Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 15. febrúar 2025

Varaformaður stéttafélagsins Einingar- Iðju segir starfsfólki ræstingarfyrirtækja hafi verið hótað uppsögnum samþykki það ekki launalækkanir. Tugir hafi leitað til stéttafélagsins vegna þessa.

Forseti Úkraínu ítrekaði í dag Úkraínumenn skyldu fengnir borðinu í hvers kyns friðarviðræðum um land þeirra. Hann segir ljóst Evrópa geti ekki treyst á Bandaríkin og verði stofna sameiginlegan og fjölþjóðlegan her.

Formaður Neytendasamtakanna hefur litla trú á hugmyndum um sameiningu Arion banka og Íslandsbanka, enda samkeppni á bankamarkaði svo gott sem engin, og því standist það enga skoðun ætla draga enn frekar úr henni.

Hamas-samtökin á Gaza slepptu þremur gíslum í morgun eins og fyrirhugað var og því heldur vopnahléð við Ísraela enn. Samkomulaginu var teflt í tvísýnu á mánudag þegar Hamas sakaði Ísraela um vanefndir og neituðu sleppa fleiri gíslum.

Framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi segir fjármögnun alþjóðlegs hjálparstarfs í uppnámi vegna ákvörðunar Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, um lokun Þróunarsamvinnustofnunar landsins.

Hvalur hf. leggst gegn rannsókn Rastar í Hvalfirði, en Röst hefur óskað eftir leyfi til dæla 30 tonnum af vítissóda í sjóinn þar í sumar. Hafrannsóknarstofnun mælir aftur á móti með því rannsóknarleyfi verði veitt.

Frumflutt

15. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,