Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 28. desember 2025

Forsetar Úkraínu og Bandaríkjanna hittast í Flórída síðar í dag til ræða uppfærða friðaráætlun. Zelensky segir framtíð Úkraínu velti á því Vesturlönd tryggi öryggi landsins.

Nýr átta milljón króna fólksbíll sem gengur fyrir bensíni gæti kostað um 9,6 milljónir á næsta ári. Breytingar á vörugjaldi bíla taka gildi þann 1. janúar.

Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi útilokar ekki gefa kost á sér í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar í vor, en það velti á því hvort Guðlaugur Þór Þórðarson fari fram.

Breytingar á skattkerfinu sem taka gildi um áramót fela í sér duldar skattahækkanir mati formanns Starfsgreinasambandsins. Hann kallar eftir því breytingar fylgi launaþróun fremur en verðbólgu.

Í dag er fyrsti dagurinn sem selja flugelda fyrir þessi áramót. Við lítum inn á flugeldasölu björgunarsveitanna í fréttatímanum.

Franska leikkonan og dýraverndunarsinninn Brigitte Bardot er látin. Hún lék í rúmlega 50 kvikmyndum en hætti leika snemma á áttunda áratugnum og helgaði líf sitt dýravelferð.

Frumflutt

28. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,