfað bæði þar og í Noregi. Hún hefur sérhæft sig í raddmeinum en raddmein geta stafað af margvíslegum toga og haft mikil áhrif á líf fólks hvort sem það hefur atvinnu af röddinni eða ekki. Hver er líffræðin á bak við góða raddbeitingu og hvaða æfingar er hægt að gera til að stuðla að góðri raddbeitingu. Halldís kom til okkar í dag.
Alþjóðlegur dagur geðheilbrigðis er 10.október næstkomandi og þema dagsins í ár er Geðheilbrigði á vinnustað. Mental ráðgjöf, í samstarfi við aðra, stendur fyrir átaki þar sem ætlunin er að vekja máls á mikilvægi þess að vinnustaðir hlúi að andlegri heilsu starfsfólks og stuðli að geðheilbrigðu vinnuumhverfi. Helena Jónsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi Mental ráðgjafar kom í þáttinn og sagði okkur meira frá þessu átaki í dag.
Einar Sveinbjörnsson kom svo til okkar í veðurspjallið í dag. Hann ræddi við okkur fyrst um flóð sem herjað hafa á víða um heimsbyggðina í sumar, m.a. í mið-Evrópu síðustu daga og á svæðum Sahel í Afríku, sem alla jafna eru þurr svæði. Svo ræddum um veðrið hér heima, lágan hita það sem af er september og grófar horfur út mánuðinn. Hann ætlar svo að fræða okkur á næstunni um veðurathugunarstöðvarnar á landinu og að þessu sinni sagði hann okkur frá Litlu-Ávík á Reykjanesi í Árneshreppi.
Tónlist í þættinum:
Ekki vill það batna / Ríó tríó (Gunnar Þórðarson, texti Jónas Friðrik Guðnason)
Hvað er að? / Ellý Vilhjálms og Hljómsveit Svavars Gests (Jón Múli Árnason, texti Jónas Árnason)
Walk on By / Dionne Warwick (Burt Barcharach & Hal David)
Skítaveður / Bogomil Font (Bragi Valdimar Skúlason)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Sænska bókin Þessir djöfulsins karlar í þýðingu Þórdísar Gísladóttur kom út hjá Benedikt bókaútgáfu snemma í september. Djöfulsins karlar er uppgjör við brösulegt uppeldi í boði 68-kynslóðarinnar og sannsöguleg uppvaxtarsaga þar sem skáldað er í eyðurnar.
Sjónvarpsþættirnir Shogun voru sigursælir á Emmy-verðlaunahátíðinni á sunnudag. Shogun er 10 þátta sería sem byggir á sögulegri skáldsögu James Clavell um valdabrölt meðal stríðsherra Japans um aldamótin 1600. Við pælum í Shogun og menningu samúræja með Unni Bjarnadóttur.
Katrín Pálma Þorgerðardóttir, doktorsnemi í heimspeki, veltir fyrir sér samþykki og setur það í samhengi við mál Yazans Tamimi.
Útvarpsfréttir.
Létt spjall og lögin við vinnuna.
Við reynum að eiga gott samtal í dag, minnum okkur á að heilt yfir erum við gott fólk sem vill hvort öðru vel. Hlustum líka á fullt af lögum, meðal annars af plötu vikunnar, með Prodigy útaf afmæli Keith Flint og svo miklu meira.
Lagalisti:
BRÍET & ÁSGEIR - Venus.
STARSAILOR - Goodsouls.
MAMMÚT - Blóðberg.
SUPREMES - Baby Love.
MARTHA & THE VANDELLAS - Dancing In The Street.
Beck, Peck, Orville - Death Valley High.
TOPLOADER - Dancing In The Moonlight.
Mann, Matilda - Meet Cute.
KALEO - All the pretty girls.
Kaktus Einarsson - White Burn.
TOM MISCH - Happy Music.
FLORENCE AND THE MACHINE - Shake it Out.
Snorri Helgason - Aron.
EDWARD SHARPE & THE MAGNETIC ZEROS - Home.
STEVE MILLER BAND - The Joker.
KUSK - Sommar.
Jade Bird - Uh Huh.
Lumineers, The, Bay, James, Kahan, Noah - Up All Night.
Dasha - Austin.
Supersport! - Gráta smá.
LAUFEY - From The Start.
Williams, Hank, Sr. - I'm so lonesome I could cry.
Wallen, Morgan, Post Malone - I Had Some Help.
Miley Cyrus - Flowers.
THE STROKES - Someday.
Húgó, Þormóður Eiríksson, Nussun - Hvað með þig?.
Nýdönsk - Fullkomið farartæki.
THE PRODIGY - Firestarter.
Mr. Oizo - Flat beat (radio edit).
M83 - Midnight City.
Friðrik Dór Jónsson - Aftur ung (Dansaðu við mig).
Andri Ólafsson Kontrabassaleikari, Ari Árelíus, Steingrímur Karl Teague, Rebekka Blöndal, Magnús Trygvason Eliassen - Hvað þú vilt (feat. Moses Hightower).
Yannis & The Yaw, Allen, Tony - Rain Can't Reach Us [Radio Edit].
Kristín Sesselja - Nothing hurts like the first.
Herra Hnetusmjör - Ómótstæðileg.
HARRY STYLES - Music For a Sushi Restaurant.
KHRUANGBIN - Texas Sun (ft. Leon Bridges).
Charli XCX - Apple.
Empire of the sun - Walking On A Dream.
ELÍN HALL - Er nauðsynlegt að skjóta þá?.
Birnir - Hvítar tennur.
TLC - Creep.
Smith, Jorja - High.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Ráðherra greinir á um hvort falla eigi endanlega frá brottvísun Yazans Tamimis. Málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Forsætisráðherra segir að stjórnarslitum hafi ekki verið hótað.
Ef ekki verður búið að senda Yazan Tamimi og fjölskyldu til Spánar á laugardag færist ábyrgð yfir á íslensk stjórnvöld. Þá rennur út hálfs árs frestur sem Dyflinnarreglugerðin kveður á um.
Enn er til rannsóknar hvar tíu ára stúlka var myrt á sunnudag. Faðir hennar situr í gæsluvarðhaldi en hefur ekki verið yfirheyrður síðan í fyrrakvöld.
Flóð og aurskriður hafa orðið á þriðja hundrað að bana í Mjanmar. Átján hafa látist í flóðum í Evrópu, í Póllandi hafa þúsundir hermanna verið sendir á vettvang hamfaranna.
Björgunarsveitir leita að manni búsettum í Vík í Mýrdal við krefjandi aðstæður. Mannsins hefur verið saknað í rúman sólarhring.
71 árs franskur karlmaður játaði fyrir dómi í morgun að hafa í rúman áratug byrlað eiginkonu sinni ólyfjan, nauðgað henni og boðið ókunnugum að gera slíkt hið sama. Hann segist sjá eftir öllu og biður um fyrirgefningu.
Fyrstur kemur fyrstur fær mun ekki gilda þegar opnað verður að nýju fyrir hlutdeildarlán sem auðvelda tekjulágum að eignast húsnæði. Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun undirbýr að draga úr potti umsókna verði eftirspurnin umfram fjárheimildir
Víkingar tylltu sér á topp Bestu deildarinnar eftir stórsigur á Fylki í gærkvöld. Víkingur fær því heimaleik gegn Breiðabliki í lokaumferð úrslitakeppninnar.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson, Lovísa Rut Kristjánsdóttir og Matthías Már Magnússon.
Siggi og Lovísa flökkuðu um víðan völl í Popplandi að vanda. Póstkort og nýtt lag frá Bogomil Font, Árni Matt kíkti undir yfirborðið, plata vikunnar á sínum stað og margt fleira.
Valdis, JóiPé - Þagnir hljóma vel.
Warwick, Dionne - What the world needs now is love.
Grace Söngvari - You don't own me (no rap version) (bonus track mp3).
Lady Blackbird - Let Not (Your Heart Be Troubled).
Kiwanuka, Michael - Floating Parade.
Grace, Kenya - Strangers.
Yanya, Nilüfer - Like I Say (I Runaway).
SPRENGJUHÖLLIN - Verum í sambandi.
SAM FENDER - Getting started.
Kristín Sesselja - Terrified.
Lada Sport - Ég þerra tárin.
TODMOBILE - Ég Heyri Raddir.
Elephant - Calling.
Þorsteinn Einarsson, Steinunn Jónsdóttir - Á köldum kvöldum.
10 CC - Dreadlock Holiday.
Beabadoobee - Take A Bite.
Bassi Maraj, Katla Yamagata - Brauð og vín.
THE XX - Crystalised.
Unnsteinn Manuel Stefánsson, GDRN - Utan þjónustusvæðis.
Burna Boy, Little Simz, Tini, Coldplay, Elyanna - WE PRAY.
HJALTALÍN - Þú Komst Við Hjartað í Mér.
Mars, Bruno, Lady Gaga - Die With A Smile.
Sigurður Halldór Guðmundsson Tónlistarm., Bríet - Komast heim.
Magnús Þór Sigmundsson - Blue Jean Queen.
Supersport! - God is change.
Cage the Elephant - Neon Pill.
Red Clay Strays, The - Wanna Be Loved.
Sycamore tree - Scream Louder.
HAIM - Don't Wanna.
RADIOHEAD - Fake Plastic Trees.
Del Rey, Lana - A&W (Explicit).
Mann, Matilda - Meet Cute.
VÖK - Headlights.
TAYLOR SWIFT - Cardigan.
KRISTÍN SESSELJA - Rectangular Bathroom Tiles.
CHAPPELL ROAN - Pink Pony Club.
MADNESS - Our House.
JACK WHITE - That’s How I’m Feeling.
RAY LAMONTAGNE - Step Into Your Power.
SÁLIN HANS JÓNS MÍNS - Aldrei liðið betur.
Í grein sem Viðar Halldórsson prófessor í félagsfræði skrifaði á Vísi í byrjun september og ber yfirskriftina "Samfélag sem týnir sjálfu sér" vill Viðar meina að Samfélagið hafi villst af leið. Viðar segir samfélagið stjórnast meira og minna af efnahagslegum forsendum frekar en manneskjulegum, ofurkapp sé lagt á hagræði og skilvirkni og grefur undan lykilstofnunum sínum. Þessi firring birtist síðan í stórum og vaxandi vandamálum þess sem einstaklingar finna á eigin skinni, svo sem eins og aukin angist sem má greina í hækkandi tíðni einmanaleika, kvíða og kulnunar. Viðar kom til okkar.
Í tilefni af 20 ára afmæli UNICEF á Íslandi senda þau út ákall til þjóðarinnar um mikilvægi þess að búa til pláss í hjartanu fyrir öll börn sem þurfa stuðning, vernd og mannúðaraðstoð í heiminum í dag. Í átakinu nú hefur UNICEF á Íslandi fengið til samstarfs við sig mörg fyrirtæki og stofnanir sem ætla að svara kallinu og „búa til pláss“ fyrir málstaðinn í nærumhverfi sínu, daglegu starfi, húsnæði og auglýsingaplássum og þannig leggja Heimsforeldrasöfnun þeirra lið. Meðal annars var gerð auglýsing þar sem að kom hópur 20 barna og þá fékk Unicef á Íslandi þau Bryndísi Jakobsdóttur og Memfismafínu til þess að búa til lag til að styðja við átakið. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, kom til okkar.
Heimild til þess að nýta séreignarsparnaðarúrræði stjórnvalda rennur út undir lok árs. Sitt sýnist hverjum í þessum efnum og í nýlegri grein í Vísbendingu fjalla Gylfi Zoega prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og Már Wolfgang Mixa dósent í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands um notagildi séreignasparnaðar sem hagstjórnartæki og færa fyrir því rök að réttast væri að framlengja heimildir til þess að beita úrræðinu.
En hverjum gagnast þetta úrræði best og á hverjum kemur það verst niður á verði því hætt. Því svaraði Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi
Þóra Þorgeirsdóttir, doktor í mannauðsstjórnun og lektor við Háskólann í Reykjavík, kennir á vinsælu námskeiði hjá Endurmenntun HÍ sem ber heitið Vellíðan starfsfólks. Þóra kom til okkar á eftir og við spyrjum hana út í það helsta semmáli skiptir þegar kemur að vellíðan á vinnustað og hvað við getum sjálf lagt til málanna í þeim efnum.
Á Torginu sem er á dagskrá eftir fréttir i kvöld er umræðuefnið ungt fólk, líðan þess og eflaust verður rætt um ofbeldi og hnífa notkun. Við fengum til okkar umsjonarfolk þáttarins til okkar á eftir til að fara aðeins betur yfir það hverjir verða i salnum.
Elliðaárstöð, Orka náttúrunnar og Veitur standa fyrir málþingi í hádeginu á morgun þar sem umferð hjólandi og gangandi er í öndvegi undir yfirskriftinni Aðförin í öndvegi. Þarna verða erindi um vistvænar samgöngur og borgarskipulag út frá ýmsum hliðum. Við fengum til okkar Eddu Ívarsdóttur, borgarhönnuð hjá Pláss, til okkar en hún spyr í sínu erindi "Hvaða áhrif hefur bílablindan haft á samfélagið, daglegt líf og umhverfi? Hvernig hafa borgir og bæjarfélög mótast eftir þörfum bíla og hvaða ráð höfum við til að breyta þessu?"
Kvöldfréttir útvarps
Yazan Tamimi fékk ekki viðeigandi stuðning þegar flytja átti hann og fjölskyldu hans úr landi, þetta segir réttindagæslumaður fatlaðs fólks. Gæta þurfi að mannvirðingu í málum eins og þessum.
Þúsundir særðust og níu létust í Líbanon þegar símboðar liðsmanna Hezbollah sprungu. Svo virðist sem símboðarnir hafi verið sprengdir í samstilltri árás og Hizbollah segir Ísrael hafa verið að verki.
Síðustu bensín- og dísilbílarnir verða afskráðir 2050 samkvæmt orkuspá Landsnets, en orkuskiptin ganga hægar en ráðgert var.
Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðismanna þríklofnaði við afgreiðslu á uppfærðum samgöngusáttmála í dag.
Barátta tónlistarkennara í Skagafirði fyrir að fá greidd laun fyrir akstur milli bæja fer að óbreyttu til Landsréttar. Sveitarfélagið var dæmt í héraði til að greiða kennurum meira en sjö milljónir króna, en byggðaráð hefur ákveðið að áfrýja.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Áfram ríkir talsverð óvissa um hver örlög hins ellefu ára gamla Yazans Tamimi frá Palestínu verða. Til stóð að fljúga með hann og foreldra hans til Spánar í gærmorgun en brottflutningi þeirra var frestað eftir að dómsmálaráðherra barst beiðni þar um frá félagsmálaráðherra. Málið var síðan rætt á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun þar sem ráðherrarnir gáfu óljós svör um næstu skref. Á laugardag færist ábyrgð á máli Yazans alfarið yfir á Ísland og ekki verður lengur hægt að senda hann til Spánar. Yfirlögfræðingur réttindagæslu fatlaðs fólks gagnrýnir verklag lögreglu þegar átti að flytja Yazan úr landi.
Læsi er það stór þáttur í lífi hvers einstaklings að nái börn ekki tökum á lestri getur það haft áhrif á allt þeirra líf. Sérfræðingar hjá Miðstöð skólaþróunar í Háskólanum á Akureyri segja því nauðsynlegt að viðhalda læsisþjálfun í eldri árgöngum grunnskóla og jafnvel lengur. Þá sé fjölgun nemenda með annað tungumál en íslensku mikil áskorun og dæmi um grunnskóla þar sem allt að helmingur nemenda eru tvítyngdir.
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson.
Að venju er nóg til af nýrri tónlist á Kvöldvaktinni og við heyrum í kvöld ný lög frá The Weeknd, Izleif og Daniil, Ágúst Elí, MIchael Kiwanuka, Okay Kaya, Douglas Clementine, Kim Deal, The Heavy Heavy, Hinds, Fontaines DC og mörgum fleirum.
Kvöldvaktin
Benni Hemm Hemm, Fonetik Simbol, Kött Grá Pjé - Hvít ský.
PROPAGANDA - p:Machinery.
Weeknd, The - Dancing in the flames.
Daniil, Izleifur - Andvaka.
Snorri Helgason - Aron.
Bon Iver - AUATC.
Ágúst Elí Ásgeirsson - Hví ekki?.
Kiwanuka, Michael - Lowdown (Part I).
BRITTANY HOWARD - Stay High.
Fontaines D.C. - In The Modern World.
The Smiths - Stop Me If You Think You've Heard This One Before.
Lada Sport - Ég þerra tárin.
Kim Deal - Crystal Breath
PJ HARVEY - This is love.
Supersport! - Gráta smá.
Jesus and Mary Chain - Pop Seeds.
Heavy Heavy, The - One of a Kind.
Hinds, Grian Chatten - Stranger.
DJ Shadow - This time - I'm gonna try it my way.
Lady Blackbird - Let Not (Your Heart Be Troubled).
Okay Kaya - Check Your Face.
Kasabian - Processed beats.
Matilda Mann - Meet Cute.
GDRN - Utan þjónustusvæðis.
Clementine Douglas - Slippin'.
Jorja Smith - High.
Perfume Genius, Knocks, the, Bronski Beat - Smalltown Boy.
Herra Hnetusmjör - Ómótstæðileg.
Bomba Estereo, Chao, Manu - Me Duele.
Jungle - Let's Go Back.
Johnny Blaze & Hakki Brakes - Teningarnir.
TAME IMPALA - Wings Of Time.
Future Islands - Glimpse.
Franz Ferdinand - Audacious.
Dare, The - All Night.
Pet Shop Boys - Feel
Caribou - Come Find Me
Bruno Mars, Lady Gaga - Die With A Smile.
Primal Scream - Deep Dark Waters
SUEDE - So Young.
Post Malone, Luke Combs - Guy For That
Placebo - Special K
Pearl Jam - Waiting For Stevie
Smashing Pumpkins - Sighommi
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Gestur Rokklands þessa vikuna er Jakob Smári Magnússon – tónlistarmaður og einn besti og mesti bassaleikari þjóðarinnar.
Hann var í Tappa tíkarrassi með Björk og þeim í Rokki í Reykjavík – var í Das Kapital með Bubba eftir að Egó lagði upp laupana. Hann var í Grafík með Helga Björns og stofnaði svo Síðan Skein Sól með Helga.
Jakob hefur spilað mikið með Bubba gegnum tíðina og er á mörgum bestu plötum Bubba.
Hann var í Pláhnetunni með Stebba Hilmars og þeim félögum og ferðaðist svo um allan heim í nokkur ár með John Grant.
Jakob varð sextugur í sumar og af því tilefni er hann með tónleika í Bæjarbíó í Hafnarfirði 20. september nk og þar ætlar hann að spila einu sinni enn haug af lögum sem hann hefur oft spilað og spilar í á plötunum sem þau komu út á - Das Kapital – Tappai Tíkarrass - Grafík – SSSÓL og svo framvegis –
Og Jakob talar í þættinum um lögin – bassann – músíkástina og lífið sem hefur genbið upp og niður hjá honum eins og okkur hinum.