Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 1. maí 2025

Bandaríkin aðgang úkraínskum auðlindum samkvæmt samningi sem ríkin undirrituðu í gær. Bandaríkjamenn ætla halda áfram aðstoða Úkraínumenn með loftvarnir.

Götum í miðborg Reykjavíkur var lokað í morgun þegar tilkynnt var um vopnaðan mann í heimahúsi. Einn var handtekinn í aðgerðum lögreglu.

Forstjóri Icelandair gerir ráð fyrir félagið hefji flug til Hornafjarðar í haust. Notaðar verða dash-200 vélar á flugleiðinni fyrst um sinn. Þetta gæti haft áhrif á ákvörðun félagsins um hætta með áætlunarflug til Ísafjarðar.

Sænskur blaðamaður var dæmdur í 11 mánaða skilorðsbundið fangelsi í Tyrklandi, fyrir móðga forseta landsins. Hann á einnig yfir höfði sér dóm fyrir mun alvarlegri sakir.

Baráttudagur verkalýðsins er haldinn hátíðlegur um allt land í dag undir yfirskriftinni Við sköpum verðmætin. Á Akureyri eru hundrað ár liðin frá því fyrst var haldið upp á fyrsta maí.

Varaformaður Bifhjólasamtakanna Sniglanna segir ástandið á vegum landsins alvarlegt og kallar eftir úrbótum. Samtökin ætla í dag afhenda Vegagerðinni afrakstur dósasöfnunar sem samtökin hafa staðið fyrir.

Úrslitaeinvígi úrvalsdeildar kvenna í körfubolta hefst í kvöld. Þar mætast deildarmeistarar Hauka og bikarmeistarar Njarðvíkur.

Frumflutt

1. maí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,