Eyðibýlið er viðtals og tónlistarþáttur þar sem viðmælandi er settur í þá stöðu að verða að dvelja í eina viku í einangrun á eyðibýli. Þar hefur hann allt til alls nema fjölmiðla og fjarskiptatæki. Til að stytta honum stundir fær hann að velja nokkur lög til að hlusta á, eina bók til að lesa og svo eitt þarfaþing sem hann má hafa með sér. Í þættinum gerir viðmælandinn grein fyrir vali sínu og svo því helsta sem hann myndi taka sér fyrir hendur í þessar einnar viku einveru.
Viðmælandi Héðins Halldórssonar er Valgeir Sigurðsson, tónlistarmaður.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Ævisagnaritarar frægra tónskálda hafa oft mikinn áhuga á ástamálum þeirra, en í tilfelli Franz Schuberts lenda þeir í vandræðum. Schubert giftist aldrei, ekki hefur varðveist ástarbréf frá honum til nokkurrar konu né öruggar heimildir um nokkurt ástarævintýri. Þó eru tvær konur sem talið er að Schubert hafi elskað, Therese Grob og Carolina Esterhazy. Í þættinum verða flutt tónverk eftir Schubert sem tengjast þessum tveimur konum.
Tónlist, ljóð og viðtöl úr safni útvarpsins.
Einsöngslög flutt af Magnúsi Jónssyni og ættjarðarlög útsett fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Endurfluttir eru tveir frásöguþættir eftir Stefán Lýð Jónsson, fræðslustjóra, sem upphaflega voru fluttir í barnatíma útvarpsins árið 1946. Fyrri þátturinn fjallar um þjóðsöguna um fyrstu búsetu á Hólsfjöllum. Síðari þátturinn er einskonar landafræði um leið og lýst er ferðalagi með bíl frá Reyðarfirði norður yfir Möðrudalsöræfi til Húsavíkur og síðan til Akureyrar.
Umsjón hefur Jónatan Garðarsson.
(Áður á dagskrá 1998)

Veðurstofa Íslands.

Umsjón: Birgir Sveinbjörnsson
Guðsþjónusta.
Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar
Sr. Ásta Ingibjörg Pétursdóttir þjónar fyrir altari.
Organisti er Steingrímur Þórhallsson.
Gradualekór Langholtskirkju, stjórnandi Lilja Dögg Gunnarsdóttir.
Graduale Futuri og Graduale Liberi, stjórnandi Björg Þórsdóttir.
TÓNLIST:
Fyrir predikun:
Forspil: Sinfónía í F (orgel).
Sálmur 390: Líður að dögun. Sigríður Guðmarsdóttir / Gelískt þjóðlag.
Sálmur 218: Kom, voldugi andi. Arinbjörn Vilhjálmsson / Skoskt þjóðlag.
Sálmur 467a: Smávinir fagrir. Jónas Hallgrímsson / Atli Heimir Sveinsson.
Sálmur 273: Stjörnur og sól. Lilja S. Kristjánsdóttir / Egil Hovland.
Eftir predikun:
Kórsöngur: Barnagælur. Íslensk þjóðvísa og þjóðlag / Jórunn Viðar.
Sálmur 296: Þér friður af jörðu fylgi nú. Kristján Valur Ingólfsson / Lag frá Gvatemala.
Sálmur 295: Heyr það nú. Kristján Valur Ingólfsson / Myrta Blyth.
Sálmur 341: Fel mig nú í faðmi þér. Árný Björg Blandon / Reuben T. Morgan.
Sálmur 465: Í svörtum himingeimi. Davíð Þór Jónsson / Arngerður María Árnadóttir.
Eftirspil: Ísland farsælda frón (orgel).
Útvarpsfréttir.
Reynt verður að blása lífi í friðarvonir í Úkraínu á leiðtogafundi í London í dag. Forsætisráðherra Bretlands vinnur að áætlun um stríðslok í samvinnu við Frakka.
Atkvæðagreiðsla í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins hófst í morgun. Niðurstöður ættu að liggja fyrir í hádeginu.
Vopnahlé á Gaza hangir á bláþræði. Fyrsta áfanga þess er lokið og sá næsti átti að hefjast í dag.
Suðvestan hvassviðri gengur yfir landið í dag og í nótt. Appelsínugul viðvörun hefur verið gefin út fyrir vestanvert landið og heiðar gætu lokast þegar líður á daginn.
Frumvarpi fjármálaráðherra um kílómetragjald á ökutæki var dreift á Alþingi í gær. Framkvæmdastjóri FÍB gagnrýnir að enn sé stefnt að því að innheimta sama kílómetragjald af öllum bílum undir þremur og hálfu tonni.
Ákjósanlegur búnaður til að kortleggja stórstraumsfjöru er ekki til hér á landi en Náttúrufræðistofnun telur sig samt geta gert slíkar mælingar í Seyðisfirði. Þær eiga að skera úr um hve mikið pláss er fyrir eldiskvíar firðinum.
Foreldrar barna yngri en átján ára sem missa maka munu eiga rétt á sex mánaða launuðu sorgarleyfi samkvæmt frumvarpi félags- og húsnæðismálaráðherra.
Í Krakkaheimskviðum fjöllum við um fréttir af því sem gerist ekki á Íslandi, en tengist því samt stundum. Karitas kafar í heimsmálin ásamt góðum gestum og fjallar á einfaldan, skýran og skemmtilegan hátt um allt milli himins og jarðar.
Umsjón: Karitas M. Bjarkadóttir
Í þessum þætti Krakkaheimskviða svarar Karitas seinni tveimur spurningunum frá 6. bekk í Brekkuskóla sem að þessu sinni velta fyrir sér hugmyndum Trumps um að kaupa Grænland og framtíð NATO.
Jósafat Arngrímsson var mikilsvirtur athafnamaður á Suðurnesjum, vonarstjarna í Sjálfstæðisflokknum og í miklum metum hjá bandarískum herforingjum þegar upp komst um stórfelld fjársvik hans og hann hlaut dóm í Hæstarétti. Í þessari fjögurra þátta röð, úr smiðju feðginanna Snærósar Sindradóttur og Sindra Freyssonar, er ævintýralegur og hreint ótrúlegur ferill Jósafats rakinn frá upphafsárum hans í svindli á vellinum í Keflavík og þar til fjársvikin fóru að hlaupa á milljörðum á alþjóðasviðinu í Bretlandi og Írlandi - en þá hafði Jósafat fyrir löngu sagt skilið við nafnið sem honum var gefið í bernsku og farinn að kalla sig Grimson, Joe Grimson.
Umsjón: Snærós Sindradóttir og Sindri Freysson.
Jósafat Arngrímsson var mikilsvirtur athafnamaður á Suðurnesjum, vonarstjarna í Sjálfstæðisflokknum og í miklum metum hjá bandarískum herforingjum þegar upp komst um stórfelld fjársvik hans og hann hlaut dóm í Hæstarétti. Í þessum fyrsta þætti er farið yfir upphaf ferils Jósafats, gríðarlegan uppgang í Keflavík sem Jósafat tók þátt í af krafti, og loks fyrsta sakamálið gegn honum, en Jósafat var dæmdur fyrir umfangsmikið ávísanasvindl.
Umsjón: Snærós Sindradóttir og Sindri Freysson.
Aðstoð við samsetningu og frágang: Guðni Tómasson
Viðmælendur í þessum þætti: Valtýr Sigurðsson, Ragnar Áki Jónsson, Friðþór Eydal, Árni Samúelsson,
Lesarar í þessum þætti: Oddur Þórðarson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, Ingvar Þór Björnsson, Sindri Freysson, Sigrún Hermannsdóttir, Viktoría Hermannsdóttirog Einar Kárason
Tónlist úr ýmsum áttum. Nýjar hljóðritanir Rásar 1 í bland við nýjar plötur íslenskrar og erlendrar tónlistar.
Í vikunni fagnar Sinfóníuhljómsveit Íslands 75 ára afmæli sínu. Rás 1 verður með talsverðan viðbúnað af því tilefni.
Í þessum þætti setur Pétur Grétarsson á fóninn nokkur tóndæmi sem tengjast íslenskum tónskáldum, einsöngvurum og einleikurum sem tengst hafa hljómsveitinni í gegnum árin
Frá liðnum dögum - Páll Ísólfss/Stefán frá Hvítadal
Sögusinfónían - Njáls Saga - Björn að baki Kára- Jón Leifs
Aría úr Þrymskviðu - Jón Ásgeirsson
Hel - Skálmöld/Snæbjörn Ragnarsson
Sveitin milli sanda - Magnús Blöndal Jóhannsson
Tvímánður - Magnús Blöndal Jóhannsson
Mín er nóttin - Gunnar Þórðarson/Friðrik Erlingsson
Hvert örstutt spor - Jón Nordal/Halldór Laxness
Píanókonsert - Jón Nordal
Red Handed - úr Processions - Daníel Bjarnason
Archora - Anna Þorvaldsdóttir
Í sjöunda himni - Haukur Tómasson
10 þátta röð fyrir Rás 1 í umsjón Þorgerðar E. Sigurðardóttur og Halldórs Guðmundssonar.
Ísland og Kaupmannahöfn í spegli bókmenntanna: Í þáttunum verða þessi aldalöngu tengsl skoðuð frá mörgum sjónarhornum. Kaupmannahöfn var í næstum 500 ár eins konar höfuðborg Íslands, aðsetur stjórnsýslunnar, æðsta dómstólsins og konungsins. Sumir Íslendingar hröktust þangað eða voru fluttir til borgarinnar nauðugir, aðrir leituðu þar frelsis og réttinda sem þeir nutu ekki heima. Hvernig kom borgin þeim fyrir sjónir, hvernig breytti hún viðhorfum þeirra eða umturnaði lífshlaupinu? Óvíða sést þetta betur en í bókum Íslendinganna sjálfra og hér verður leitað fanga í þeim og rætt við rithöfunda og ýmsa sérfræðinga, auk þess sem heyra má áhugaverð brot úr safni RÚV í bland við ýmiss konar tónlist. Til verður mynd sem er stundum fögur, stundum óhugnanleg en alltaf forvitnileg.
Hvað gerðist í bókmenntum þegar borgir urðu til? Af hverju geta bókmenntir frá Aþenu hinni fornu virkað eins og samtímabókmenntir á lesendur löngu síðar? Og hvaða hlutverki gegndi Kaupmannahöfn í dönskum og íslenskum bókmenntum?
Rætt við Maó Alheimsdóttur og Sölva Björn Sigurðsson.
Gestur úr Mannlega þættinum talar um bækur.
Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Björg Björnsdóttir, safnstjóri í Minjasafni Austurlands á Egilsstöðum og ljóðskáld. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Björg talaði um eftirfarandi bækur og höfund:
Hundagerðið e. Sofi Oksanen
Skiptidagar e. Guðrúnu Nordal
90 sýni úr minni mínu e. Halldóru Thoroddsen
Blóðhófnir e. Gerði Kristnýju
Moldin heit e. Birgittu Björgu Guðmarsdóttur
Jósafat Arngrímsson var mikilsvirtur athafnamaður á Suðurnesjum, vonarstjarna í Sjálfstæðisflokknum og í miklum metum hjá bandarískum herforingjum þegar upp komst um stórfelld fjársvik hans og hann hlaut dóm í Hæstarétti. Í þessari fjögurra þátta röð, úr smiðju feðginanna Snærósar Sindradóttur og Sindra Freyssonar, er ævintýralegur og hreint ótrúlegur ferill Jósafats rakinn frá upphafsárum hans í svindli á vellinum í Keflavík og þar til fjársvikin fóru að hlaupa á milljörðum á alþjóðasviðinu í Bretlandi og Írlandi - en þá hafði Jósafat fyrir löngu sagt skilið við nafnið sem honum var gefið í bernsku og farinn að kalla sig Grimson, Joe Grimson.
Umsjón: Snærós Sindradóttir og Sindri Freysson.
Jósafat Arngrímsson var mikilsvirtur athafnamaður á Suðurnesjum, vonarstjarna í Sjálfstæðisflokknum og í miklum metum hjá bandarískum herforingjum þegar upp komst um stórfelld fjársvik hans og hann hlaut dóm í Hæstarétti. Í þessum fyrsta þætti er farið yfir upphaf ferils Jósafats, gríðarlegan uppgang í Keflavík sem Jósafat tók þátt í af krafti, og loks fyrsta sakamálið gegn honum, en Jósafat var dæmdur fyrir umfangsmikið ávísanasvindl.
Umsjón: Snærós Sindradóttir og Sindri Freysson.
Aðstoð við samsetningu og frágang: Guðni Tómasson
Viðmælendur í þessum þætti: Valtýr Sigurðsson, Ragnar Áki Jónsson, Friðþór Eydal, Árni Samúelsson,
Lesarar í þessum þætti: Oddur Þórðarson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, Ingvar Þór Björnsson, Sindri Freysson, Sigrún Hermannsdóttir, Viktoría Hermannsdóttirog Einar Kárason
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga.
Í þessum þætti af Kúrs verður fjallað um algengt hegðunarvandamál hjá hundum sem kallast „reactivity“ á ensku. ’Reaktívir’ hundar gelta oft og urra þegar þeir sjá t.d. aðra hunda eða fólk. Rætt verður við Söru Kristínu hundaþjálfara og Brynju sem hefur átt reaktívan hund.
Umsjón: Sigrún Ninna Sigurðardóttir

Veðurfregnir kl. 22:05.
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.

Útvarpsfréttir.
Jón eigrar um akra tónlistarinnar, léttstígur og viljugur með skemmtilega fróðleiksmola í farteskinu.
Íslensk tónlist spilar yfirleitt stórt hlutverk. Þægilegur og laufléttur morgunþáttur í umsjón frumherja Rásar 2.
Umsjón: Jón Ólafsson
Það var farið um víðan völl og hófst þátturinn á úkraínsku popplagi. Willie Nelson kvað sér hljóðs rétt eins og Marína Ósk og Ricky Gervais sem söng fyrir hlustendur þegar hann var með herðapúðana.
Útvarpsfréttir.
Reynt verður að blása lífi í friðarvonir í Úkraínu á leiðtogafundi í London í dag. Forsætisráðherra Bretlands vinnur að áætlun um stríðslok í samvinnu við Frakka.
Atkvæðagreiðsla í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins hófst í morgun. Niðurstöður ættu að liggja fyrir í hádeginu.
Vopnahlé á Gaza hangir á bláþræði. Fyrsta áfanga þess er lokið og sá næsti átti að hefjast í dag.
Suðvestan hvassviðri gengur yfir landið í dag og í nótt. Appelsínugul viðvörun hefur verið gefin út fyrir vestanvert landið og heiðar gætu lokast þegar líður á daginn.
Frumvarpi fjármálaráðherra um kílómetragjald á ökutæki var dreift á Alþingi í gær. Framkvæmdastjóri FÍB gagnrýnir að enn sé stefnt að því að innheimta sama kílómetragjald af öllum bílum undir þremur og hálfu tonni.
Ákjósanlegur búnaður til að kortleggja stórstraumsfjöru er ekki til hér á landi en Náttúrufræðistofnun telur sig samt geta gert slíkar mælingar í Seyðisfirði. Þær eiga að skera úr um hve mikið pláss er fyrir eldiskvíar firðinum.
Foreldrar barna yngri en átján ára sem missa maka munu eiga rétt á sex mánaða launuðu sorgarleyfi samkvæmt frumvarpi félags- og húsnæðismálaráðherra.
Rúnar Róberts í huggulegum sunnudagsgír með mikið af tónlist frá níunda áratugnum, "Eitís".
Í dag hljóp Kristján Freyr í skarðið fyrir Rúnar Róberts og greip safnplötuna Dúndur með sér en hún kom út 1985 hjá Spori. Vörður dagins voru á sínum stað þar sem topplagið í Bandaríkjunum 02. mars 1985, Careless Whisper, kom frá George Michael, „eitísplata“ vikunnar var The People That Grinned Themselves to Death eða Fólkið sem glotti sér til ólífs frá hljómsveitinni The Housemartins eða bæjarsvölunum. Loks var það Tappi tíkarrass sem átti ellismell vikunnar en það var lagið Dalalæða sem kom út 2023.
Hér er lagalisti þáttarins:
Frá kl. 12:45
Páll Óskar Hjálmtýsson, Benni Hemm Hemm - Allt í lagi.
ELVIS COSTELLO - Don't Let Me Be Misunderstood.
Árný Margrét - Day Old Thoughts.
RAZORLIGHT, RAZORLIGHT - America.
SANDRA - In The Heat Of The Night.
10CC - I'm Not In Love.
Blow Monkeys, The - Digging your scene.
Thee Sacred Souls - Live for You.
GEORGE MICHAEL - Careless Whisper.
Sigríður Beinteinsdóttir, Celebs - Þokan.
ROXY MUSIC - Let's stick together.
CHINA CRISIS - Black Man Ray.
MEZZOFORTE - This is the night.
ENYA - Orinoco Flow.
PHIL COLLINS & PHILIP BAILY - Easy Lover.
HIPSUMHAPS - Hjarta.
Frá kl. 14:00:
GRAFÍK - Prinsessan.
GLENN MEDEIROS - Nothing's Gonna Change My Love For You.
Fontaines D.C. - Favourite.
THE JAM - Going Underground.
BEYONCÉ - CUFF IT.
THE HOUSEMARTINS - Five Get Over Excited (Fun Fun Fun)
THE HOUSEMARTINS - Build.
MIDGE URE - If I Was.
Simple Minds - Alive And Kicking.
Rogers, Maggie - The Kill.
ELTON JOHN - I'm still standing.
EVERYTHING BUT THE GIRL - Missing (Todd Terry Club Remix).
Frá kl. 15:00:
Bubbi Morthens - Brotin Loforð.
SINEAD O CONNOR - Mandinka.
UB40 - Don't break my heart.
FICTION FACTORY - (Feels like) Heaven.
Tappi Tíkarrass - Dalalæða.
Tappi Tíkarrass - Hrollur.
NIK KERSHAW - The Riddle.
MANIC STREET PREACHERS - Suicide Is Painless (Theme from M-A-S-H).
HJALTALÍN - We Will Live For Ages.
Deacon Blue - Fergus Sings the Blues.
Jón Jónsson Tónlistarm., Una Torfadóttir - Vertu hjá mér.
OMD - Enola Gay.
Prefab Sprout - When love breaks down.
HUMAN LEAGUE - Don't You Want Me.
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson

Útvarpsfréttir.
Tónlistinn er vinsældalisti Íslands. Listinn er samantekt á mest spiluðu lögunum á útvarpsstöðvunum Bylgjunni, FM957, X-inu 977, Rás 2 og K100, sem og á streymisveitum. Listinn er unninn af Félagi hljómplötuframleiðenda og er á dagskrá Rásar 2 alla sunnudaga.
Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir.

Fréttastofa RÚV.
Gjallarhorn fyrir nýjar raddir, nýstárlegar hugmyndir, óhljóð og tónlist sem þú hefur aldrei heyrt. Í Ólátagarði á íslensk grasrótartónlist griðarstað.
Umsjón: Einar Karl Pétursson og Björk Magnúsdóttir.
Við ólátabelgirnir kíktum á tvenna tónleika um helgina, annarsvegar á útgáfutónleika hjá pönkhljómsveitinni Tófu sem gaf út plötuna Mauled 8. nóvember í fyrra eftir næstum átta ára dvala - hinsvegar skellti Einar sér einnig á tónleika í plötubúðinni Smekkleysu þar sem tvíeykið GARGAN spilaði fyrir framan áhorfendur í fyrsta sinn.
Lagalisti:
Andrés Þór Þorvarðarson - Ólátagarður
Flesh Machine - Nothing never happens
Samosa - Söngtífa / Burðarþol
Indris - Heyri ekki neitt (feat. Eló & Meateater)
Flaryyr - MY HOME IS MYCORRHIZAL AND I CARRY MY FRIENDS AS A FLAG
Katrín Lea - in case you come home
Isold Hekla - Sjáumst
Marteinn Sindri - Atlas
Hjalti Jón - For all of my friends
Rökkvi Sig - Pretender
Tófa - Parasite
HASAR - Innipúki
HASAR - Gera Sitt Besta
Tófa - Clogging (upptaka frá útgáfutónleikum á Lemmy 28.02.2025)
Tófa - Teach Me
GARGAN - (upptaka frá tónleikum í Smekkleysu 1.03.2025)
GARGAN - Intro
GARGAN - Track 3
Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.
Að þessu sinni ræðum við við tónlistarkonuna Kötlu Yamagata, sem hefur verið að festa sig í sessi sem spennandi rödd í íslenskri tónlist. Hún gaf nýverið út plötuna Postulín, sem hún samdi og vann í samstarfi við Jóhannes Damian Patreksson. Við ræðum tónlistina, ferlið og hvað framtíðin ber í skauti sér