Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 12. desember 2023

Flugumferð er hafin á eftir sex tíma vinnustöðvun flugumferðastjóra í morgun. Ferðum var ýmist seinkað eða aflýst. Viðræður hefjast á hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi. Fjármálaráðherra segir tímasetning verkfallsins slæm og vonast eftir skjótri lausn á deilunni.

Stjórnarþingmenn í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis vilja draga úr fyrirhugaðri hækkun á gjaldtöku á sjókvíaeldi um allt helming.

drög lokasamþykkt COP28 verða lögð fram í dag. Mikil óánægja var með drög sem kynnt voru í gær og þau sögð ganga of skammt. Ráðstefnunni átti ljúka í morgun en niðurstað hefu enn ekki náðst.

Læknir telur ólíklegt Tómas Waagfjörð, sem lést af völdum stungusára á Ólafsfirði í október í fyrra, hafi rekið hníf í sjálfan sig. Seinni hluti aðalmeðferðar í málinu hófst í héraðsdómi Norðurlands eystra í morgun.

Samkeppniseftirlitið telur nýtt frumvarp um forgang almennings raforku geti skert samkeppni og styrkt stöðu Landsvirkjunar á kostnað minni orkufyrirtækja.

Donald Tusk, verðandi forsætisráðherra Póllands, tekur líkindum formlega við embætti í fyrramálið. Síðdegis í dag verður stuðningsyfirlýsing við nýja stjórn Tusks borin upp á pólska þinginu þar sem bandalag nýrra stjórnarflokka fer með meirihluta.

Ekkert fannst af íslenskri sumargotssíld fyrir austan og suðaustan land í rannsóknaleiðangri í lok nóvember. Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun segir algengt óvissa um vetursetu Íslandssíldarinnar.

Átta liða úrslit á HM kvenna í handbolta hefjast í dag. Noregur, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, mætir Hollandi og Frakkar og Tékkar eigast við.

Frumflutt

12. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,