Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 10. apríl 2025

Evrópusambandið ætlar fresta því hækka tolla á bandarískar vörur, eftir kúvendingu Bandaríkjaforseta í gærkvöld - en áfram verður unnið undirbúningi tollahækkana, náist ekki semja innan þriggja mánaða.

Frestun á gildistöku tollanna kom ráðgjöfum forsetans í opna skjöldu. Ótti við fjármálakreppu er talinn hafa ráðið ákvörðuninni. Dósent í viðskiptafræði líkir yfirlýsingunum við jójó.

Hryðjuverkaógn á Íslandi hefur aukist lítillega mati greiningardeildar Ríkislögreglustjóra. Ógn er talin stafa fyrst og fremst af ofbeldissinnuðum mönnum, í litlum hópum, eða einum síns liðs, sem sæki hvatningu í hægri öfga áróður .

Atvinnuráðherra segir ekki standa til bakka með veiðigjald þrátt fyrir þráláta og harða gagnrýni frá stjórnarandstöðunni á þingi.

Greiningardeild Landsbankans spáir því verðbólga aukist lítillega milli mánaða.

Matvælastofnun ætlar sjálf meta hvort snjóflóð gætu valdið því lax slyppi úr fyrirhuguðum eldissvæðum í Seyðisfirði. Yfir 13 þúsund manns mótmæla eldinu.

Vel var tekið á móti Höllu Tómasdóttur forseta í Þrándheimi í morgun. Hún leit við í háskólanum þar sem hún talaði við íslenska nemendur.

Ísland getur í kvöld tryggt sér sæti á heimsmeistaramóti kvenna í handbolta. Það yrði þriðja stórmót liðsins í röð. Eins og í gærkvöld verður leikið við Ísrael fyrir luktum dyrum.

Frumflutt

10. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,