Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 13. maí 2025

Sala hófst í morgun á síðasta eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Almenningur hefur forgang kaupunum fram yfir stærri fjárfesta. Fjármálaráðherra vonast til salan skili fjörutíu milljörðum króna í ríkissjóð.

Fyrrverandi lögreglumaður kærði héraðssaksóknara til nefndar um eftirlit með lögreglu. Málið er komið á borð ríkissaksóknara. Lögreglumaðurinn fyrrverandi telur héraðssaksóknari hafi komið gögnum til Ríkisútvarpsins.

Bandaríkjaforseti hóf í morgun sína fyrstu opinberu heimsókn í embætti. Hann ferðast um Miðausturlönd næstu fjóra daga, en kemur ekki við í Ísrael.

Mikill meirihluti vara sem keyptar eru í netverslunum á borð við Temu og Shein innihalda skaðleg efni. Teymisstjóri markaðseftirlits HMS segir neytendur oft ekki meðvitaða um skaðsemi varanna.

Skjálftahrina gekk yfir við Grímsey í nótt. Stærsti skjálftinn var 4,7 stærð og fannst víða á Norðurlandi. Íbúi í eynni segir skjálftahrinur sem þessar venjist aldrei.

Hópur sem viðurkennir ekki lögmæti þýska ríkisins var upprættur í umfangsmikilli lögregluaðgerð í morgun. Sjálfskipaður konungur hópsins var meðal fjögurra sem voru handteknir.

VÆB bræður stíga fyrstir á svið í fyrri undankeppni Eurovision í kvöld. Það er á brattann sækja fyrir bræðurna, en samkvæmt veðbönkum eru um fjörutíu prósent líkur á Ísland komist áfram í úrslit.

Viktor Gísli Hallgrímsson landsliðsmarkvörður í handbolta var í dag kynntur sem leikmaður spænska stórliðsins Barcelona. Hann gerir tveggja ára samning við félagið. Viktor segir vistaskiptin enn vera frekar óraunveruleg.

Frumflutt

13. maí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,