Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 24. september 2025

Eigendur 17 nagla- og snyrtistofa á höfuðborgarsvæðinu voru kærðir eftir úttekt lögreglu á starfseminni í vor - fyrir brot á útlendingalögum og fyrir vera ekki með meistarabréf. Flestar starfa enn.

Ísraelsk stjórnvöld hafa lokað einu leið Palestínumanna á Vesturbakkanum út í heim, brú yfir til Jórdaníu.

Orkumálaráðherra hefur úthlutað milljarði í styrki til koma hitaveitu á öll heimili á landinu.

Lögreglan bíður gagna frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun til ljúka rannsókn á brunanum á Stuðlum. Stofnunin kannast ekki við lögreglan hafi óskað eftir gögnunum.

Litlar breytingar eru fyrirhugaðar í stjórn eða rekstri Lýsis, verði af 30 milljarða kaupum Brims á fyrirtækinu.

Íslensk heimili og fyrirtæki standa vel þrátt fyrir viðvarandi háa vexti og verðbólgu. Mörg heimili hafa leitað til lífeyrissjóða til endurfjármagna fasteignalán sín.

Bandaríski þáttastjórnandinn Jimmy Kimmel snéri aftur á skjáinn í gær eftir hafa verið tekinn af dagskrá fyrir ummæli um morðið á Charlie Kirk. Bandaríkjaforseti segist ekki trúa hann hafi fengið starfið aftur og hótar hjóla í sjónvarpsstöðina.

Yfirlæknir fæðingateymis Landspítalans segir lækna hér á landi enn mæla með parasetamóli fyrir barnshafandi konur. Það langöruggasta verkjalyfið.

Samfylkingin er sem fyrr stærst allra flokka samkvæmt nýrri skoðanakönnun Maskínu. Píratar kæmust á þing ef kosið yrði nú.

Forseti FIFA hefur viðrað hugmyndir um fjölga þátttökuþjóðum á heimsmeistaramóti karla í fótbolta. Verði tillaga samþykkt taka 64 þjóðir þátt á 100 ára afmæli mótsins 2030.

Frumflutt

24. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,