Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 2. október 2024

Átök hafa brotist út milli landhers Ísraelsmanna og Hezbollah-samtakanna í suðurhluta Líbanon. Ísraelsmenn hafa bannað framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna koma til Ísraels þar sem hann hafi ekki fordæmt árás Írana á Ísrael í gær.

Vaxtalækkun Seðlabankans í morgun, um núll komma tuttugu og fimm prósentur, er tekin í trausti þess meira jafnvægi komast á í íslensku efnahagslífi, segir seðlabankastjóri. Forseti ASÍ fagnar lækkuninni og segir eðlilegt stíga varlega til jarðar.

Samdráttur varð í losun gróðurhúsalofttegunda milli ára. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir Ísland á réttri leið en enn langt í land ætli stjórnvöld markmiðum sínum.

Bretar vilja meira samstarf við Evrópusambandið, til dæmis á sviði öryggismála en eru tregir til rýmka reglur um dvalarleyfi. Forsætisráðherra Bretlands kemur til Brussel í dag.

Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir verulega reyna á langlundargeð stjórnarflokkanna og spyr hvort ástæða bíða til vors með alþingiskosningar.

Kappræður varaforsetaefnanna í Bandaríkjunum í gærkvöld voru mestu yfirvegaðar. Flestum þótti varaforsetaefni Repúblikana standa sig betur.

Jólin eru komin í Venesúela fyrirskipun forseta landsins. Jólagleðin virðist þó víðs fjarri.

Frumflutt

2. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,