Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Í byrjun þáttar var Jónasar Ingimundarsonar píanóleikara minnst. Hann lést í síðustu viku. Leikin voru tvö lög sem hann flutti ásamt söngvurum.
Fjallað var um aðgerðir eða aðför Trumps Bandaríkjaforseta að háskólum. Finnur Dellsén, prófessor í heimspeki við HÍ, fór yfir stöðuna en hann lærði í Norður Karólínu. Honum líst illa á blikuna enda er vegið að sjálfstæði háskóla og stjórnarskrárbundnum rétti til skoðana- og málfrelsis.
Arthur Björgvin Bollason fjallaði um þýsk málefni í Berlínarspjalli. Í þinginu er tekist á um stöðu þingmanna AfD. Flokurinn hlaut 20 prósent atkvæða í kosningunum í febrúar en bróðurpartur annarra þingmanna vill halda honum frá völdum og áhrifum. Þá sagði hann frá ákvörðun yfirvalda í Slésvík-Holtsetalandi um að hætta að nota tölvuhugbúnað frá fyrirtækjum í eigu manna sem bundið hafa trúss sitt við Trump forseta.
Í síðasta hluta þáttarins var fjallað um Frans páfa sem lést í gærmorgun. Rætt var við séra
Jürgen Jamin, prest kaþólskra á Norðurlandi.
Vor - Jónas Ingimundarson og Hanna Dóra Sturludóttir,
Þú ert - Jónas Ingimundarson og Guðbjörn Guðbjörnsson.
Miserere - Tallis Scholars,
Sicilienne, op. 78 - Bruno Canino og Lynn Harrell.



Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Grunnskólar í Breiðholti hlutu veglegan nýsköpunar- og starfsþróunarstyrk frá mennta og barnamálaráðuneytinu á síðasta ári fyrir verkefnið Íslenskubrú Breiðholts. ÍSAT stendur fyrir námsgreinina íslenska sem annað tungumál og markmið þess var að útbúa verkefni, leiðbeiningar, áætlanir, námsmat og ýmislegt fleira til að kennarar hefðu fleiri verkfæri og tól til þess að kenna íslensku sem annað mál. Þær Erla Guðrún Gísladóttir verkefnisstjóri verkefnisins og Heiðrún Ólöf Jónsdóttir kennari komu í þáttinn í dag.
Hvað er næringarleg streita og hvernig er gott að bregðast við henni? Lítið er fjallað um þetta í öllu tali um streitu og Tekla Hrund Karlsdóttir læknir er að skoða sérstaklega hvernig streitan hefur áhrif á konur. Hún segir líkamskerfi kvenna svara umhverfisáreiti miklu meira og þær séu hreinlega viðkvæmari fyrir flóknari veikindum á borð við langvinnum covid einkennu,, potts, ME, vefjagigt, umhverfisóþoli og kulnun. Konur séu oft undir það miklu álagi að það bitnar á réttri næringarinntöku og vatnsneyslu. Tekla stofnaði sína eigin stofu, sem kallast SoundHealth, ásamt eiginmanni sínum, Kjartani Hrafni Loftssyni lækni, til að verja meiri tíma með sjúklingum sínum og leita lausna við einkennum sem oft fá ekki mikla meðhöndlun og greiningu í heilbrigðiskerfinu. Helga Arnardóttir talaði við Teklu Hrund á Heilsuvaktinni í dag.
Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í dag var svo Urður Gunnarsdóttir, verkefnastjóri, en hún vinnur að atvinnu- og byggðaþróun, markaðsmálum og öðru tilfallandi og býr austur í Fljótsdal. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Urður talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Strá fyrir Straumi – Sigríður Pálsdóttir e. Erlu Huldu Halldórsdóttur
Hnífur e. Salman Rushdie
Í skugga trjánna e. Guðrún Eva Mínervudóttir
Æviminningar Sigfúsar á Austfjarðarútunni e. Vilhjálm Einarsson
Vefarinn mikli frá Kasmír e. Halldór Laxness
Bone Clocks e. David Mitchell
Eyland e. Sigríði Hagalín
Tónlist í þættinum í dag:
Indæl er æskutíð / Adda Örnólfs og tríó Ólafs Gauks (Erlent lag, texti Eiríkur Karl Eiríksson)
Sólbrúnir vangar / Berti Möller (Oddgeir Kristjánsson og Ási í Bæ)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Hjón sem tekið hafa að sér sautján ára kólumbískan dreng sem vísa á úr landi, hafa kært brottvísun hans. Sú kæra frestar þó ekki brottvísun. Tugir mótmæltu við dómsmálaráðuneytið í morgun.
Fjöldi þjóðarleiðtoga hefur boðað komu sína í útför Frans páfa, á laugardag. Nokkrir kardínálar þykja koma til greina sem arftakar, en ómögulegt að spá fyrir um hver tekur við.
Engir fyrrverandi stjórnmálamenn hafa verið skipaðir í stjórnir ríkisfyrirtækja eftir breytingar á vinnubrögðum við skipun. Stjórnum sex opinberra ríkisfyrirtækja hefur nánast verið skipt út í heild sinni.
Harvard-háskóli hefur lagt fram kæru gegn Bandaríkjastjórn vegna ákvörðunar Trumps forseta um að frysta fjárveitingar til skólans.
Eldsneytisverð er áfram hærra á Íslandi en í öðrum Evrópuríkjum. Veiking bandaríkjadollara og lækkun á heimsmarkaðsverði á olíu hafa ekki skilað sér í lækkun á bensíni og dísilolíu hér á landi.
Skrifstofa forseta Íslands segir forseta fyrir mistök hafa vísað til Frans páfa sem Pope Francis í færslu á Facebook. Hún hafi ætlað að merkja opinbera síðu páfans í færslunni.
Sólskin og stillt veður var á suðvesturhorni landsins um páskana og í dag. Veðurfræðingur segir að búast megi við að veðurblíðan verði minni við vikulok.
Systkinin Fanney og Bergur eru á þrítugsaldri og alltaf á ferðinni milli vinnu, skóla og ástar, að reyna að uppfylla væntingar sjálfra sín og annarra. Þau hafa lítinn tíma til að hittast og tala saman í gegnum hljóðskilaboð í snöggum innskotum á milli verkefna. Bergur fer í nám til Bandaríkjanna og samband systkinanna tekur óvænta stefnu. Ólík viðhorf og gildi, svik og lygar og brothætt hjónaband foreldra þeirra veldur togstreitu á milli þeirra. Svo egar þau halda að ástandið geti ekki versnað mæta þau ófyrirséðri áskorun svo þau neyðast til að staldra við, horfast í augu við raunveruleikann og endurmeta hvað skiptir mestu máli.
Höfundar: Bergdís Júlía Jóhannsdóttir og Arnar Hauksson.
Bergur berst við krabbameinið og fjölskyldan reynir að finna styrk í hvort öðru og halda í vonina þó hvert og eitt þeirra undirbýr sig á sinn hátt undir það sem koma skal.
Bergur: Arnar Hauksson
Fanney: Bergdís Júlía Jóhannsdóttir
Pabbi: Vilhjálmur B. Bragason
Mamma: Bára Lind Þórarinsdóttir
Vinur: Rúnar Vilberg Hjaltason
Hjúkrunafræðingur: Ylfa Marin Haraldsdóttir
Hljóðvinnsla og gæðaeftirlit: Gísli Kjaran Kristjánsson
Handrit: Arnar Hauksson og Bergdís Júlía Jóhannsdóttir
Leikstjórn: Tinna Þorvalds Önnudóttir
Tónlist: Anna Halldórsdóttir
Framleiðsla: Útvarpsleikhúsið - Þorgerður E. Sigurðardóttir

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is

Útvarpsfréttir.

Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Samúel Jón Samúelsson komst í kynni við básúnu í tónlistarnámi á Ísafirði og hefur eiginlega ekki lagt hana frá sér síðan. Sem básúnuleikari hefur hann leikið með óteljandi hljómsveitum og tónlistarmönnum og inn á legíó af plötum, aukinheldur sem hann hefur verið iðinn við að semja tónlist og útsetja allskyns músík. Í tilefni af því að þetta er 100. þátturinn af Straumum flytur Samúel Verk fyrir 4 plötuspilara sem var hluti af útskriftarverkefni hans úr tónsmíðanámi í Listaháskóla Íslands haustið 2022, fyrirfram unnin hljóð skorin í hljómplötu út frá gefnum forsendum.

Útvarpsfréttir.
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Athygli kvikmyndagerðarmanna beinist nú að Ódysseifskviðu Hómers. Nýlega var frumsýnd mynd eftir kviðunni og önnur verður tekin upp á Íslandi í sumar. En hvað er heillandi við þessa kviðu? Umsjónarmaður segir frá þessum fræga verki Hómers og les fyrstu kviðuna í nýrri þýðingu.

Útvarpsfréttir.

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Útvarpsfréttir.

Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Í ljósi krakkasögunnar eru þættir sem fjalla um krakka sem hafa skráð nöfn sín á spjöld sögunnar.
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.
Þetta er sagan af Ruby Bridges, sex ára hugrakkri stelpu sem breytti heiminum. Hún varð fyrir fordómum þegar hún var fyrsta svarta barnið í suðurríkjum Bandaríkjanna til að ganga í skóla sem hafði áður bara verið fyrir hvít börn. Fullorðið fólk sem var svo blindað af fordómum og hatri ætlaði að banna henni að mæta í skólann. En hún lét það ekki stoppa sig!
Umsjón og lestur: Ingibjörg Fríða Helgadóttir

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.

Bjarki Sveinbjörnsson fer yfir yfir sögu hljómsveitarinnar og rekur meðal annars hvað aðalhljómsveitarstjórar hennar höfðu að leiðarljósi við störf sín.
Í þættinum verður óperan Tosca flutt í heild sinni í hljóðritun frá tónleikum í Háskólabóí frá 8. mars árið 1983 undir stjórn Jean-Pierre Jacquillat.
Á undan flutningum verður stutt söguleg umfjöllun um flutning Toscu á Íslandi og leiknar tvær aríur frá flutningnum í Þjóðleikhúsinu árið 1957. Guðrún á Símonar (Tosca) syngur aríu Toscu Vissi D'arte og Stefán Íslandi syngur seinni aríu Caradossi, E lucevan le stelle. Tími: 14:55
Hlutverkin í óperunni frá 1983 syngja:
Floria Tosca - Sieglinde Kahmann sópran
Mario Cavaradossi listmálari - Kristján Jóhannsson tenór
Scarpia lögreglustjóri - Robert W. Becker baritón
Angelotti, pólitískur fangi og Sciarrone lögreglunjósnari - Guðmundur Jónsson barítón
Múnkur og fangavörður-Kristinn Hallsson bassi
Spoletta, lögreglufulltrúi - Már Magnússon tenór.
Hjarðsveinn - Elín Sigurvinsdóttir sópran
Ítarlega kynningar Þorsteins Hannessonar fylgja með.

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is

Praxis eftir Fay Weldon.
Dagný Kristjánsdóttir les.


Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Grunnskólar í Breiðholti hlutu veglegan nýsköpunar- og starfsþróunarstyrk frá mennta og barnamálaráðuneytinu á síðasta ári fyrir verkefnið Íslenskubrú Breiðholts. ÍSAT stendur fyrir námsgreinina íslenska sem annað tungumál og markmið þess var að útbúa verkefni, leiðbeiningar, áætlanir, námsmat og ýmislegt fleira til að kennarar hefðu fleiri verkfæri og tól til þess að kenna íslensku sem annað mál. Þær Erla Guðrún Gísladóttir verkefnisstjóri verkefnisins og Heiðrún Ólöf Jónsdóttir kennari komu í þáttinn í dag.
Hvað er næringarleg streita og hvernig er gott að bregðast við henni? Lítið er fjallað um þetta í öllu tali um streitu og Tekla Hrund Karlsdóttir læknir er að skoða sérstaklega hvernig streitan hefur áhrif á konur. Hún segir líkamskerfi kvenna svara umhverfisáreiti miklu meira og þær séu hreinlega viðkvæmari fyrir flóknari veikindum á borð við langvinnum covid einkennu,, potts, ME, vefjagigt, umhverfisóþoli og kulnun. Konur séu oft undir það miklu álagi að það bitnar á réttri næringarinntöku og vatnsneyslu. Tekla stofnaði sína eigin stofu, sem kallast SoundHealth, ásamt eiginmanni sínum, Kjartani Hrafni Loftssyni lækni, til að verja meiri tíma með sjúklingum sínum og leita lausna við einkennum sem oft fá ekki mikla meðhöndlun og greiningu í heilbrigðiskerfinu. Helga Arnardóttir talaði við Teklu Hrund á Heilsuvaktinni í dag.
Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í dag var svo Urður Gunnarsdóttir, verkefnastjóri, en hún vinnur að atvinnu- og byggðaþróun, markaðsmálum og öðru tilfallandi og býr austur í Fljótsdal. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Urður talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Strá fyrir Straumi – Sigríður Pálsdóttir e. Erlu Huldu Halldórsdóttur
Hnífur e. Salman Rushdie
Í skugga trjánna e. Guðrún Eva Mínervudóttir
Æviminningar Sigfúsar á Austfjarðarútunni e. Vilhjálm Einarsson
Vefarinn mikli frá Kasmír e. Halldór Laxness
Bone Clocks e. David Mitchell
Eyland e. Sigríði Hagalín
Tónlist í þættinum í dag:
Indæl er æskutíð / Adda Örnólfs og tríó Ólafs Gauks (Erlent lag, texti Eiríkur Karl Eiríksson)
Sólbrúnir vangar / Berti Möller (Oddgeir Kristjánsson og Ási í Bæ)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Frans páfi lést í gær og heimsbyggðin hefur minnst hans síðan. Ingó Árnason, leikstjóri og leiðsögumaður sem er búsettur í Róm, verður á línunni í upphafi þáttar og segir okkur frá áhrifum á samfélagið þar.
Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur hjá Garðyrkjuskólans að Reykjum kíkir til okkar í spjall um einstaklega hlýtt vor, sumardaginn fyrsta og stöðu skólans.
Jóhann Páll Ástvaldsson, íþróttafréttamaður, verður gestur okkar fyrir átta fréttir þegar við ræðum óvænt úrslit í íslensku bikarkeppninni í fótbolta og rýnum í söguna.
Við ræðum málshætti og fleira við Eirík Rögnvaldsson prófessor emeritus.
Guðmundur Jóhannsson, tæknispekúlant Morgunútvarpsins, fer yfir fréttir úr heimi tækninnar.
Adriana Karólína Pétursdóttir, formaður Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi, verður gestur okkar í lok þáttar þegar við ræðum vinnuframlag og stemningu á vinnustöðum í vikum þar sem mikið er um frídaga.


Létt spjall og lögin við vinnuna.
Það var nokkuð ljúf stemning í Morgunverkum dagsins, bjart og kalt á landinu og ákveðin stund milli fría.
Ný plata vikunnar kemur frá tónlistarmanninum Daniil og heitir hún Brat.
Tónlist frá útsendingarlogg 2025-04-22
Eldar - Bráðum burt.
LANGI SELI OG SKUGGARNIR - Drullukalt (B&B lagakeppni 2009).
BOTNLEÐJA - Heima er best.
EMILÍANA TORRINI - I.
BJÖRK - It?s Oh So Quiet.
MAUS - The deepnightwalk.
HURTS - Stay.
Bríet - Takk fyrir allt.
My Morning Jacket - Time Waited.
PAUL McCARTNEY & WINGS - Maybe I'm Amazed.
Króli - Þekkir einhver hana Guð?.
Kahan, Noah - Stick Season.
Beloved, The - Sweet harmony.
Warmland - The Very End of the End (The Beginning of Something Great).
PRINCE - Raspberry Beret.
Greiningardeildin, Bogomil Font - Þú trumpar ekki ástina.
Chappell Roan - The Giver.
CeaseTone - Only Getting Started.
Pulp - Spike Island.
OTIS REDDING - (Sittin' On) The Dock Of The Bay.
NIALL HORAN - Heaven.
Cyrus, Miley - End of the World (Radio Edit).
Steinunn Jónsdóttir - Stiklað á stóru.
Caamp - Let Things Go.
Perez, Gigi - Chemistry.
JAMIROQUAI - Space Cowboy (Classic Radio remix).
Malen, Sigrún Stella Haraldsdóttir - If we could go back in time.
PROPAGANDA - Duel.
Laufey - Silver Lining.
EMMSJÉ GAUTI - Klisja.
Haim hljómsveit - Relationships.
Peng, Greentea - Stones Throw.
PÁLMI GUNNARSSON - Ég skal breyta heiminum.
PUBLIC ENEMY - Fight The Power (80).
Loreen, SAGES, Ólafur Arnalds, SinfoniaNord - In the Sound of Breathing.
Páll Óskar Hjálmtýsson, Milljónamæringarnir - Skrýmslið.
MANNAKORN - Blús Í G.
Alon, Jacob - Liquid Gold 25.
PM DAWN - Set Adrift On Memory Bliss.
EMILÍANA TORRINI - I.
BOTNLEÐJA - Heima er best.
MAUS - The deepnightwalk.
BJÖRK - It?s Oh So Quiet.
DIDO - White Flag.
Daniil, Aron Can - Sólinni - kynning plata vikunnar 2025 vika 17.
Daniil, Aron Can - Sólinni.
Stefán Hilmarsson, Stebbi og Eyfi, Eyjólfur Kristjánsson - Kysstu mig.
Cure Hljómsveit - A Fragile Thing [RS24 Remix].
PRINS PÓLÓ - TippTopp.
TOTO - Georgy Porgy.
GDRN - Vorið.
Haraldur Ari Stefánsson, Unnsteinn Manuel Stefánsson - Til þín.

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Hjón sem tekið hafa að sér sautján ára kólumbískan dreng sem vísa á úr landi, hafa kært brottvísun hans. Sú kæra frestar þó ekki brottvísun. Tugir mótmæltu við dómsmálaráðuneytið í morgun.
Fjöldi þjóðarleiðtoga hefur boðað komu sína í útför Frans páfa, á laugardag. Nokkrir kardínálar þykja koma til greina sem arftakar, en ómögulegt að spá fyrir um hver tekur við.
Engir fyrrverandi stjórnmálamenn hafa verið skipaðir í stjórnir ríkisfyrirtækja eftir breytingar á vinnubrögðum við skipun. Stjórnum sex opinberra ríkisfyrirtækja hefur nánast verið skipt út í heild sinni.
Harvard-háskóli hefur lagt fram kæru gegn Bandaríkjastjórn vegna ákvörðunar Trumps forseta um að frysta fjárveitingar til skólans.
Eldsneytisverð er áfram hærra á Íslandi en í öðrum Evrópuríkjum. Veiking bandaríkjadollara og lækkun á heimsmarkaðsverði á olíu hafa ekki skilað sér í lækkun á bensíni og dísilolíu hér á landi.
Skrifstofa forseta Íslands segir forseta fyrir mistök hafa vísað til Frans páfa sem Pope Francis í færslu á Facebook. Hún hafi ætlað að merkja opinbera síðu páfans í færslunni.
Sólskin og stillt veður var á suðvesturhorni landsins um páskana og í dag. Veðurfræðingur segir að búast megi við að veðurblíðan verði minni við vikulok.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Útvarpsfréttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.

Fréttastofa RÚV.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.

Í þessum þáttum verður fjallað um plötur sem allar eiga það sameiginlegt að vera þrítugar á árinu, mikilsmetnar og óumdeildar. Dagskrágerðarfólk Rásar 2 valdi plöturnar.
Í þessum þætti verður fjallað um sjö plötur sem allar eiga það sameiginlegt að vera þrítugar á árinu, mikilsmetnar og óumdeildar. Dagskrágerðarfólk Rásar 2 valdi plöturnar.
Rúnar Róbertsson fjallar um Jagged Little Pill með Alanis Morrisette, Hulda Geirsdóttir um frumraun Foo Fighters, Margrét Erla Maack um frumraun Garbage, Ólafur Páll um What´s The Story Morning Glory? með Oasis, Kristján Freyr Halldórsson um Different Class með Pulp, Þorsteinn Hreggviðsson um The Bends með Radiohead og Andri Freyr Viðarsson um Mellon Collie & The Infinite Sadness með Smashing Pumpkins.