Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Rætt var um persónuupplýsingar og persónuvernd en í dag er alþjóðlegi persónuverndardagurinn. Meðvitað eða ómeðvitað skilur fólk eftir sig upplýsingar um sjálft sig í forritum og vefsíðum á internetinu. Þessum upplýsingum er safnað saman og þær seldar fyrirtækjum sem sjá sér hag í að vita sem mest um fólk, um þarfir þess og langanir, til að reyna að selja því vöru eða þjónustu. Rebekka Rán Samper, lögfræðingur og verkefnastjóri hjá Persónuvernd, sagði frá þeim lögum sem gilda um vernd persónuupplýsinga og hvatti hlustendur til að vera á varðbergi gagnvart söfnun upplýsinga.
Arthur Björgvin Bollason spjallaði um þýsk málefni. Kosningabaráttan er komin á fullt en kosið verður til þýska sambandsþingsins 23. febrúar.
Í ráði er að reisa gestastofu á Hrauni í Öxnadal til að heiðra minningu Jónasar Hallgrímssonar sem fæddist þar 1807. Hanna Rósa Sveinsdóttir og Gunnar Már Gunnarsson, félagar í Menningarfélaginu Hrauni, sögðu frá áformunum sem miða að því að miðla fróðleik um fjölbreytt og ríkulegt ævistarf Jónasar.
Tónlist:
Barn - Ragnar Bjarnason,
Rock og cha cha - Ragnar Bjarnason,
Hlið við Hlið - Ragnar Bjarnason,
Án þín - Ragnar Bjarnason og Elly Vilhjálms,
Vísur Íslendinga - Andrea Gylfadóttir og Tríó Björns Thoroddsen.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Mikill fjöldi, hvaðanæva að úr heiminum, hefur áhuga á því að ferðast, hefur bæði tíma og fjármuni til að gera það en heldur sig samt heima vegna þess að aðgengi fyrir fatlaða og hreyfihamlaða er víða ábótavant. Samkvæmt íslenskum lögum og reglugerðum á að gæta þess sérstaklega að aðgangur fólks með fötlun að manngerðu umhverfi sé til jafns við aðra. Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir, málefnafulltrúi Sjálfsbjargar, Landssambands Hreyfihamlaðra, kom í þáttinn í dag og fór með okkur yfir stöðuna í aðgengismálum í ferðaþjónustu.
Það eru liðin 50 ár frá því að konur hér á landi lögðu niður launuð sem ólaunuð störf sín og stöðvuðu þannig samfélagið. Þrátt fyrir þrotlausa baráttu í hálfa öld búa konur enn við misrétti og ofbeldi. Metþátttaka var í Kvennaverkfallinu árið 2023 og valdefling, baráttugleði, og skýrt ákall um breytingar einkenndu þessa miklu samstöðu rétt eins og árið 1975. Næsta fimmtudag fer fram fyrsti viðburður kvennaársins í Iðnó og Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB kom í þáttinn og sagði okkur nánar frá.
Heilbrigð efnaskipti í líkamanum stuðla ekki eingöngu að góðri líkamlegri heilsu heldur hefur hún einnig veruleg áhrif á andlega heilsu. Rannsóknir sýna nú svo ekki verður um villst að viðvarandi efnaskiptavilla í líkamanum, sem á sér stað þegar viðkomandi neytir of mikils sykraðs og gjörunnins mataræðis til langs tíma, getur haft áhrif á myndun hvers kyns geðsjúkdóma, viðhaldið þeim og hreinlega komið í veg fyrir að fólk nái bata. Guðmundur Freyr Jóhannsson, lyf- og bráðalæknir, hélt erindi um andlega heilsu og efnaskipti á nýafstöðnum Læknadögum í Hörpunni hefur undanfarin ár reynt að vekja athygli almennings á skaðlegum áhrifum gjörunnins og sykraðs mataræðis og rætt um lausnir fyrir fólk til að leiðrétta efnaskiptin. Hann vill nú beina athygli okkar að áhrifum viðvarandi efnaskiptavillu á geðsjúkdóma. Helga Arnardóttir ræddi við Guðmund Frey á Heilsuvaktinni í dag.
Tónlist í þættinum:
Síðan eru liðin mörg ár / Brimkló (Brimkló, Chip Taylor, texti Þorsteinn Eggertsson)
Með þér / Ragnheiður Gröndal (Bubbi Morthens)
Engin önnur en ég er / Ellen Kristjánsdóttir (Ellen Kristjánsdóttir, texti Bragi Valdimar Skúlason)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Fjármálaráðuneytið hefur enn ekki tekið ákvörðun um til hvaða aðgerða verði gripið í styrkjamálinu svokallaða. Nokkrir stjórnmálaflokkar hafa fengið milljónastyrki úr ríkissjóði án þess að uppfylla skilyrði gildandi laga.
Forsætisráðherra Danmerkur er á yfirreið um Evrópu til að stilla saman strengi með bandamönnum í NATÓ. Grænlandsdeilan við Bandaríkjaforseta er ekki yfirskrift fundanna, en er augljóslega það sem vakir fyrir henni.
Hafrannsóknastofnun býst ekki við að loðnumælingar, sem lauk um helgina, breyti fyrri ráðgjöf um engar veiðar í vetur. Tvö fiskiskip fóru í gærkvöld í leiðangur til frekari loðnumælinga undan Austfjörðum.
Ekki er ljóst hvort og hvernig lögregla nýtir gögn, sem tálbeituhópur ungmenna safnaði um meinta barnaníðinga. Lögregla hefur áhyggjur af að fólk taki lögin í eigin hendur.
Kostnaður upp á hundruð milljarða blasir við íslenskum sveitarfélögum, vegna hertra reglna Evrópusambandsins um losun á skólpi í sjó. Íslensk stjórnvöld reyna að semja um undanþágu.
Sex snjóflóð féllu yfir veginn um Kleifaheiði milli Patreksfjarðar og Barðastrandar í gærkvöldi. Eitt þeirra féll rétt á hæla snjóflóðaeftirlitsmanns.
Sögulegt hrun varð á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær eftir að kínverskt gervigreindarforrit spratt fram á sjónarsviðið. Hingað til hafa Bandaríkjamenn þótt leiða þennan geira, en ljóst er að gervigreindarkapphlaupið er hafið af alvöru.
Ísland keppir á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision í ár, þriðjudaginn 13. maí.
Þegar Jón Þröstur Jónsson kom til Dyflinnar í febrúar 2019 stóð til að hann myndi verja fríinu sínu í að spila póker og ferðast með konunni sinni.
Þess í stað hvarf hann sporlaust.
Nú, sex árum síðar, taka RÚV og RTÉ á Írlandi höndum saman við rannsókn málsins í hlaðvarpinu Where is Jón? sem birtist hér í íslenskri aðlögun.
Where is Jón? má finna á hlaðvarpsveitum og í spilara RÚV þar sem einnig má finna útgáfu með íslenskum texta.
Jana kippti sér ekki mikið upp við að sjá Jón ganga á brott frá Bonnington hótelinu.
Með kvöldinu fóru þó að renna á hana tvær grímur og morgunin eftir var hún sannfærð um að eitthvað væri ekki með feldu. Í því sem Jana leitar til lögreglunnar lítum við heim til Íslands og aftur í tímann.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Tjaldurinn er ólíkindatól og undanfarin ár hefur líffræðingurinn Sölvi Rúnar Vignisson einbeitt sér sérstaklega að rannsóknum á honum - við ætlum að ræða við Sölva Rúnar um líf og hegðun Tjalda, sem sumir eru orðnir staðfuglar og jafnvel farnir að yfirgefa fjörurnar fyrir ánamaðka í túnum.
Síðan fjöllum við um nýlendustefnu, framtíðina og matarmenningu, afnýlenduvæðingu, sundlaugar og kvikmyndir. Við ræðum við Acholu Otieno, April Dobbins, og Elizabethu Lay, sem voru með viðburð á Framtíðarfestivali Borgarbókasafnsins sem tengist nýlendulausri næringu. Viðtalið er hluti af viðtalsröð Samfélagsins um framtíðir og framtíðarsýnir.
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Í framhaldsnámi sem einleikari á píanó áttaði Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir sig á því að hún væri ekki efni í píanóleikara, því hana langaði meira að semja tónlist frekar en að spila hana. Hún fór því í nám í tónsmíðum og hefur samið ýmiskonar verk síðan, til að mynda verk fyrir listhópinn Hlökk, sem hún er í, og sönglög við ljóð eftir nöfnu sína Ingibjörgu Haraldsdóttur í félagi við aðra nöfnu sína, Ingibjörgu Fríðu Helgadóttur.
Lagalisti
Konan í speglinum - Upphaf
Óútgefið - O
Óútgefið - að elska er að sökkva
Hulduhljóð - Hulduhvísl (huldufuglar)
Dúo Freyja - Undiralda
Konan í speglinum - Símtal
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Húsnæði Árnastofnunnar í Árnagarði hefur verið táknmynd eða hulstur utan um efnismenningu handritasafns Árna Magnússonar í rúm 50 ár. Nú hefur stofnunin verið flutt yfir Suðurgötuna og í Eddu en um liðna helgi stóð hópur listamanna, fræðimanna, hönnuða og arkitekta að sýningu í yfirgefnu húsnæði Árnastofnunnar sem þau kölluðu Innviði. Um sýningarstjórn sáu þeir Marteinn Sindri Jónsson og Unnar Örn Auðarson. Við ræðum við Martein Sindra og fleiri þátttakendur í þætti dagsins.
Hópur ungskálda bíður af sér óvenjulegan sumarstorm í sveitasetri við Genfarvatn. Þau drepa tímann með ýmsum óhugnaði en þetta kvöld er eitthvað annað og meira sem ásækir þau en bara skáldskapur. Þannig hefst lýsingin á nýjasta leikverki leikhópsins Marmarabarna, sem kallast Árið án sumars. Við lítum inn í Borgarleikhúsið og kynnum okkur verkið.
Og Gréta Sigríður Einarsdóttir rýnir í Ferðalok eftir Arnald Indriðason.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.
Við ræðum við Róbert Bjarnason, frumkvöðul og sérfræðing í gervigreind, um nýtt gervigreindartól sem kemur frá Kína, DeepSeek. Hver er munurinn á DeepSeek og OpenAi og ChatGPT? Er eitthvað merkilegt við DeepSeek?
Hallveig Kristín Eiríksdóttir, sviðslistakona, er hugsi eftir HM í handbolta. Það hafa margir íslendingar spilað með Gummersbach. Hvar er Gummersbach og hvernig bær er það?
Kornukópía nefnist tónleika kvikmynd Bjarkar Guðmundsdótttur sem frumsýnd verður 1. febrúar, fyrst á Íslandi, síðar um heim allan. Leikstjóri myndar er Ísold Uggadóttir, framleiðandi Sara Nassim. Myndin byggir að mestu á tónlist af plötu hennar Utopia, þar sem hún kemur inn á mál sem eru henni hugleikin, þar á meðal umhverfismál, jafnrétti og femínisma. Björk sest niður með Önnu Gyðu Sigurgísladóttur í þætti dagsins.
Fréttir
Fréttir
Lögreglan varar við hættulegum lyfjum í umferð. Til rannsóknar er hvort dauða manns á fertugsaldri megi rekja til neyslu falsaðra Xanax-lyfja sem seld eru á svörtum markaði.
Carbfix ráðgerir að dæla innfluttu koldíoxíði í jörðu á allt að fjórum stöðum á landinu og kynnti áætlanir sínar á íbúafundi í Ölfusi í gær.
Ísraelsstjórn segir aðrar stofnanir og samtök geta tekið við verkefnum palestínsku flóttamannaaðstoðarinnar þegar samskiptum við hana verður slitið á fimmtudag. Bandaríkjastjórn styður ákvörðun Ísraels.
Landris og kvikusöfnun hefur áfram undir Svartsengi og líkur á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni fara vaxandi.
Sólinni var fagnað með söng á Siglufirði í dag.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fjármálaráðuneytið kannaði ekki hvort þeir flokkar sem áttu rétt á framlagi úr ríkissjóði væru skráðir á stjórnmálaskrá ríkisskattstjóra. Ráðuneytið kallar þetta misbrest á verklagi sem bætt hafi verið úr. Ríkisendurskoðandi hvetur til þess að lögin verði tekin til endurskoðunar.
Forsætisráðherra Danmerkur fór víða um Evrópu í dag til að treysta samstöðu með bandamönnum sínum og fáum duldist að það væri vegna togstreitu við Bandaríkjaforseta vegna Grænlands. Vestnorræna ráðið ályktaði nýlega um stuðning við Grænland og að Grænlendingar ráði framtíð sinni sjálfir.
Ævintýrið um Öskubusku er mörg hundruð, jafnvel þúsund ára gömul þjóðsaga sem er til í óteljandi útgáfum um allan heim. Í þessum þáttum fáum við að kynnast hinum Öskubuskunum, sem margar hverjar eiga sér myrkari hliðar en Disney Öskubuskan sem í hugum margra er hin eina sanna Öskubuska. Við ferðumst fram og til baka í tíma og rúmi með það að markmiði að gera góða sögu enn betri og kannski hræða okkur dálítið inn á milli með drungalegum tilbrigðum sögunnar.
Umsjón: Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir.
Í þessum þætti erum við á heimaslóðum og kynnumst hinni íslensku Öskubusku, Mjaðveigu Mánadóttur sem lendir í ýmsum hremmingum af völdum stjúpmóður sinnar sem er svo sannarlega ekki öll þar sem hún er séð. Við heyrum einnig brot úr upptökum Segulbandasafns Árnastofnunnar, www.ismus.is þar sem sagt er frá meira en maklegum málagjöldum skúrkanna.
Umsjón: Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir.
Lesarar í þættinum: Vera Illugadóttir og Gunnar Hansson.
Veðurfregnir kl. 18:50.
Tónleikahljóðritanir með innlendum og erlendum flytjendum.
Hljóðritun frá tónleikum hljómsveitarinnar Le Concert des Nations á tónlistarhátíðnni í Granada á Spáni 9. júní sl.
Á efnisskrá eru verk eftir Antonio Vivaldi og Johann Sebastian Bach.
Einleikarar: Fiðluleikararnir Manfredo Kraemer, David Plantier, Mauro Lopes Ferreira og Guadalupe del Moral, semballeikarinn Luca Guglielmi og barokkflautuleikarinn Chales Zebley.
Stjórnandi: Jordi Savall.
Umsjón: Bergljót Haraldsdóttir.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Tjaldurinn er ólíkindatól og undanfarin ár hefur líffræðingurinn Sölvi Rúnar Vignisson einbeitt sér sérstaklega að rannsóknum á honum - við ætlum að ræða við Sölva Rúnar um líf og hegðun Tjalda, sem sumir eru orðnir staðfuglar og jafnvel farnir að yfirgefa fjörurnar fyrir ánamaðka í túnum.
Síðan fjöllum við um nýlendustefnu, framtíðina og matarmenningu, afnýlenduvæðingu, sundlaugar og kvikmyndir. Við ræðum við Acholu Otieno, April Dobbins, og Elizabethu Lay, sem voru með viðburð á Framtíðarfestivali Borgarbókasafnsins sem tengist nýlendulausri næringu. Viðtalið er hluti af viðtalsröð Samfélagsins um framtíðir og framtíðarsýnir.
Guðrún Borgfjörð var dóttir Jóns Borgfirðings og systir Klemensar Jónssonar landritara og Finns Jónssonar prófessors. Hún var ekki studd til mennta eins og þeir þó hún væri bókhneigð og fróðleiksfús. Klemens bróðir Guðrúnar hvatti hana til að rita endurminningar sínar. Hún bregður upp mynd af æskuheimili sínu, lýsir hversdagslífinu, samtímanum, atburðum sem hún tók þátt í og fólki sem hún kynntist.
Jón Aðils les.
(Áður á dagskrá 1973)
Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Mikill fjöldi, hvaðanæva að úr heiminum, hefur áhuga á því að ferðast, hefur bæði tíma og fjármuni til að gera það en heldur sig samt heima vegna þess að aðgengi fyrir fatlaða og hreyfihamlaða er víða ábótavant. Samkvæmt íslenskum lögum og reglugerðum á að gæta þess sérstaklega að aðgangur fólks með fötlun að manngerðu umhverfi sé til jafns við aðra. Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir, málefnafulltrúi Sjálfsbjargar, Landssambands Hreyfihamlaðra, kom í þáttinn í dag og fór með okkur yfir stöðuna í aðgengismálum í ferðaþjónustu.
Það eru liðin 50 ár frá því að konur hér á landi lögðu niður launuð sem ólaunuð störf sín og stöðvuðu þannig samfélagið. Þrátt fyrir þrotlausa baráttu í hálfa öld búa konur enn við misrétti og ofbeldi. Metþátttaka var í Kvennaverkfallinu árið 2023 og valdefling, baráttugleði, og skýrt ákall um breytingar einkenndu þessa miklu samstöðu rétt eins og árið 1975. Næsta fimmtudag fer fram fyrsti viðburður kvennaársins í Iðnó og Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB kom í þáttinn og sagði okkur nánar frá.
Heilbrigð efnaskipti í líkamanum stuðla ekki eingöngu að góðri líkamlegri heilsu heldur hefur hún einnig veruleg áhrif á andlega heilsu. Rannsóknir sýna nú svo ekki verður um villst að viðvarandi efnaskiptavilla í líkamanum, sem á sér stað þegar viðkomandi neytir of mikils sykraðs og gjörunnins mataræðis til langs tíma, getur haft áhrif á myndun hvers kyns geðsjúkdóma, viðhaldið þeim og hreinlega komið í veg fyrir að fólk nái bata. Guðmundur Freyr Jóhannsson, lyf- og bráðalæknir, hélt erindi um andlega heilsu og efnaskipti á nýafstöðnum Læknadögum í Hörpunni hefur undanfarin ár reynt að vekja athygli almennings á skaðlegum áhrifum gjörunnins og sykraðs mataræðis og rætt um lausnir fyrir fólk til að leiðrétta efnaskiptin. Hann vill nú beina athygli okkar að áhrifum viðvarandi efnaskiptavillu á geðsjúkdóma. Helga Arnardóttir ræddi við Guðmund Frey á Heilsuvaktinni í dag.
Tónlist í þættinum:
Síðan eru liðin mörg ár / Brimkló (Brimkló, Chip Taylor, texti Þorsteinn Eggertsson)
Með þér / Ragnheiður Gröndal (Bubbi Morthens)
Engin önnur en ég er / Ellen Kristjánsdóttir (Ellen Kristjánsdóttir, texti Bragi Valdimar Skúlason)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.
Við ræðum við Róbert Bjarnason, frumkvöðul og sérfræðing í gervigreind, um nýtt gervigreindartól sem kemur frá Kína, DeepSeek. Hver er munurinn á DeepSeek og OpenAi og ChatGPT? Er eitthvað merkilegt við DeepSeek?
Hallveig Kristín Eiríksdóttir, sviðslistakona, er hugsi eftir HM í handbolta. Það hafa margir íslendingar spilað með Gummersbach. Hvar er Gummersbach og hvernig bær er það?
Kornukópía nefnist tónleika kvikmynd Bjarkar Guðmundsdótttur sem frumsýnd verður 1. febrúar, fyrst á Íslandi, síðar um heim allan. Leikstjóri myndar er Ísold Uggadóttir, framleiðandi Sara Nassim. Myndin byggir að mestu á tónlist af plötu hennar Utopia, þar sem hún kemur inn á mál sem eru henni hugleikin, þar á meðal umhverfismál, jafnrétti og femínisma. Björk sest niður með Önnu Gyðu Sigurgísladóttur í þætti dagsins.
Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Við ræðum nýlegar raforkuverðshækkanir sem hafa mikil áhrif á garðyrkjubændur í ylrækt og hafa að undanförnu leitt til hærra vöruverðs á íslensku grænmeti. Við heyrum í Axel Sæland formanni garðyrkjudeildar bændasamtakanna.
Börnum sem þarfnast meðferðar vegna átröskunar hefur fjölgað verulega undanfarin ár. Guðrún Erla Hilmarsdóttir og Unnsteinn Jóhannsson, verkefnastjórar og ráðgjafar hjá BUGL koma til okkar.
Við ræðum hótanir um tollastríð milli Bandaríkjanna og Kólumbíu og brottvísanir USA til Suður-Ameríku síðustu daga við brasilíska þýðandann Luciano Dutra.
Hvað gerist ef flokkur í ríkisstjórn fer á hausinn? Eiríkur Bergmann lítur við í morgunútvarpinu og ræðir stöðuna og fleira tengt ríkisstjórninni.
Guðmundur Jóhannsson verður með sitt hálfsmánaðarlega tæknihorn.
Létt spjall og lögin við vinnuna.
Við heyrðum lag af Raunheimaplötu Nýdanskra og einsmell frá Ítalíu til að þefna eitthvað.
Tónlist frá útsendingarlogg 2025-01-28
Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar - Snjómokstur.
Salka Sól Eyfeld - Tímaglas.
Karl Olgeirsson - Janúar.
BARAFLOKKURINN - I don't like your style.
Hildur - Dúnmjúk.
SLY & THE FAMILY STONE - Thank You (Falettinme Be Mice Elf Agin).
Logi Pedro Stefánsson, Unnsteinn Manuel Stefánsson, Bríet - Íslenski draumurinn.
Celeste - Everyday.
Coldplay - ALL MY LOVE.
Örn Gauti Jóhannsson, Isadóra Bjarkardóttir Barney, Vilberg Andri Pálsson, Matthews, Tom Hannay - Stærra.
Iðunn Einarsdóttir - Sameinast.
ÞÓRUNN ANTONÍA - So high.
Nick Cave - Into My Arms.
HELGI BJÖRNS & REIÐMENN VINDANNA - Sem lindin tær.
ELECTRIC LIGHT ORCHESTRA - Shine a little love.
Júníus Meyvant - When you touch the sky.
Fat Dog - Peace Song.
Abrams, Gracie - That's So True.
FUN LOVIN' CRIMINALS - Scooby Snacks.
OUTFIELD - Your Love (80).
Einar Lövdahl - Um mann sem móðgast.
HJÁLMAR OG MUGISON - Ljósvíkingur.
Dr. Gunni - Öll slökkvitækin.
Fleet Foxes - Battery Kinzie.
FINLEY QUAYE - Even After All.
Perez, Gigi - Sailor Song.
Van Halen hljómsveit - You really got me.
Rúnar Þórisson - Þær klingja.
SÁLIN HANS JÓNS MÍNS - Hjá Þér.
Milkywhale - Breathe In.
LORDE - Team.
DIKTA - Color Decay (Spotify session).
BECK - Up All Night.
Stebbi JAK - Frelsið mitt.
Auður - Peningar, peningar, peningar.
COMMODORES - Lady (you Bring Me Up).
FLEETWOOD MAC - Hold Me.
Nýdönsk - Máni Dagur.
Young, Lola - Messy.
Fríða Dís Guðmundsdóttir - Must take this road.
Teddy Swims - The Door.
Einsmellungar og smellaeltar - Baltimora - Tarzan boy
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Fjármálaráðuneytið hefur enn ekki tekið ákvörðun um til hvaða aðgerða verði gripið í styrkjamálinu svokallaða. Nokkrir stjórnmálaflokkar hafa fengið milljónastyrki úr ríkissjóði án þess að uppfylla skilyrði gildandi laga.
Forsætisráðherra Danmerkur er á yfirreið um Evrópu til að stilla saman strengi með bandamönnum í NATÓ. Grænlandsdeilan við Bandaríkjaforseta er ekki yfirskrift fundanna, en er augljóslega það sem vakir fyrir henni.
Hafrannsóknastofnun býst ekki við að loðnumælingar, sem lauk um helgina, breyti fyrri ráðgjöf um engar veiðar í vetur. Tvö fiskiskip fóru í gærkvöld í leiðangur til frekari loðnumælinga undan Austfjörðum.
Ekki er ljóst hvort og hvernig lögregla nýtir gögn, sem tálbeituhópur ungmenna safnaði um meinta barnaníðinga. Lögregla hefur áhyggjur af að fólk taki lögin í eigin hendur.
Kostnaður upp á hundruð milljarða blasir við íslenskum sveitarfélögum, vegna hertra reglna Evrópusambandsins um losun á skólpi í sjó. Íslensk stjórnvöld reyna að semja um undanþágu.
Sex snjóflóð féllu yfir veginn um Kleifaheiði milli Patreksfjarðar og Barðastrandar í gærkvöldi. Eitt þeirra féll rétt á hæla snjóflóðaeftirlitsmanns.
Sögulegt hrun varð á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær eftir að kínverskt gervigreindarforrit spratt fram á sjónarsviðið. Hingað til hafa Bandaríkjamenn þótt leiða þennan geira, en ljóst er að gervigreindarkapphlaupið er hafið af alvöru.
Ísland keppir á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision í ár, þriðjudaginn 13. maí.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Á dögunum varði Birna Varðardóttir doktorsverkefni sitt í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands sem tók á hlutfallslegum orkuskorti meðal afreksfólks í íþróttum. Skimað var fyrir átröskunarhegðun hjá bæði konum og körlum á breiðu aldursbili í fjölbreyttum íþróttum, allt frá lyftingum yfir í boltaíþróttir. Birna kom til okkar og sagði okkur frá helstu niðurstöðum rannsóknarinnar.
Jón Gnarr þingmaður Viðreisnar er nýr inn á þing eins og alþjóð er kunnugt um. Að venju er nýjum þingmönnum gert að ganga í svokallaðann Þingmannaskóla áður en haldið er til starfa. Jón Gnarr kom til okkar beint af skólabekknum.
Stormur heitir glænýr söngleikur sem talar til ólíkra kynslóða um fyrstu stóru tímamót lífsins. Una Torfadóttir semur tónistina í verkinu og leikur í því og Unnur Ösp Stefánsdóttir leikstýrir, en saman semja þær verkið. Þær kíktu í kaffi.
Sigríður Halldórsdóttir og Baldvin Þór Bergsson komu til okkar og sögðu okkur frá því hvað verður rætt á Torginu sem er umræðuþáttur í beinni útsendingu þar sem fólkið í landinu varpar fram spurningum og stendur fyrir máli sínu. Umfjöllunarefnið er þjóðaröryggi og áfallaþol.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra var fulltrúi ríkisstjórnar Íslands á minningarathöfn sem haldin var í Auschwitz í gær og hún var á línunni hjá okkur.
Fréttir
Fréttir
Lögreglan varar við hættulegum lyfjum í umferð. Til rannsóknar er hvort dauða manns á fertugsaldri megi rekja til neyslu falsaðra Xanax-lyfja sem seld eru á svörtum markaði.
Carbfix ráðgerir að dæla innfluttu koldíoxíði í jörðu á allt að fjórum stöðum á landinu og kynnti áætlanir sínar á íbúafundi í Ölfusi í gær.
Ísraelsstjórn segir aðrar stofnanir og samtök geta tekið við verkefnum palestínsku flóttamannaaðstoðarinnar þegar samskiptum við hana verður slitið á fimmtudag. Bandaríkjastjórn styður ákvörðun Ísraels.
Landris og kvikusöfnun hefur áfram undir Svartsengi og líkur á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni fara vaxandi.
Sólinni var fagnað með söng á Siglufirði í dag.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fjármálaráðuneytið kannaði ekki hvort þeir flokkar sem áttu rétt á framlagi úr ríkissjóði væru skráðir á stjórnmálaskrá ríkisskattstjóra. Ráðuneytið kallar þetta misbrest á verklagi sem bætt hafi verið úr. Ríkisendurskoðandi hvetur til þess að lögin verði tekin til endurskoðunar.
Forsætisráðherra Danmerkur fór víða um Evrópu í dag til að treysta samstöðu með bandamönnum sínum og fáum duldist að það væri vegna togstreitu við Bandaríkjaforseta vegna Grænlands. Vestnorræna ráðið ályktaði nýlega um stuðning við Grænland og að Grænlendingar ráði framtíð sinni sjálfir.
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Neonlys - Molly Jökulsdóttir
Reykjavík! - Kísleifs
The house is burning - Hugmynd
Watachico - Kristofer Rodriguez Svönuson
Led astray - Rúnar Eff
Ástin á tene - Djúkboxið
Chains of the brave - Brynjar Ólafsson
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Þriðjudagstilboðið þessa vikuna hljómaði á þann hátt að nýtt efni var spilað frá Mogwai, Biig Piig, Spacey Jane, Sharon van Etten og OK Go.
Salka Sól Eyfeld - Tímaglas.
Spacey Jane - All the Noise (Lyrics!).
Amor Vincit Omnia - 100.000 km/klst.
Pixey - Million Dollar Baby.
MJ Lenderman - Wristwatch.
Drums, The - The Impossible.
Fríða Dís Guðmundsdóttir - Must take this road.
Celebs & Sigga Beinteins - Þokan
Árný Margrét - Day Old Thoughts.
Fontaines D.C. - Favourite.
Mogwai - Fanzine Made Of Flesh.
Logi Pedro Stefánsson, Bríet, Unnsteinn Manuel Stefánsson - Íslenski draumurinn.
Dagbjartur Daði Jónsson, Katrín Myrra Þrastardóttir - Aftur og aftur.
Saint Pete, Herra Hnetusmjör - Tala minn skít.
Dave rappari - Streatham (Explicit).
Virgin Orchestra - Banger.
Caribou - Honey (bonus track wav).
Ferreira, Sky - Leash.
Dr. Gunni - Öll slökkvitækin.
Taylor, Amy, Bob Vylan - Dream Bigger (Lyrics!) (bonus track).
Abrams, Gracie - That's So True.
Doves - Cold Dreaming.
Genius / GZA - Publicity.
Headie One, Aitch - Tipsy (Lyrics!).
Etten, Sharon Van - Trouble.
Biig Piig - One Way Ticket.
ELIZA, Bicep - Chroma 008 Tangz.
Young, Lola - Messy.
Milkywhale - Breathe In.
Perfume Genius - It's a Mirror.
YEAH YEAH YEAHS - Spitting Off the Edge of the World (ft. Perfume Genious).
Auður - Peningar, peningar, peningar.
Chinese American Bear - Kids Go Down.
Kiasmos hljómsveit - Sisteron.
Summit, John, Cloves - Focus.
Joey Christ - 100p (ft. Floni).
Flo - On & On.
Silja Rós Ragnarsdóttir - ...suppress my truth.
OK Go - A Stone Only Rolls Downhill.
Chris Isaak - Lie To Me
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Það eru tvær magnaðar konur í aðalhlutverki í Rokklandi í dag – Reykvískar tónlistarkonur – Ellen kristjáns og Björk.
***Kvikmyndin Cornucopia er nýjasta verk tónlistakonunnar Bjarkar. Myndin verður frumsýnd í kvikmyndahúsum á Íslandi þann 1.febrúar næstkomandi og síðar á árinu um heim allan.
***Í Cornucopia kannar Björk samband náttúru, tækni og mannsins við umhverfið í gegnum tónlist. Myndin byggir að mestu á tónlist af plötu hennar Utopia, þar sem Björk kemur inn á mál sem eru henni hugleikin t.a.m. umhverfismál, jafnrétti og femínisma.
***Ný heimildarmynd um Ellen kristjáns verður sýnd í Sjónvarpinu í kvöld. Hún heitir Engin önnur en ég ér og er mjög persónuleg.