Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 14. september 2025

Lögregla var með umfangsmikinn viðbúnað í gærkvöld vegna viðburðar mótorhjólasamtakanna Vítisengla, Hells Angels. Meðlimir samtakanna eru óánægðir með aðgerðirnar, enda hafi samtökin hér á landi ekki verið til neinna vandræða.

Dómsmálaráðherra segir fangelsismál hafi ekki fengið þá athygli sem þau eiga skilið síðustu ár. Staðan slæm. Ríkisstjórnin hins vegar grípa til markvissra aðgerða.

Samtök sem berjast fyrir lausn gísla í haldi Hamas gagnrýna árás Ísraela á Katar í síðustu viku. Þeir segja Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, það eina sem standi í vegi fyrir lausn gíslanna.

Bregðast hefði mátt fyrr við til tryggja öryggi barna í Blönduhlíð sem ítrekað fóru út um glugga meðferðarheimilisins til strjúka, mati umboðsmanns Alþingis. Fimmtán ára stúlka slasaðist alvarlega við það fyrr á árinu.

Nýr forsætisráðherra Nepals heitir því verða við óskum mótmælenda og berjast gegn spillingu og auka jöfnuð. Sjötíu og tveir voru drepnir í mótmælum í síðustu viku.

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands verður lögð niður og þjónustan færð undir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Forstjórinn er bjartsýnn á breytingarnar svo lengi sem stefnumótun og fjármagn fylgi.

Vegagerðin krefst þess enn Akureyrarbær fjarlægi hjörtu úr rauðum umferðarljósum í bænum. Ekki heimild til veita undanþágur frá reglugerðum. Ráðamenn á Akureyri ítreka andstöðu sína.

Frumflutt

14. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,