Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Bogi Ágústsson fjallaði um erlend málefni. Tollar, heimsókn forsætisráðherra Danmerkur til Grænlands, mótmælin gegn Erdogan Tyrklandsforseta og þingkosningarnar fram undan í Kanada voru umfjöllunarefni dagsins.
Svo var rætt um lífið í landinu á miðöldum, Lilja Árnadóttir þjóðháttafræðingur kom til okkar.
Í síðasta hluta þáttarins var fjallað um arkitektúr; um áhrif bygginga á fólk; hugmyndafræði, stíla og stefnur. Óskar Örn Arnórsson arkitekt og arkitektúrsagnfræðingur, var gestur okkar.
Tónlist:
Fílharmóníuhljómsveitin í Bergen - I ensomme stunde.
Cécile McLorin Salvant - Wuthering heights.



Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Sjónvarpsþættirnir Adolescence á Netflix hafa náð metáhorfi um allan heim og vakið athygli á slæmri líðan og stöðu ungmenna í dag. Þættirnir sýna fram á að þau eru ekki hólpin innilokuð í herbergjum sínum fyrir framan skjá, því þar getur umræða til dæmis kvenhaturshópa á borð við INCEL hugmyndafræðina rutt sér inn í hugarheim ungmenna og haft mikil áhrif á tjáskipti þeirra heimssýn. Við fræddumst í þættinum um INCEL hugmyndafræðina, upphaf hennar og hversu áhrifamikil hún er að verða og ræddum í því samhengi um líðan íslenskra ungmenna og hvernig er tekið á stöðunni í skólakerfinu hér á landi og ekki síst inni á heimilunum. Við fengum Bjarka Þór Gröndfeldt stjórnmálasálfræðing, sem hefur rannsakað og skrifað um Incel hreyfinguna, og Soffíu Ámundadóttur sem er kennari og knattspyrnuþjálfari til fjölmargra ára.
Lions hreyfingin hóf í dag sölu á Rauðu fjöðrinni, við helstu verslunarkjarna landsins og víðar til styrktar Píeta samtökunum og fovarnarverkefnis þeirra fyrir ungt fólk. En samtökin ætla að bjóða öllum framhaldsskólanemum á landinu upp á fræðslu um mikilvægi geðræktar og geðheilbrigðis. Áhersla er lögð á mikilvægi þess að styðja við geðheilsu ungs fólks og að vekja með þeim von og kenna þeim bjargráð þegar lífið virðist erfið áskorun. Ellen Calmon framkvæmdastýra Píeta samtakanna og Geirþrúður Fanney Bogadóttir, fjölumdæmisstjóri Lions á Íslandi, komu í þáttinn í dag.
Tónlist í þættinum í dag:
Viltu vitrast / Samaris (Jófríður Ákadóttir, Þórður Kári Steinþórsson, texti Steingrímur Thorsteinsson)
Allur lurkum laminn / Bubbi Morthens (Hilmar Oddsson)
Horfðu til himins / Nýdönsk (Daníel Ágúst Haraldsson og Jón Ólafsson, texti Daníel Ágúst Haraldsson)
UMSJÓN HELGA ARNARDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Víðtækir tollar sem Bandaríkjaforseti kynnti í gær, eiga eftir að hafa mikil áhrif á viðskipti um allan heim. Lagður verður 10 prósenta tollur á Ísland, en 20% á Evrópusambandið. Leiðtogar aðildarríkja þess hafa einn af öðrum lýst yfir vonbrigðum með ákvörðun Trumps. Fjármálaráðherra segir ekki liggja fyrir hvort Ísland svari með hefndartollum.
Nýr sigdalur hefur myndast yfir kvikuganginum á Reykjanesskaga við Litla Skógfell. Kvika er á aðeins eins kílómetra dýpi en ólíklegt að hún nái upp á yfirborð. Nýjar gervitunglamyndir sýna að kvikugangurinn náði ekki eins nálægt Reykjanesbraut og jarðskjálftar höfðu gefið til kynna.
Skiptastjóri iðnaðarfyrirtæksins Kamba segir að reynt verði að halda áfram starfsemi, þrátt fyrir að eigendur hafi sóst eftir gjaldþrotaskiptum.
Ungur karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Honum er gert að sök að hafa stungið mann minnst fjórum sinnum á Akureyri í fyrrasumar.
Vestfirðir lenda á milli í pólitískum hráskinnaleik ríkisins og stórútgerðarinnar segir formaður Fjórðungssambands Vestfjarða. Hækkun veiði- og fiskeldisgjalds, og innviðagjald á skemmtiferðaskip, séu Vestfjarðaskattar,
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Dýraverndunarsinnar hafa boðað til mótmæla við sædýrasafnið í Antibes í Frakklandi um helgina. Ástæðan er að til stendur að flytja tvo íslensk-ættaða háhyrninga úr garðinum og í dýragarðinn Loro Parque á Tenerife. Málið hefur farið fyrir franska dómsstóla en algjör óvissa ríkir um framtíð dýranna. Saga háhyrninganna er skrítnari en þig grunar. Þóra Tómasdóttir ræðir við Ragnhildi Jónsdóttur sem ólst upp í Sædýrasafninu.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið fyrirferðamikill í umræðunni á þessum rúmlega 70 dögum sem eru liðnir frá embættistöku hans, enda hefur hann alls ekki setið auðum höndum. Síðasta umdeilda ákvörðun hans var í gær, þegar hann tilkynnti um nýja tolla á vörur sem eru fluttar inn til Bandaríkjanna – þar á meðal vörur frá Íslandi.
Forsetinn lofaði ýmsu í kosningabaráttunni - er hann einfaldlega að standa við það sem hann hét að gera? Og er ekki alltaf verið að kalla eftir því að stjórnmálamenn standi við stóru orðin?
Til að útskýra þetta allt saman fyrir okkur kemur Birta Björnsdóttir yfirmaður erlendra frétta á Fréttastofu RÚV í Samfélagið.
Ef nýtt frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra verður að lögum þarf ekki lengur samþykki annarra íbúa fyrir hunda- og kattahaldi í fjölbýli. Þetta hefur fengið blendnar viðtökur - sumir fagna en aðrir benda á að þá verði ekki lengur hugað að réttindum þeirra sem þola ekki að hafa dýr nálægt sér. Hildur Viðarsdóttir formaður Húseigendafélagsins kemur og ræðir þetta og ýmislegt annað sem tengist sambýli fólks.
Við höldum svo áfram í hundunum og fjöllum um samband manna og hunda, hundamenningu á Íslandi í 100 ár og 60 ára langt hundabann í Reykjavík. Ingibjörg Sædís, þjóðfræðingur hefur rannsakað þetta og kemur til okkar.
Eyðibýlið er viðtals og tónlistarþáttur þar sem viðmælandi er settur í þá stöðu að verða að dvelja í eina viku í einangrun á eyðibýli. Þar hefur hann allt til alls nema fjölmiðla og fjarskiptatæki. Til að stytta honum stundir fær hann að velja nokkur lög til að hlusta á, eina bók til að lesa og svo eitt þarfaþing sem hann má hafa með sér. Í þættinum gerir viðmælandinn grein fyrir vali sínu og svo því helsta sem hann myndi taka sér fyrir hendur í þessar einnar viku einveru.
Viðmælandi Héðins Halldórssonar er Kristín Gísladóttir, forvörður og listfræðingur.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Í dag hefst Hönnunarmars með pompi og prakt og á þriðja tug sýninga af mjög fjölbreyttu tagi. Meðal þeirra er sýningin Stöngin inn, í Hegningarhúsinu, þar sem áhugasamir geta kynnt sér umbreytingar sem framundan eru á Stangarbænum í Þjórsárdal. Verkefnið markar að sögn aðstandenda ákveðin þáttaskil í opinberum byggingum hér á landi og setur Stangarbæinn í sérstöðu sem fyrsta minjastaðinn á Íslandi sem er hannaður heildrænt með áherslu á umhverfislega og félagslega sjálfbærni. Við rifjum upp merkilega sögu Stangarbæjarins í Þjórsárdal og af sýningunni hjá arkitektinum Karli Kvaran í þætti dagsins.
Gréta Sigríður Einarsdóttir vinnur líka úr eftirstöðvum jólabókaflóðsins með rýni í skáldsögu Guðrúnar Evu Mínervudóttur, Í skugga trjánna, og við kynnum okkur nýja danssýningu í Tjarnarbíói sem ber yfirskriftina Illgresin hjá danshöfundinum Gígju Jónsdóttur og dansaranum og fulltrúa danshópsins Forward, Diljá Þorbjargardóttur.
Umsjón: Melkorka Ólafsdóttir
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði og hefur sérhæft sig í frjálshyggju. Hann þekkir til í Silicon Valley, hefur hitt Peter Thiel og einnig marga helstu hugsuði frjálshyggjunnar. Hann hefur rætt við Thatcher og Hayek og Milton Friedman. Fáir þekkja hægristefnuna jafn vel og hafa barist jafn mikið fyrir sjónarmiðum frjálshyggjunnar hér á landi, í ræðu og riti. Við ræðum Trump-stjórnina, ólíkar stefnur innan bandaríska hægrisins, muninn á frjálshyggju og liberalisma (sem er víst það sama) og Kísildalinn.
Fréttir
Fréttir
Tollgæslan lagði hald á tuttugu þúsund töflur á Keflavíkurflugvelli sem litu út eins og Oxycontin en reyndust innihalda ólöglega framleitt efni sem er miklu hættulegra.
Tollheimta bandarískra stjórnvalda af íslenskum vörum er forsætisráðherra en meira áhyggjuefni er áhrifin á alþjóðaviðskipti. Mikill órói var á hlutabréfamörkuðum um allan heim.
Gin- og klaufaveikifaraldur hefur blossað upp í Ungverjalandi í fyrsta sinn í hálfa öld. Stjórnvöld í Austurríki ætla að loka landamærum að Ungverjalandi.
Stytta á tímabil atvinnuleysisbóta og auka kröfur til umsækjenda. Forseti Alþýðusambandsins óttast að breytingar verði einungis til þess að fólk færist milli kerfa - og sparnaður verði enginn.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Tilkynningar Donalds Trumps um tolla á innfluttar vörur til Bandaríkjanna var beðið nokkuð lengi. Bandaríkin eru mikilvægur markaður fyrir íslenskar vörur þó að mestur vöruútflutningur héðan sé til Evrópu. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir enn erfitt að átta sig á hver áhrif tollheimtunnar verða, þó sé jákvætt að dregið hafi úr óvissu og að íslenskar vörur lendi í lægsta tollþrepi 10%.
Frá því að Ísraelar rufu vopnahléð við Hamas 18. mars hafa þeir drepið á annað þúsund almennra borgara á Gaza með beinum árásum og svelt hundruð þúsunda með því að loka á alla neyðaraðstoð og drepið starfsfólk hjálparsamtaka og Sameinuðu þjóðanna. Þeir komast enn upp með að fremja stríðsglæpi nánast dag hvern í skjóli Bandaríkjanna og aðrar þjóðir gera ýmist ekki neitt eða senda frá sér yfirlýsingar. Jafnvel Sameinuðu þjóðirnar fá engu breytt með öllum sínum fordæmingum og brýningum. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Kára Hólmar Ragnarsson dósent í lögfræði við Háskóla Íslands og sérfræðing í þjóðarétti.
Í þessum þáttum köfum við djúpt ofan í þjóðsögukistu heimsins. Sögurnar eru allskonar, sumar fyndnar, aðrar fróðlegar, sumar alveg út í hött og enn aðrar kannski svolítið hræðilegar eða draugalegar. Í hverjum þætti heyrum við tvær eða þrjár þjóðsögur frá ýmsum heimshornum.
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.
Þjóðsögur þáttarins:
Bara ég sjálf! (England)
Mitra Sharma bramín og óþokkarnir (Indland)
Lítið ber smátt smátt (Ísland)
Leikraddir:
Arna Rún Gústafsdóttir
Hafsteinn Vilhelmsson
Jóhannes Ólafsson
Sigyn Blöndal
Sérfræðingur í þjóðsögum: Terry Gunnell, prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands
Lestur og umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir

Veðurfregnir kl. 18:50.
Tónleikahljóðritanir með innlendum og erlendum flytjendum.
Marie Jacquot er nýr aðalstjórnandi konunglegu dönsku óperuhljómsveitarinnar. Þessi hljóðritun er frá fyrstu tónleikum hennar sem fram fóru í dönsku óperunni 23. ágúst 2024
Tónlist eftir Richard Strauss, W A Mozart, J S Bach og E W Korngold
Umsjón: Arndís Björk Ásgeirsdóttir


Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Sjónvarpsþættirnir Adolescence á Netflix hafa náð metáhorfi um allan heim og vakið athygli á slæmri líðan og stöðu ungmenna í dag. Þættirnir sýna fram á að þau eru ekki hólpin innilokuð í herbergjum sínum fyrir framan skjá, því þar getur umræða til dæmis kvenhaturshópa á borð við INCEL hugmyndafræðina rutt sér inn í hugarheim ungmenna og haft mikil áhrif á tjáskipti þeirra heimssýn. Við fræddumst í þættinum um INCEL hugmyndafræðina, upphaf hennar og hversu áhrifamikil hún er að verða og ræddum í því samhengi um líðan íslenskra ungmenna og hvernig er tekið á stöðunni í skólakerfinu hér á landi og ekki síst inni á heimilunum. Við fengum Bjarka Þór Gröndfeldt stjórnmálasálfræðing, sem hefur rannsakað og skrifað um Incel hreyfinguna, og Soffíu Ámundadóttur sem er kennari og knattspyrnuþjálfari til fjölmargra ára.
Lions hreyfingin hóf í dag sölu á Rauðu fjöðrinni, við helstu verslunarkjarna landsins og víðar til styrktar Píeta samtökunum og fovarnarverkefnis þeirra fyrir ungt fólk. En samtökin ætla að bjóða öllum framhaldsskólanemum á landinu upp á fræðslu um mikilvægi geðræktar og geðheilbrigðis. Áhersla er lögð á mikilvægi þess að styðja við geðheilsu ungs fólks og að vekja með þeim von og kenna þeim bjargráð þegar lífið virðist erfið áskorun. Ellen Calmon framkvæmdastýra Píeta samtakanna og Geirþrúður Fanney Bogadóttir, fjölumdæmisstjóri Lions á Íslandi, komu í þáttinn í dag.
Tónlist í þættinum í dag:
Viltu vitrast / Samaris (Jófríður Ákadóttir, Þórður Kári Steinþórsson, texti Steingrímur Thorsteinsson)
Allur lurkum laminn / Bubbi Morthens (Hilmar Oddsson)
Horfðu til himins / Nýdönsk (Daníel Ágúst Haraldsson og Jón Ólafsson, texti Daníel Ágúst Haraldsson)
UMSJÓN HELGA ARNARDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði og hefur sérhæft sig í frjálshyggju. Hann þekkir til í Silicon Valley, hefur hitt Peter Thiel og einnig marga helstu hugsuði frjálshyggjunnar. Hann hefur rætt við Thatcher og Hayek og Milton Friedman. Fáir þekkja hægristefnuna jafn vel og hafa barist jafn mikið fyrir sjónarmiðum frjálshyggjunnar hér á landi, í ræðu og riti. Við ræðum Trump-stjórnina, ólíkar stefnur innan bandaríska hægrisins, muninn á frjálshyggju og liberalisma (sem er víst það sama) og Kísildalinn.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Á vorin og snemma á sumrin velja sumir að eitra í görðum sínum. Þetta er þó ekki endilega besta lausnin fyrir garðana og fólkið sem leikur sér í þeim. Bryndís Björk Reynisdóttir garðyrkjufræðingur ætlar að segja okkur frá fjölbreyttum aðferðum sem spyrna við skaðvöldum í garðrækt án þess að nota eitur.
Femínistar, vegan og trans fólk eru þeir hópar sem rúmlega fimmtungi ungra drengja er mest í nöp við - þetta sýna nýjar mælingar og sagt var frá þeim í pistli í Speglinum í vikunni sem vakti talsverða athygli. Við ræðum málið við Magnús Þór Jónsson formann Kennarasambands Íslands.
Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti í gærkvöldi fjölmarga nýja tolla á vörur sem eru fluttar inn til Bandaríkjanna. Við ætlum að rýna í tíðindi gærkvöldsins og ræða áhrifin við Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum og ritstjóra Vísbendingar.
Kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands lýkur í dag og við ætlum að fá til okkar fulltrúa frá þeim fylkingum sem bjóða fram til að ræða um það sem er kosið og stöðu stúdenta almennt. Júlíus Viggó Ólafsson, oddviti Vöku, og Katla Ólafsdóttir, oddviti Röskvu, koma til okkar.
Heiðar Ingi Svansson, formaður félags íslenskra bókaútgefenda, verður gestur okkar eftir fréttayfirlit hálf níu þegar við ræðum frumvarp mennta- og barnamálaráðherra um námsgögn sem rætt var á þingi í gær.
Hagvextir og saga þjóðar er sýning á Hönnunarmars sem Búi Bjarmar Aðalsteinsson stendur á bak við. Búi kíkir til okkar.


Létt spjall og lögin við vinnuna.
Dúettar, Tatarar, rokkar og lögreglan og margt fleira í Mörgunverkunum á Rás 2
Tónlist frá útsendingarlogg 2025-04-03
GDRN - Þú sagðir.
EVERYTHING BUT THE GIRL - Missing (Remix edit).
PÍS OF KEIK - Fiðrildi og ljón.
RADIOHEAD - Just.
Parton, Dolly, Carpenter, Sabrina - Please Please Please.
BECK - Up All Night.
Lizzo - Still Bad.
TALK TALK - It's My Life.
Katy Perry - Roar.
LILY ALLEN - The Fear.
Mars, Bruno, Lady Gaga - Die With A Smile.
Páll Óskar Hjálmtýsson, Margrét Rán Magnúsdóttir - Gleðivíma.
Bubbi Morthens, Friðrik Dór Jónsson - Til hvers þá að segja satt?.
Jón Jónsson Tónlistarm., Una Torfadóttir - Vertu hjá mér.
Tatarar hljómsveit - Dimmar rósir.
Say She She, Francis, Neal - Broken Glass.
Tempest, Kae - Statue in the Square.
Balu Brigada - The Question.
THE VERVE - Bitter Sweet Symphony.
Fontaines D.C. - Starburster.
THE PRETENDERS - Don't Get Me Wrong.
STEVE MILLER BAND - The Joker.
Spacestation - Loftið.
TAME IMPALA - Let It Happen.
MORRISSEY - Everyday Is Like Sunday.
Bombay Bicycle Club - Always Like This.
HJÁLMAR og MR. SILLA - Er hann birtist.
Superserious - Duckface.
RAGNHEIÐUR GRÖNDAL - Ást.
SSSÓL - Einmana.
Birnir, Bríet - Andar-drátt.
QUARASHI VS. BOTNLEÐJA - Catch 22.
Árný Margrét - Greyhound Station.
DÚKKULÍSUR - Svarthvíta hetjan mín.
Boone, Benson - Sorry I'm Here For Someone Else.
Warmland - The Very End of the End (The Beginning of Something Great).
A-HA - I've Been Losing You.
Oyama hljómsveit - Through the water.
PEARL JAM - BLACK.
PRINCE - Musicology.
JÓNAS SIG - Dansiði.
BJÖRK - Isobel.
VALDIMAR - Brotlentur.
Lifun - Hörku Djöfuls Fanta Ást.

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Víðtækir tollar sem Bandaríkjaforseti kynnti í gær, eiga eftir að hafa mikil áhrif á viðskipti um allan heim. Lagður verður 10 prósenta tollur á Ísland, en 20% á Evrópusambandið. Leiðtogar aðildarríkja þess hafa einn af öðrum lýst yfir vonbrigðum með ákvörðun Trumps. Fjármálaráðherra segir ekki liggja fyrir hvort Ísland svari með hefndartollum.
Nýr sigdalur hefur myndast yfir kvikuganginum á Reykjanesskaga við Litla Skógfell. Kvika er á aðeins eins kílómetra dýpi en ólíklegt að hún nái upp á yfirborð. Nýjar gervitunglamyndir sýna að kvikugangurinn náði ekki eins nálægt Reykjanesbraut og jarðskjálftar höfðu gefið til kynna.
Skiptastjóri iðnaðarfyrirtæksins Kamba segir að reynt verði að halda áfram starfsemi, þrátt fyrir að eigendur hafi sóst eftir gjaldþrotaskiptum.
Ungur karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Honum er gert að sök að hafa stungið mann minnst fjórum sinnum á Akureyri í fyrrasumar.
Vestfirðir lenda á milli í pólitískum hráskinnaleik ríkisins og stórútgerðarinnar segir formaður Fjórðungssambands Vestfjarða. Hækkun veiði- og fiskeldisgjalds, og innviðagjald á skemmtiferðaskip, séu Vestfjarðaskattar,
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack
Lovísa Rut og Margrét Maack stýrðu síðasta Popplandi vikunnar og það var mikið um dýrðir. Nýtt efni frá Laufeyju og Snorra Helgasyni, Arnar Eggert og Andrea Jóns gerðu upp plötu vikunnar, Everyone Left með hljómsveitinni Oyama, þessar helstu tónlistarfréttir og almennur fílingur.
Retro Stefson - Minning.
LENNY KRAVITZ - Fly Away.
Chappell Roan - The Giver.
Snorri Helgason - Ein alveg.
THE CURE - Close To Me RMX.
Bridges, Leon - Laredo.
Salka Sól Eyfeld - Tímaglas.
Dina Ögon - Jag vill ha allt.
Lisa Ekdahl - Bortom det blå.
CeaseTone - Only Getting Started.
Birnir & Daniil - Hjörtu.
HURTS - Stay.
Oyama hljómsveit - Silhouettes.
Oyama hljómsveit - Painted image.
OYAMA - Siblings.
Oyama hljómsveit - Cigarettes.
Belle and Sebastian - The Boy With the Arab Strap.
10CC - I'm Not In Love.
PRINS PÓLÓ - París Norðursins.
Sigurður Guðmundsson & Una Torfadóttir - Þetta líf er allt í læ.
Bríet - Hann er ekki þú.
SWEET - Ballroom Blitz.
LEN - Steal My Sunshine.
David, Damiano - Born With A Broken Heart.
NATALIE IMBRUGLIA - Torn.
Oyama hljómsveit - Howl at the moon.
DURAN DURAN - Hungry Like The Wolf (Minimal Edit) (80).
FLORENCE AND THE MACHINE - You've Got The Love.
Dacus, Lucy - Ankles.
Páll Óskar Hjálmtýsson, Benni Hemm Hemm - Allt í lagi.
Laufey - Silver Lining.
Uppáhellingarnir - Vor í Reykjavík.
FRIÐRIK DÓR - Hringd'í mig.
Snorri Helgason - Ein alveg.
Hildur Vala Einarsdóttir - Þú hittir.
JÓNAS SIGURÐSSON - Ofskynjunarkonan (#2).
SNIGLABANDIÐ OG BORGARDÆTUR - Apríkósusalsa.
Kusk og Óviti, Óviti, KUSK - Læt frá mér læti.
Teddy Swims - Guilty.
THE STREETS - Let's Push Things Forward.
K.ÓLA - Vinátta okkar er blóm.
PULP - Disco 2000.
LCD SOUNDSYSTEM - Daft Punk is Playing at my House.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kynnti í gær fjölmarga nýja tolla á vörur sem eru fluttar inn til Bandaríkjanna. á blaðamannafundi. Viðbrögð heimsbyggðarinnar hafa ekki látið á sér standa. Oddur Þórðarson fréttamaður kom til okkar og sagði frá því allra helsta sem komið hefur fram í kjölfar ákvörðunar Trumps.
Við fengum líka viðbrögð frá Pétri Þ. Óskarssyni Framkvæmdastjóra Íslandsstofu og stjórnarmanni í AMÍS.
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóri Vinnslustjöðvarinnar í Vestmannaeyjum skrifaði harðorðan pistil á FB síðu sína í morgun og þar vandar hann ríkisstjórn Íslands ekki kveðjurnar. Sigurgeir bara saman áhrif tollastefnunnar og hækkunar veiðigjalda á Íslandi.
Við ræddum líka við Pálma Guðmundsson forstöðumann stafrænnar þróunar hjá Árvakri um nýtt app á vegum Morgunblaðsins og mbl.is sem er fyrsta fréttamiðlunar App sinnar tegundar á Íslandi.
Við kynntum okkur líka starfsemi Lýðskólans á Flateyri en Arnar Helgi Linduson útskrifaðist þaðan sl. Vor en hann fékk áhuga á ýmsu öðru en hann hafði fyrir eftir nám í skólanum .
Svo kíktum við Kaupfélagið á Hvammstanga og ræddum við Þórunni Ýr Elíasdóttur kaupfélagsstjóra.
Fréttir
Fréttir
Tollgæslan lagði hald á tuttugu þúsund töflur á Keflavíkurflugvelli sem litu út eins og Oxycontin en reyndust innihalda ólöglega framleitt efni sem er miklu hættulegra.
Tollheimta bandarískra stjórnvalda af íslenskum vörum er forsætisráðherra en meira áhyggjuefni er áhrifin á alþjóðaviðskipti. Mikill órói var á hlutabréfamörkuðum um allan heim.
Gin- og klaufaveikifaraldur hefur blossað upp í Ungverjalandi í fyrsta sinn í hálfa öld. Stjórnvöld í Austurríki ætla að loka landamærum að Ungverjalandi.
Stytta á tímabil atvinnuleysisbóta og auka kröfur til umsækjenda. Forseti Alþýðusambandsins óttast að breytingar verði einungis til þess að fólk færist milli kerfa - og sparnaður verði enginn.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Tilkynningar Donalds Trumps um tolla á innfluttar vörur til Bandaríkjanna var beðið nokkuð lengi. Bandaríkin eru mikilvægur markaður fyrir íslenskar vörur þó að mestur vöruútflutningur héðan sé til Evrópu. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir enn erfitt að átta sig á hver áhrif tollheimtunnar verða, þó sé jákvætt að dregið hafi úr óvissu og að íslenskar vörur lendi í lægsta tollþrepi 10%.
Frá því að Ísraelar rufu vopnahléð við Hamas 18. mars hafa þeir drepið á annað þúsund almennra borgara á Gaza með beinum árásum og svelt hundruð þúsunda með því að loka á alla neyðaraðstoð og drepið starfsfólk hjálparsamtaka og Sameinuðu þjóðanna. Þeir komast enn upp með að fremja stríðsglæpi nánast dag hvern í skjóli Bandaríkjanna og aðrar þjóðir gera ýmist ekki neitt eða senda frá sér yfirlýsingar. Jafnvel Sameinuðu þjóðirnar fá engu breytt með öllum sínum fordæmingum og brýningum. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Kára Hólmar Ragnarsson dósent í lögfræði við Háskóla Íslands og sérfræðing í þjóðarétti.
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.

Fréttastofa RÚV.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.

Tónleikaupptökur víðsvegar að úr heiminum, frá ýmsum tímum og úr ólíkum tónlistaráttum. Nýjar og gamlar tónleikaupptökur úr safni Rásar 2 í bland við upptökur frá tónlistarhátíðum erlendis sem vinir Rásar 2 í EBU bjóða upp á.
Dagskrá Bræðslunnar á Borgarfirði Eystra í sumar var opinberuð núna í vikunni og miðasalan fór líka í gang og hún fór heldur betur í gang af krafti – enda dagskráin stórglæsileg. Þetta er 20 ára afmælisveisla, Á föstudeginum verða t.d. sérstakir tónleikar með Emiliönu Torrini sem er eiginleg upphafskona Bræðslunnar - hún var aðalnúmerið á fyrstu hátíðinni 2005 og spilaði líka 2006.
En núna í Konsert í kvöld ætlum við að rifja upp Bræðslur fyrri tíma og heyrum í Ný Dönsk (2016) og Jónasi Sig og Milda Hjartanu (2019).