Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 26. febrúar 2025

Formaður Kennarasambandsins segir ekki hefði verið hægt betri kjarasamningi en þeim sem skrifað var undir í gær. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur samningana geta aukið verðbólgu, hækkanir séu langt umfram svigrúm.

Öllum gíslum Hamas á Gaza verður mögulega sleppt í einu á næstunni. Viðræðum um annan hluta vopnahléssamkomulags, af þremur, miðar vel.

Stjórnsýslusvið og fjármálasvið Kópavogsbæjar verða lögð niður eftir skipulagsbreytingar á stjórnkerfi bæjarins voru samþykktar á bæjarstjórnarfundi í gær. Breytingarnar hafa áhrif á um 90 störf.

Margt er á huldu um aðgang Bandaríkjamanna námavinnslu í Úkraínu. Samningur er þó sagður í höfn.

Eldgos getur hafist með mjög skömmum fyrirvara á Sundhnúksgígaröðinni, landris er stöðugt undir Svartsengi. Bæjarskrifstofurnar í Grindavík verða opnaðar í mars og aðstöðu í tollhúsinu í Reykjavík lokað.

Þrumuveður eru algengust í janúar og febrúar á Íslandi og ekki eru merki um eldingar séu fleiri en vanalega í ár. Þær hafa þó valdið miklum skemmdum undanfarið.

Fljúga þarf dróna yfir Seyðisfjörð og mæla mót lands og sjávar til skera úr um hvort pláss er fyrir eldiskvíar í firðinum. Óvíst er hvar svokölluð netlög eða eignarréttur landeigenda endar.

Sjálfvirk svör frá Akureyrarbæ eru í einhverjum tilvikum á ensku. Bæjarstjóri segir skýringuna liggja í hugbúnaði sem þarf uppfæra.

Undanúrslit í bikarkeppni karla í handbolta eru í kvöld. Tvær spennandi viðureignir verða á Ásvöllum í Hafnarfirði.

Frumflutt

26. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,