Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 30. júlí 2025

Jarðskjálfti af stærðinni átta komma átta varð úti fyrir Kamtsjatka-skaga í Rússlandi í nótt. Þetta er einn öflugasti skjálfti sem mælst hefur. Flóðbylgjuviðvaranir voru gefnar út í fjölda Kyrrahafsríkja og milljónum gert forða sér.

Sendiherra Íslands í Japan segir búast megi við flóðbylgjum þar á hverri stundu en þær verði líklega ekki stórar. Japanar taki þessu með ró.

Stjórnvöldum var kunnugt um aðildarumsókn Íslands Evrópusambandinu var ekki afturkölluð með skýrum hætti. Það kemur fram í óútgefinni skýrslu um stöðuna í aðildarviðræðunum. Skýrslan var skrifuð 2018, þegar Guðlaugur Þór Þórðarsón var utanríkisráðherra.

Rúmlega sex þúsund tonn af eldislaxi drápust í sjókvíum fyrstu sex mánuði ársins. Aldrei hafa fleiri laxar drepist á svo stuttum tíma.

Gistinóttum á hótelum fjölgaði í júní í öllum landshlutum en mest á Vesturlandi, Vestfjörðum og Austurlandi. Erlendum ferðamönnum fjölgaði en Íslendingum fækkaði frá sama tíma í fyrra.

Bandaríkjaforseti segist hafa skorið á öll samskipti við kynferðisbrotamanninn Jeffrey Epstein eftir hann réði til sín starfsfólk úr heilsulind golfklúbbs Trumps. Óralangt síðan þeir höfðu nokkuð saman sælda.

Tvær vikur eru frá því eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni. Gosvirkni er stöðug og náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni biður fólk vinsamlegast um „príla ekki á nýstorknuðu hrauni.“

Evrópska knattspyrnusambandið sér fram á minnst 2,8 milljarða króna tap á Evrópumóti kvenna í fótbolta sem lauk á sunnudaginn, þrátt fyrir metfjölda áhorfenda.

Frumflutt

30. júlí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,