Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 21. október 2024

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin ætlar hafa milligöngu um flutning á allt þúsund konum og börnum sem eru í brýnni þörf fyrir læknisaðstoð frá Gaza. Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna óttast Ísraelar séu tortíma Palestínumönnum í norðurhluta Gaza.

Grindavíkurbær var opnaður almenningi í morgun. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir þörf á frekari upplýsingagjöf til ferðamanna.

Bráðabirgðaúrslit í þjóðaratkvæðagreiðslu í Moldóvu benda til þess tillaga um festa aðild Evrópusambandinu í stjórnarskrá landsins hafi fengið næfurþunnan meirihluta atkvæða, 50,4 prósent.

Línur halda áfram skýrast í framboðsmálum. Flokkur fólksins gerir ráð fyrir kynna sína lista í dag. Búist er við Sjálfstæðisflokkurinn kynni framboðslista í Reykjavíkurkjördæmum á fimmtudag.

Hægt verður sækja vegabréf og nafnskírteini í Hagkaup í Skeifunni frá og með deginum í dag. Framkvæmdastjóri hjá Þjóðskrá segir þetta bæta þjónustu við almenning og minnka álag á móttöku Þjóðskrár í Borgartúni.

Aron Pálmarsson hefur leikið sinn síðasta leik fyrir FH á tímabilinu, hann samdi í morgun við ungverska stórliðið Veszprém. Þetta er í annað sinn á farsælum ferli Arons þar sem hann skrifar undir samning við Veszprém. Hjá liðinu hittir hann fyrir liðsfélaga sinn í íslenska landsliðinu.

Frumflutt

21. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,