Ríki og sveitarfélög verða að koma sér saman um fjármögnun eftir lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, segir formaður Sambands sveitarfélaga. Félagsmálaráðherra segir sveitarfélög ekki hafa uppfyllt skyldur sínar.
Þrjátíu Húsvíkingar sem unnu hjá kísilveri PCC verða atvinnulausir fyrsta desember. Formaður stéttarfélagsins segir atvinnuástandið mjög þungt í sveitarfélaginu, margir hafi áhyggjur af fjárhag næstu mánaða.
Bandaríkjaforseti segir að áætlun um stríðslok í Úkraínu hafi verið breytt eftir ábendingar Úkraínumanna og Rússa. Aðeins eigi eftir að ganga frá nokkrum atriðum. Ný útgáfa hefur ekki verið birt.
Fækkun stoppistöðva landsbyggðastrætós í Reykjanesbæ er í samræmi við stefnu stjórnvalda segir forstöðumaður hjá Vegagerðinni. Almenningssamgöngur í einstökum sveitarfélögum séu á þeirra ábyrgð.
Biðtími hefur lengst hjá sérgreinalæknum og er víða orðinn heilt ár.
Forsvarsmenn Samherja vona að bættar mengunarvarnir í fiskþurrkun á Laugum í Reykjadal mæti kröfum íbúa, sem ítrekað hafa kvartað undan mengun.
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta spilar síðdegis upphafsleik heimsmeistaramótsins gegn Þýskalandi í Stuttgart.