Samkeppniseftirlitið hefur hafið rannsókn á starfsemi stéttarfélagsins Virðingar. Félagið hefur verið sakað um að grafa undan kjarasamningum veitingafólks.
Íslensk fyrirtæki geta ekki gengist undir eitthvað sem í trássi við íslensk lög, segir utanríkisráðherra. Bandaríska sendiráðið ætlar að endurskoða samninga við fyrirtæki sem vinna eftir stefnu um fjölbreytni, jafnræði og inngildingu.
Tollastríð Bandaríkjanna og Kína stigmagnast. Stjórnvöld í Kína hafa svarað síðustu tollahækkunum Bandaríkjaforseta með því að boða hundrað tuttugu og fimm prósenta toll á bandarískar vörur.
Bandalagsríki Úkraínu heita meira en tuttugu milljörðum evra í ný framlög til hernaðarlegs stuðnings. Þetta var niðurstaða fundar fulltrúa fimmtíu ríkja í Brussel í morgun.
Kennari í Kvikmyndaskóla Íslands vill svör frá stjórnvöldum um framtíð skólans. Skólinn varð gjaldþrota í mars. Kennarar segjast ekki geta unnið launalaust lengur. Þeir séu að missa íbúðir sínar.
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta er komið á HM næsta vetur eftir sigur á Ísrael í umdeildum leikjum. Landsliðsþjálfari segir gagnrýni á íslenska liðið óréttmæta.