Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Í byrjun þáttar sagði Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðar, frá sigurhátíð á Silfurtorgi í gær en Vestri varð á föstudag bikarmeistari karla í fótbolta.
Kennsla hefst í flestum grunnskólum landsins í dag. Helgi Gíslason, skólastjóri Fellaskóla, spjallaði um lífið í skólanum og skólamál vítt og breitt.
Björn Malmquist fór yfir tíðindi úr evrópskum stjórnmálum. Hann ræddi líka við Sóleyju Kaldal um öryggis- og varnarmál en skýrsla um skemmdarverk Rússa á evrópskum innviðum kom út á dögunum.
Guðjón Friðriksson sagnfræðingur hefur um árabil birt færslur á facebook um hús. Þar segir hann sögu þeirra, fjallar um starfsemi og getur íbúa. Færslurnar eru afar kærkomnar ef marka má viðbrögð lesenda. Guðjón sagði frá og rabbaði um gömul hús.
Tónlist:
Veröld mín - Rúnar Þór Pétursson,
Hafið eða fjöllin - Siggi Björns,
Suddenly autumn - Sunna Gunnlaugsdóttir,
Húsin í bænum - Egill Ólafsson,
Back home in Indiana - Lester Young o.fl.



Veðurstofa Íslands.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Breski píanóleikarinn Nicky Hopkins spilaði inn á plötur með allskonar fólki á sínum tíma. Þetta er fjórði og síðasti þátturinn þar sem leikin eru lög þar sem hann kom við sögu. Lögin í þættinum eru Boudoir Stomp og Waiting For The Band To Come af sólóplötum Nicky Hopkins, The First Cut Is The Deepest með P.P. Arnold, Death Of A Clown með Dave Davies, Good Times með Easybeats, Matthew And Son með Cat Stevens, Midnight To Six Man með The Pretty Face, Goo Goo Barabajagal (Love Is Hot) með Donovan, Lovin' Up A Storm með Keith DeGroot, Jasper C. Debussy með Marc Bolan, I Wonder Why með Ellu Fitzgerald og Edward sem Nicky Hopkins leikur ásamt hljómsveit sinni.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.
Sæunnarsund fer fram aðra helgi þegar synt verður, venju samkvæmt, yfir Önundarfjörð sömu leið og kýrin Harpa synti árið 1987. Harpa synti yfir fjörðinn eftir að hafa slitið sig lausa við sláturhúsdyrnar á Flateyri þar sem hennar dagar hefðu verið taldir. Hjónin á Kirkjubóli, Sigríður Magnúsdóttir og Guðmundur Steinar Björmundsson, ákváðu að verðlauna henni þrautseigjuna og tóku hana að sér í stað þess að senda hana aftur til slátrarans. Við heyrðum í dag í Sigríði og fengum hana til að rifja söguna upp fyrir okkur og svo var Agnieszka Narkiewicz-Czurylo hjá okkur hér í Efstaleitinu, en hún er að fara í sitt fimmta Sæunnarsund á sunnudaginn.
Jazzhátíð Reykjavíkur fer fram dagana 26. – 31. ágúst. Boðið verður upp á tónleikadagskrá þar sem jazz og spunatónlist verður í forgrunni og listafólk frá Bandaríkjunum, Ástralíu, Evrópu og Íslandi kemur fram. Pétur Oddbergur Heimisson framkvæmdastjóri hátíðarinnar kom í þáttinn í dag.
Og svo var fugl dagsins auðvitað á sínum stað.
Lög í þættinum
Summer Holiday / Cliff Richard & The Shadows (Brian Bennett & Bruce Welch)
Ómissandi fólk / Magnús Eiríksson (Magnús Eiríksson)
Boogie on Reggae Woman / Stevie Wonder (Stevie Wonder)
Zajachkoto / Skuggamyndir frá Býsans (Höfundur ókunnur)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Stefán Blackburn og Lúkas Geir Ingvarsson gengust við frelsissviptingu og ráni við upphaf aðalmeðferðar í Þorlákshafnarmálinu í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Þeir og Matthías Björn Erlingsson eru ákærðir fyrir manndráp en neita sök.
Mappa sendinefndar sænskra stjórnvalda lá á glámbekk á salerni á Arlanda-flugvelli í Stokkhólmi eftir ferð sendinefndarinnar til Tyrklands í nóvember 2022. Í henni voru trúnaðargögn sem hefðu getað skaðað samskipti við önnur ríki.
Ísraelsher drap minnst tuttugu í árásum á spítala á Gaza í morgun. Herinn varpaði sprengju á spítalann og þegar fólk þusti að til aðstoðar, kom önnur á sama stað.
Öryggi við rallýkrossbrautina í Hafnarfirði verður kannað í þaula og fyrirkomulag endurskoðað, segir formaður Akstursíþróttasambands Íslands, eftir að tveir starfsmenn slösuðust þegar bíll valt á þá um helgina.
Héraðsdómur Reykjaness sýknaði eigendur Dönustaða í Dölum af kröfum eigenda nærliggjandi jarðar um fjórðungs eignarhlut. Málið tengist illvígum fjölskyldudeilum sem teygja sig tæp 70 ár aftur í tímann.
Forstjóri Íslandspósts segir að eðlilegar skýringar séu á því að einkaaðilar geti haldið vörusendingum til Bandaríkjanna áfram en ekki Pósturinn. Hefja á samstarf við þriðja aðila á meðan lausna er leitað.
Jökulhlaup úr Hafrafellslóni er nær alveg rénað. Meðalrennsli í Hvítá í Borgarfirði er eins og það var fyrir hlaup. Engar tilkynningar hafa borist um tjón.
Misskilningur við rásmarkið í Reykjavíkurmaraþoninu olli glundroða og formaður ÍBR segir að læra þurfi af því sem fór úrskeiðis. Í fyrsta skipti var hægt að skrá sig í annað hvort keppnisflokk eða almennan flokk.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Eftir að einkafyrirtæki eins og Klíníkin og Cosan byrjuðu að gera liðskiptaaðgerðir með kostnaðarþátttöku ríkisins árið 2023 hefur biðtími eftir þessum aðgerðum snarminnkað.
Biðlistakerfið sem stýrir aðgangi að þessum aðgerðum er hins vegar gallað og vanhugsað segir Hjörtur Hjartarson, forstöðulæknir á Landspítalanum. Hann segir að kerfið bjóði upp á og hafi leitt til hagsmunaárekstra á milli einkaaðila og ríkisins.
Um nærri 1000 daga hafa þessi einkafyrirtæki átt í deilum um sem hafa ratað til opinberra stofnana. Ennþá sér ekki fyrir endann á þessum deilum eftir nýtt útboð ríkisins sem kynnt var um miðjan ágúst.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Flóttafólki hefur fjölgað mikið í heiminum og líka á Íslandi. Ekkert bendir til annars en að því eigi eftir fjölga enn frekar á næstu árum. Hverjir eiga rétt á því að fá ásjá á Íslandi og hverjir ekki? Rætt er við fólk sem starfar með umsækjendum um alþjóðlega vernd, fræðimenn og fólk sem hefur flúið til Íslands.
Þáttaröðin Ásjá var framleidd af Rás 1.
Umsjón og dagskrárgerð: Guðrún Hálfdánardóttir.
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.
Flóttamannasamningur Sameinuðu þjóðanna var undirritaður í kjölfar seinni heimstyrjaldarinnar. Í þættinum er farið ofan í samninginn og aðra alþjóðlega samninga á þessu sviði. Er orðið tímabært að endurskoða samninginn vegna breyttra aðstæðna í heiminum? Viðmælendur í þættinum eru: Atli Viðar Thorstensen, Auður Birna Stefánsdóttir, Dina Nayeri, Eva Bjarnadóttir, Kári Hólmar Ragnarsson og Magnús Þorkell Bernharðsson.
Þáttaröðin Ásjá var framleidd af Rás 1.
Umsjón og dagskrárgerð: Guðrún Hálfdánardóttir.
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Atli Freyr Hjaltason, þjóðfræðingur, segir frá útgáfu á Danslögum Jónasar, handriti frá árinu 1864 sem inniheldur 50 danslög skrifuð fyrir fiðlu af Jónasi Helgasyni. Jónas var vinsæll dansundirleikari í Reykjavík á síðari helming 19. aldar og lék víða fyrir dansi. Mögulega hafa einhver danslaga Jónasar lifað nógu lengi til að hafa verið leikin í félagsheimilum landsins. Svo ótal margt fer fram í þessum byggingum sem oft á tíðum eru kjarninn í samfélögum landsbyggðarinnar. Þessi félagsheimili eru einmitt rauði þráðurinn í ljóðabók sem kom út í vor, Félagslandi eftir Völu Hauks. Þetta er fyrsta ljóðbók Völu en hún hlaut Ljóðstaf Jóns úr vör í fyrra. Vala mætir í hljóðstofu, en auk þess rýnir Trausti Ólafsson í leikverkið 40.000 fet, sem frumsýnt var í Tjarnarbíói fyrir helgi.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Í Lestinni í dag ætlum við að velta fyrir okkur gervigreindarmyndböndum, hvaða áhrif hefur það á notendur samfélagsmiðla þegar það verður sífellt flóknara að greina hvað er sannleikur og hvað er uppspuni, Hvaða áhrif hefur það á kvikmyndalistina ef hver sem er getur búið til heila bíómynd með tæknibrellum sem jafnast á við Hollywood-ofurhetjumyndi?
Gestir okkar í Lestinni í dag eru Hafsteinn Einarsson, lektor í tölvunarfræði við Háskóla Íslands og Margrét Hugrún Gústavsdóttir, mannfræðingur og blaðakona. Og síðar í þættinum heyrum við í Ásgrími Sverrissyni, kvikmyndagerðarmanni og ritstjóra kvikmyndavefritsins Klapptré.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir um barnabækur úr öllum áttum, gamlar og nýjar. Embla ræðir við höfunda, þýðendur, myndhöfunda, leikara og alls konar fólk sem kemur að barnabókum á einn eða annan hátt, að ógleymdum lesendunum sjálfum.
Umsjón: Embla Bachmann
Rithöfundurinn Ragnheiður Gestsdóttir segir okkur hvernig hún skrifar glæpasögur en hún hefur líka skrifað barna- og unglingabækur á borð við 40 vikur og Leikur á borði. Vinkonurnar Oddný og Alba segja frá því sem þær lærðu í sumarsmiðju Ragnheiðar: Búum til glæpasögur.

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.
Tónlist úr ýmsum áttum. Nýjar hljóðritanir Rásar 1 í bland við nýjar plötur íslenskrar og erlendrar tónlistar.
Hljóðritun frá tónleikum Stórsveitar Reykjavíkur í Silfurbergi Hörpu 25.maí 2025.
Samúel Jón Samúelsson stjórnar árlegum tónleikum með nýrri stórsveitartónlist sem hljómsveitin hefur pantað há íslenskum höfundum.
Einnig segja höfundarnir frá verkum sínum.
Efnisskrá:
Yggdrasill - Guðmundur Steinn Gunnarsson
Vík - Hróðmar Sigurðsson
Þú komst í hlaðið - Þórdís Gerður Jónsdóttir
Tréverk - Samúel Jón Samúelsson
Hyrnan 7 - Hafdís Bjarnadóttir
Hending - Eiríkur Orri Ólafsson
Lifandi bútur - Tumi Árnason
Norðurljós - Kjartan Valdemarsson

Sagan er eftir Guðmund Gíslason Hagalín og gerist á síðari hluta nítjándu aldar í sveit við hafið. Umhverfið er greinilega Vestfirðir, þar fæddist höfundurinn og ólst upp og sótti sér efnivið í mörg ritverk á löngum ferli. Sagan um Márus fjallar um bóndann á Valshamri og viðureign hans við nágranna sína og meistara Jón, en Vídalínspostilla var mikill áhrifavaldur í lífi þessa fólks. Márus hneigist til að beita sveitunga sína hörðu vegna ágirndar, en Guðný kona hans sefar yfirgang bónda síns með tilstyrk meistara Jóns. - Þetta er ein af seinni sögum Guðmundar Hagalíns, kom út 1967, hún er 17 lestrar en hljóðritunin er frá 1970.


Veðurfregnir kl. 22:05.
Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.
Sæunnarsund fer fram aðra helgi þegar synt verður, venju samkvæmt, yfir Önundarfjörð sömu leið og kýrin Harpa synti árið 1987. Harpa synti yfir fjörðinn eftir að hafa slitið sig lausa við sláturhúsdyrnar á Flateyri þar sem hennar dagar hefðu verið taldir. Hjónin á Kirkjubóli, Sigríður Magnúsdóttir og Guðmundur Steinar Björmundsson, ákváðu að verðlauna henni þrautseigjuna og tóku hana að sér í stað þess að senda hana aftur til slátrarans. Við heyrðum í dag í Sigríði og fengum hana til að rifja söguna upp fyrir okkur og svo var Agnieszka Narkiewicz-Czurylo hjá okkur hér í Efstaleitinu, en hún er að fara í sitt fimmta Sæunnarsund á sunnudaginn.
Jazzhátíð Reykjavíkur fer fram dagana 26. – 31. ágúst. Boðið verður upp á tónleikadagskrá þar sem jazz og spunatónlist verður í forgrunni og listafólk frá Bandaríkjunum, Ástralíu, Evrópu og Íslandi kemur fram. Pétur Oddbergur Heimisson framkvæmdastjóri hátíðarinnar kom í þáttinn í dag.
Og svo var fugl dagsins auðvitað á sínum stað.
Lög í þættinum
Summer Holiday / Cliff Richard & The Shadows (Brian Bennett & Bruce Welch)
Ómissandi fólk / Magnús Eiríksson (Magnús Eiríksson)
Boogie on Reggae Woman / Stevie Wonder (Stevie Wonder)
Zajachkoto / Skuggamyndir frá Býsans (Höfundur ókunnur)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Í Lestinni í dag ætlum við að velta fyrir okkur gervigreindarmyndböndum, hvaða áhrif hefur það á notendur samfélagsmiðla þegar það verður sífellt flóknara að greina hvað er sannleikur og hvað er uppspuni, Hvaða áhrif hefur það á kvikmyndalistina ef hver sem er getur búið til heila bíómynd með tæknibrellum sem jafnast á við Hollywood-ofurhetjumyndi?
Gestir okkar í Lestinni í dag eru Hafsteinn Einarsson, lektor í tölvunarfræði við Háskóla Íslands og Margrét Hugrún Gústavsdóttir, mannfræðingur og blaðakona. Og síðar í þættinum heyrum við í Ásgrími Sverrissyni, kvikmyndagerðarmanni og ritstjóra kvikmyndavefritsins Klapptré.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Sagt er frá því í hugleiðingum veðurfræðings að von sé á leyfum fellibylsins Erinar til landsins í dag. Leifar Erinar muni svo stjórna veðrinu næstu daga. Einar Sveinbjörnsson segir okkur betur frá.
Metaðsókn var í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem fór fram á laugardaginn. Skráðir þátttakendur voru 17.786. Kvartað hefur verið yfir framkvæmd hlaupsins, sér í lagi nýrri flokkun í ýmist almenna og keppnis-þátttöku. Ingvar Sverrisson formaður ÍBR gerir upp hlaupið með okkur.
Kristín Sólveig Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur og stofnandi félagsins Vonarbrúar spjallar við okkur.
Sævar Helgi Bragason fer yfir fréttir úr heimi vísindanna.
Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands, verður gestur okkar eftir átta fréttir þegar við höldum áfram umræðu um menntamál og grunnskólana okkar.
Almarr Ormarsson fer yfir íþróttir helgarinnar og það sem framundan er.
Hafsteinn Einarsson, dósent við tölvunarfræðideild og sérfræðingur í gervigreind, gefur góð ráð


Létt spjall og lögin við vinnuna.
Við heyrðum lag af nýrri, óvæntri plötu vikunnar Víddarflakk með hljómsveitinni Sign.
Við heyrum sögur af Gotye sem hætti að gefa út plötur um leið og hann sló í gegn, við heyrðum af einsmansseitinni Boston sem gaf út sína fyrstu plötu fyrir 49 árum og Skoðuðum aðeins hvað Robert Fisher gerði áður en hann lést fyrir 26 árum.
Að sjálfsögðu var maður dagins Magnús Eiríksson, hann er áttræður í dag.
Tónlistargetraun dagsins var á sínum stað.
Þá heyrðum við um tónlistarmann sem áttaði sig snemma á því að hægt væri að græða duglega á að selja dægurlög sem hringitóna.
Morgverkalistinn
MANNAKORN - Gamli skólinn.
Á móti sól - Okkur líður samt vel.
ELECTRIC LIGHT ORCHESTRA - Telephone Line.
Akon - Lonely.
TODMOBILE - Tryllt.
Wolf Alice hljómsveit - The Sofa.
Friðrik Dór Jónsson - Hugmyndir.
GOTYE - Somebody That I Used To Know.
BOSTON - More Than a Feeling.
The Weeknd - Starboy (feat. Daft Punk).
Anna Richter - Allt varð svo hljótt.
Una Torfadóttir, CeaseTone - Þurfum ekki neitt.
Bieber, Justin - Daisies.
STUÐMENN - Út á stoppistöð.
M - Pop muzik.
Króli, USSEL, JóiPé - 7 Símtöl.
Portishead - All Mine.
CLIMIE FISHER - Love changes (everything).
Role Model - Sally, When The Wine Runs Out.
THE SMASHING PUMPKINS - 1979.
Laufey - Snow White.
TÁR, Elín Eyþórsdóttir Söebech - Fucking Run Like Hell.
SNEAKER PIMPS - 6 underground.
Chappell Roan - The Subway.
THE BEATLES - Blackbird.
Dean, Olivia, Fender, Sam - Rein Me In.
MANNAKORN - Reyndu Aftur.
BJÖRGVIN HALLDÓRSSON - Sönn Ást.
Marína Ósk Þórólfsdóttir, Ragnar Ólafsson - By your side.
Portugal. The man - Silver Spoons.
Sheeran, Ed - American Town.
hOFFMAN - 90 Years.
Vigdís Hafliðadóttir, Krullur - Elskar mig bara á kvöldin.
Duran Duran - New moon on monday.
Bryan Ferry - Jealous Guy.
Sign - Bylgjur Víddaflakk.
LAY LOW - Aukalagið.
KYLIE MINOGUE - Padam Padam.
HJÁLMAR - Taktu þessa trommu.
BSÍ - The shape.
MANNAKORN - Kontóristinn.
KK - Á æðruleysinu.
FICTION FACTORY - (Feels like) Heaven.
Allra meina bót - Mamma gefðu mér grásleppu.
Zach Bryan - Streets of London

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Stefán Blackburn og Lúkas Geir Ingvarsson gengust við frelsissviptingu og ráni við upphaf aðalmeðferðar í Þorlákshafnarmálinu í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Þeir og Matthías Björn Erlingsson eru ákærðir fyrir manndráp en neita sök.
Mappa sendinefndar sænskra stjórnvalda lá á glámbekk á salerni á Arlanda-flugvelli í Stokkhólmi eftir ferð sendinefndarinnar til Tyrklands í nóvember 2022. Í henni voru trúnaðargögn sem hefðu getað skaðað samskipti við önnur ríki.
Ísraelsher drap minnst tuttugu í árásum á spítala á Gaza í morgun. Herinn varpaði sprengju á spítalann og þegar fólk þusti að til aðstoðar, kom önnur á sama stað.
Öryggi við rallýkrossbrautina í Hafnarfirði verður kannað í þaula og fyrirkomulag endurskoðað, segir formaður Akstursíþróttasambands Íslands, eftir að tveir starfsmenn slösuðust þegar bíll valt á þá um helgina.
Héraðsdómur Reykjaness sýknaði eigendur Dönustaða í Dölum af kröfum eigenda nærliggjandi jarðar um fjórðungs eignarhlut. Málið tengist illvígum fjölskyldudeilum sem teygja sig tæp 70 ár aftur í tímann.
Forstjóri Íslandspósts segir að eðlilegar skýringar séu á því að einkaaðilar geti haldið vörusendingum til Bandaríkjanna áfram en ekki Pósturinn. Hefja á samstarf við þriðja aðila á meðan lausna er leitað.
Jökulhlaup úr Hafrafellslóni er nær alveg rénað. Meðalrennsli í Hvítá í Borgarfirði er eins og það var fyrir hlaup. Engar tilkynningar hafa borist um tjón.
Misskilningur við rásmarkið í Reykjavíkurmaraþoninu olli glundroða og formaður ÍBR segir að læra þurfi af því sem fór úrskeiðis. Í fyrsta skipti var hægt að skrá sig í annað hvort keppnisflokk eða almennan flokk.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack
Siggi Gunnars snéri aftur í Popplands eftir langa fjarveru, hann hafði umsjón með þættinum ásamt Margrét Erlu Maack. Maggi Eiríks var heiðraður í tilefni áttræðisafmælis, ný plata vikunnar og margt fleira á boðstólnum.
Spiluð lög:
12.40 til 14.00 Siggi Gunnars
MARKÉTA IRGLOVÁ - Vegurinn heim
MICHAEL KIWANUKA - Home Again
LEON BRIDGES - Coming Home
ELÍN HALL - Wolf Boy
MANNAKORN - Þjóðarskútan
ROLLING STONES - Start Me Up
NEW ORDER - Blue Monday 88
ROYEL OTIS - Moody
CMAT - Euro-Country
EYDÍS EVENSEN & ÁSGEIR TRAUSTI - Dimmuborgir
COUNTING CROWS & VANESSA CARLTON - Big Yellow Taxi
PÁLMI GUNNARSSON - Þorparinn
MAGNÚS EIRÍKSSON - Komdu í partý
MANNAKORN - Kontóristinn
VILHJÁLMUR VILHJÁLMSSON - Einbúinn
KK & MAGNÚS EIRÍKSSON - Ómissandi fólk
MANNAKORN - Reyndu aftur
MANNAKORN - Braggablús
KK & MAGNÚS EIRÍKSSON - Óbyggðirnar kalla
MANNAKORN - Einhverstaðar einhverntíman aftur
MANNAKORN - Hudson Bay
BLÚSKOMPANÍIÐ & MUGISON - Ég trúi á þig
KALEO - Bloodline
14 til 16 Margrét Erla
SNORRI HELGASON - Torfi á orfi
LAUFEY - Snow White
OF MONSTERS AND MEN - Ordinary Creature
SIGN - Hraun
FRIÐRIK DÓR & MOSES HIGHTOWER - Bekkjarmót og jarðarfarir
MARK RONSON & RAYE - Suzanne
THREE DOG NIGHT - Shambala
HÁRÚN - Sigli með
YEAH YEAH YEAHS - Heads Will Roll
BENNI HEMM HEMM & PÁLL ÓSKAR - Valentínus
SALKA SÓL - Sólin og ég
LADY GAGA & BEYONCÉ - Telephone
DAÐI FREYR & ÁSDÍS - Feel the Love
HIPSUMHAPS - Góðir hlutir gerast hææægt
CORINNE BAILEY RAE - Put Your Records On
TRAUSTI - Gömul tár
ED SHEERAN - Sapphire
ANNA RICHTER - Allt varð svo hljótt
NÝDÖNSK - Apaspil
MAMMÚT - Blóðberg
EMILIANA TORRINI - Crazy Love
LEON BRIDGES & HERMANOS GUTIÉRREZ - Elegantly Wasted
THE WHITE STRIPES - We’re Going to Be Friends
RAGNHILDUR GÍSLADÓTTIR - Draumaprinsinn
BRONSKI BEAT - Smalltown Boy
Þær Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Brúarskóli sem stofnaður var árið 2003 gegnir því mikilvæga hlutverki að vera mikilvægt úrræði fyrir nemendur sem þurfa á sérstöku stuðningsumhverfi um hríð að halda áður en heimaskólinn tekur við. Ólafur Björnsson skólastjóri Brúarskóla sagði okkur betur frá skólanum.
Réttarhöld hófust í dag í Gufunesmálinu svokallaða yfir fjórum karlmönnum og einni konu sem eru ákærð fyrir ýmis brot í tengslum við dauða manns sem var beittur hrottalegu ofbeldi í mars. Hugrún Hannesdóttir Diego fór yfir það sem fram hefur komið.
Í nýjum heimildarþáttum sem Netflix hefur tekið til sýninga er skyggnst bak við tjöldin á þáttunum Biggest looser sem nutu fádæma vinsælda bæði í Bandaríkjunum og víðast hvar um heiminn fyrir nokkrum árum. Tilgangurinn með þáttunum var að bæta heilsuna hjá fólki í yfirþyngd og hjálpa þeim að grennast en aðferðirnar sem notaðar voru eru ómannúðlegar og þátttakendur hafa glímt við alls kyns erfiðleika eftir þátttöku í Biggest looser. Ragga Nagli skrifaði áhugaverða færslu um þessa nýju þætti og við heyrðum í henni.
Af krafti inn í starfslok er námskeið hjá Endurmenntun í haust, en það er ætlað einstaklingum sem eru að huga að því að ljúka starfsævi, eru að minnka við sig vinnu eða eru þegar hættir á vinnumarkaði. Einar Þór Jónsson einn leiðbeinanda kom til okkar.
Hundahlaupið verður haldið í Mosfellsbæ í þriðja sinn á miðvikudag, en Canicross eða hundahlaup á vaxandi fylgi að fagna á Íslandi. Canicross er svokölluð hunda drifin íþrótt þar sem hlauparinn er með belti utan um sig og teygjutaum sem festist í beisli hundsins sem togar hlauparann áfram. Hlaupið hefur stimplað sig inn sem sannkölluð veisla fyrir hundaunnendur, en þátttakendur töldu um 200 talsins í fyrra og voru mættir til leiks hundar af öllum stærðum og gerðum með eigendum sínum á öllum aldri. Valdimar Gunnarsson sagði okkur betur af þessu.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Sultan er 30 mínútna lagalisti settur saman fyrir þig í hverri viku. Hlustaðu á Sultuna í útvarpinu eða í spilaranum þegar þér hentar. Á mánudögum er sulta dagsins soul, jazz og annað sem grúvar.

Fréttastofa RÚV.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Lagalistinn


Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.
Víddaflakk er sjötta plata SIGN, og sú þriðja sem sungin er á íslensku. Ragnar Zolberg segir að hún sé framhald af Fyrir ofan himininn sem kom út 2002. Síðasta plata frá Sign kom út 2013 og segir Ragnar Zolberg að það sé engin góð ástæða fyrir því að það hafi tekið svona langan tíma að koma þessu í verk. Í ágúst á síðasta ári byrjaði Ragnar að semja og það var eins og að skrúfa frá krana.
Ragnar smalaði hljómsveitinni saman - til Noregs þar sem hann býr. "Ekkert clicktrack - engar brellur" og var platan tekin upp yfir eina helgi, og söngurinn tekinn upp á einum degi.