Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 30.mars 2025

Leitað er í kappi við tímann í húsarústum í Myanmar og í Taílandi eftir jarðskjálftann mikla á föstudag. Sautján hundruð hafa fundist látnir. Fólk finnst enn á lífi í húsarústum.

Björgunarsveitir á Suðurlandi komu tveimur hópum til hjálpar á Eyjafjöllajökli í gær. Gönguskíðafólk og hópur jeppamanna lentu í vanda vegna mjög mikillar úrkomu sem hóparnir bjuggust ekki við.

Kísilverin hér á landi flytja inn yfir hundrað þúsund tonn af timbri á ári. Skapa mætti mikil verðmæti með aukinni skógrækt, segir sérfræðingur hjá Landi og skógi. Kísilverin gætu talist kolefnishlutlaus ef viðarkol yrðu notuð í stað þeirra hefðbundnu.

Tilraunaflug evrópsku geimferjunnar Spectrum misheppnaðist. Hún hrapaði til jarðar skömmu eftir henni var skotið á loft frá Norður-Noregi.

Fjöldi bóka er gefinn út hér á landi sem eru þýddar með hjálp þýðingarvélar. Formaður Bandalags þýðenda og túlka segir þetta varhugaverða þróun.

Það eimir enn eftir af vetri og kröpp lægð gengur yfir suðvestanvert landið eftir hádegi. Hviður gætu náð allt fjörutíu metrum á sekúndu á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli en veðrið gengur fljótt niður.

Valur getur í dag orðið fyrsta íslenska kvennaliðið til komast í úrslit Evrópukeppni í handbolta.

Frumflutt

30. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,