Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 7. febrúar 2025

Stjórnmálasamtök sem þáðu opinbera styrki án þess fullnægja skilyrðum verða ekki krafin um endurgreiðslu. Fjármálaráðherra segir fjármálaráðuneytið hafi ekki farið lögum.

Stöðvfirðingar keppast við bjarga verðmætum úr lekum húsum. Snjór frá því í morgun bráðnar hratt. Þjóðvegurinn milli Hafnar og Djúpavogs er lokaður vegna skemmda. Nærri tvö hundruð tjónstilkynningar af öllu landinu hafa borist tryggingafélögum. Búist er við þær verði miklu fleiri. Um sjö hundruð björgunarsveitarmenn aðstoðuðu í illviðrinu.

Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn fordæmir ákvörðun Bandaríkjaforseta um refsiaðgerðir gegn embættismönnum og starfsfólki dómstólsins. Dómstóllinn heitir því starfa áfram í þágu milljóna fórnarlamba grimmdarverka um heim allan.

Lítið miðar í kjaradeilu kennara og hins opinbera, segir formaður samninganefndar sveitarfélaganna. Vopnabúrið tómt og komið úrslitastundu í viðræðunum.

Músaskítur fannst í eldhúsi og músagildrur á þurrvörulager leikskólans Sælukots í eftirlitsferð heilbrigðisfulltrúa í nóvember. Leikskólanum var lokað tafarlaust. Leikskólastjórinn kærði þá ákvörðun en kærunni var vísað frá.

Bessastaðir verða opnir almenningi í kvöld í tilefni Safnanætur.

Dagný Brynjarsdóttir var í dag valin í íslenska kvennalandsliðið í fótbolta. Hún sagði í viðtölum í lok nóvember henni sárnaði afskiptaleysi KSÍ eftir hún eignaðist annað barn sitt.

Frumflutt

7. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,