Þjóðaröryggisráðgjafar Evrópuríkja koma saman í Lundúnum í dag. Úkraínuforseti varar við því að ákvarðanir um Úkraínu verði teknar án aðkomu Úkraínumanna.
Ásakanir á hendur ríkissáttasemjara hafa verið teknar til skoðunar hjá félags- og húsnæðismálaráðuneytinu. Morgunblaðið greindi frá því í morgun að fyrrverandi starfsmaður embættisins hefði kvartað yfir óþægilegri snertingu Ástráðs í ferð á vegum embættisins fyrir þremur árum.
Ísraelsstjórn ætlar ekki að bakka með áætlun sína um að hertaka Gazaborg þrátt fyrir harða gagnrýni. Sérfræðingur segir ekkert eiga eftir að breytast nema vestræn ríki beiti Ísrael einhvers konar refsiaðgerðum.
Hinsegin dagar ná hámarki í dag með Gleðigöngunni sem hefst við Hallgrímskirkju klukkan tvö. Um fjörutíu vagnar verða í göngunni í ár og líklega fjölmennt í miðborginni í góða veðrinu.
Donald Trump Bandaríkjaforseti rak ríkisskattstjóra Bandaríkjanna í gær, aðeins tveimur mánuðum frá embættistöku hans, og tilnefndi hann sem nýjan sendiherra Bandaríkjanna við Ísland.
Tjón vegna náttúruhamfara fyrri hluta þessa árs nam sextán komma fimm billjónum króna á heimsvísu. Gróðureldarnir í Los Angeles í janúar eiga þar stærstan hlut.
Í dag eru áttatíu ár eru frá því að Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengju á japönsku hafnarborgina Nagasaki. Um 74 þúsund fórust í árásinni og 140 þúsund í Hiroshima þremur dögum áður.
Ekki hafa verið taldir færri selir í árlegri selatalningu á Norðurlandi í þrettán ár. Íslenski landselsstofninn telst í útrýmingarhættu og útselur er talinn í nokkurri hættu.