Hagfræðingur segir að nýtt vaxtaviðmið Seðlabankans gæti dugað til að bankarnir geti farið að veita lán með eðlilegum hætti á nýjan leik. Forsendurnar að baki viðmiðinu séu þó með öllu óskiljanlegar.
Tveggja er leitað vegna rannsóknar á fjársvikamáli þar sem hundruð milljónir voru sviknar út úr Landsbankanum. Rúmar tíu milljónir voru sviknar út úr Arion banka, sem tilkynnti Reiknistofnun bankanna um málið.
Engan sakaði þegar eldur kviknaði í tæknirými áfast fjósi á bænum Fellshlíð í Eyjafirði í morgun.
Rússlandsher hefur drepið ellefu almenna borgara og sært yfir fjörutíu í árásum á Úkraínu síðasta sólarhring. Þá gerði herinn árásir á orkuinnviði og því er rafmagnslaust í nokkrum héruðum.
Verkefnastjóri hjá Vegagerðinni segir sms-skeytalista vegna snjóflóðahættu á vegum hafa sannað gildi sitt. Bæði hafi kerfið komið í vef fyrir slys og það geri fólki kleift að skipuleggja ferðir sínar betur á veturna.
Það skýrist vonandi í vor hvort að blanda malbiks og steypu geti dregið úr sliti á álagsstöðum þar sem þung umferð er, eins og á strætóstoppistöðvum. Tilraunir standa yfir.
Hærra hlutfall innflytjenda í Finnlandi en innfæddra er í vinnu eða námi og þeir hafa jákvæð áhrif á fjárhag ríkisins, samkvæmt nýrri rannsókn.
Tónlistarkonan Rakel hlaut í gær svokölluð plús-verðlaun Rásar tvö og Iceland Airwaves. Verðlaununum er ætlað að hjálpa upprennandi listamönnum að koma sér á framfæri.